Anton Sveinn og Eygló Ósk eru sundfólk ársins 24. desember 2013 12:30 Sundfólk ársins. mynd/sundsamband íslands Í dag var tilkynnt val á sundfólki ársins. Það var Ægisfólkið Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir sem var valið best í ár. Eygló Ósk Gústafsdóttir er 18 ára í Sundfélaginu Ægi. Hún stundar nám í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og nýtur A-styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hún fékk 861 Fina stig fyrir 100 metra baksund á Danish Open í mars sl og 820 Fina stig fyrir 200 metra baksund á ÍM25 2013. Hún synti 5 greinar á ÍM50 og sigraði í 4 og synti síðan 6 greinar á ÍM25 og sigraði í þeim öllum. Eygló setti 8 Íslandsmet á árinu, í 25 metra laug bætti hún metin í 400m fjórsundi, 200m baksundi, 200m fjórsundi og fjórbætti metið í 100m baksundi. Í 50 metra laug bætti hún metið sitt í 200m baksundi. Hún kemur inn á heimslista í 25 metra laug í 24. sæti í 200 metra baksundi og nr. 45 í sömu grein í 50 metra laug. Eygló Ósk tók þátt í Smáþjóðaleikum í Lúxemborg 2013, var afar öflug þar og sigraði nánast allar sínar greinar, keppti á HM50 í Barcelona en þar náði hún ekki markmiðum sínum og keppti svo á EM25 í Danmörku þar sem hún stóð sig mjög vel náði í tvígang inn í úrslit og lenti í 7. Sæti í 200 metra baksundi. Eygló Ósk er reglusöm og dugleg þegar kemur að æfingum, fylgir leiðsögn og mætir vel. Hún er kappsöm og lætur sjaldan utanaðkomandi truflun hafa áhrif á sig. Húnhefur þroskast mjög mikið sem afreksíþróttakona á síðustu tveimur árum og gætir vel að sér í samskiptum við aðra, hvort sem er samherja eða móherja. Anton Sveinn Mckee er í Sundfélaginu Ægi. Hann stundar nú nám í The University of Alabama í Bandaríkjunum og er á styrk þar vegna sundiðkunar. Hann nýtur B- styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann fékk 830 Fina stig fyrir 200 metra bringusund á HM50 2013 og 841 Fina stig fyrir 1500 metra skriðsund á HM25. Anton sigraði allar greinar sínar á ÍM50 2013 en tók ekki þátt í ÍM25 2013. Hann setti samtals 4 Íslandsmet á árinu. Í 50 metra laug, 400m fjórsund og 400m skriðsund og í 25 metra laug, 800m skriðsund og 1500m skriðsund. Hann kemur inn á heimslista í 25 metra laug nr. 50 í 1500 metra skriðsundi og í 50 metra laug nr. 121 í 800 metra skriðsundi. Anton Sveinn tók þátt í Smáþjóðaleikum í Lúxemborg 2013 og stóð sig afarvel á þeim leikum, var langoftast í fyrsta sæti í sínum greinum. Hann keppti einnig á Heimsmeistaramótinu í Barcelona og sýndi þar áræðni og dug. Hann er duglegur og metnaðarfullur, hvort sem er á æfingum eða í keppni. Hann mætir vel á æfingar og tekur leiðsögn, lagar sig vel að aðstæðum, sýnir íþróttamannslega hegðun hvar sem hann kemur og er leiðtogi í hópnum. Sund Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ Sjá meira
Í dag var tilkynnt val á sundfólki ársins. Það var Ægisfólkið Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir sem var valið best í ár. Eygló Ósk Gústafsdóttir er 18 ára í Sundfélaginu Ægi. Hún stundar nám í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og nýtur A-styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hún fékk 861 Fina stig fyrir 100 metra baksund á Danish Open í mars sl og 820 Fina stig fyrir 200 metra baksund á ÍM25 2013. Hún synti 5 greinar á ÍM50 og sigraði í 4 og synti síðan 6 greinar á ÍM25 og sigraði í þeim öllum. Eygló setti 8 Íslandsmet á árinu, í 25 metra laug bætti hún metin í 400m fjórsundi, 200m baksundi, 200m fjórsundi og fjórbætti metið í 100m baksundi. Í 50 metra laug bætti hún metið sitt í 200m baksundi. Hún kemur inn á heimslista í 25 metra laug í 24. sæti í 200 metra baksundi og nr. 45 í sömu grein í 50 metra laug. Eygló Ósk tók þátt í Smáþjóðaleikum í Lúxemborg 2013, var afar öflug þar og sigraði nánast allar sínar greinar, keppti á HM50 í Barcelona en þar náði hún ekki markmiðum sínum og keppti svo á EM25 í Danmörku þar sem hún stóð sig mjög vel náði í tvígang inn í úrslit og lenti í 7. Sæti í 200 metra baksundi. Eygló Ósk er reglusöm og dugleg þegar kemur að æfingum, fylgir leiðsögn og mætir vel. Hún er kappsöm og lætur sjaldan utanaðkomandi truflun hafa áhrif á sig. Húnhefur þroskast mjög mikið sem afreksíþróttakona á síðustu tveimur árum og gætir vel að sér í samskiptum við aðra, hvort sem er samherja eða móherja. Anton Sveinn Mckee er í Sundfélaginu Ægi. Hann stundar nú nám í The University of Alabama í Bandaríkjunum og er á styrk þar vegna sundiðkunar. Hann nýtur B- styrks Afrekssjóðs ÍSÍ. Hann fékk 830 Fina stig fyrir 200 metra bringusund á HM50 2013 og 841 Fina stig fyrir 1500 metra skriðsund á HM25. Anton sigraði allar greinar sínar á ÍM50 2013 en tók ekki þátt í ÍM25 2013. Hann setti samtals 4 Íslandsmet á árinu. Í 50 metra laug, 400m fjórsund og 400m skriðsund og í 25 metra laug, 800m skriðsund og 1500m skriðsund. Hann kemur inn á heimslista í 25 metra laug nr. 50 í 1500 metra skriðsundi og í 50 metra laug nr. 121 í 800 metra skriðsundi. Anton Sveinn tók þátt í Smáþjóðaleikum í Lúxemborg 2013 og stóð sig afarvel á þeim leikum, var langoftast í fyrsta sæti í sínum greinum. Hann keppti einnig á Heimsmeistaramótinu í Barcelona og sýndi þar áræðni og dug. Hann er duglegur og metnaðarfullur, hvort sem er á æfingum eða í keppni. Hann mætir vel á æfingar og tekur leiðsögn, lagar sig vel að aðstæðum, sýnir íþróttamannslega hegðun hvar sem hann kemur og er leiðtogi í hópnum.
Sund Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ Sjá meira