Þeir frjálsíþróttakappar sem ná þeim áfanga að setja heimsmet á HM í Moskvu verða tólf milljónum krónum ríkari.
Skærasta stjarna mótsins er án nokkurs vafa Usain Bolt. Jamaíkamaðurinn var í boðhlaupssveit þjóðar sinnar í 4x100 metra hlaupi sem setti heimsmet. Fjórmenningarnir skiptu því á milli sín 100 þúsund dollurum eða um tólf milljónum króna.
Helstu styrktaraðilar leikanna hafa skuldbundið sig til að endurtaka leikinn í Moskvu. Það kemur þó skýrt fram að bæta þarf heimsmet til þess að verða milljónunum tólf ríkari. Ekki dugi að jafna metið.
Flautað verður til leiks í Moskvu á laugardaginn. Mótið stendur yfir í níu daga.
