Pedersen: Mun bæta aðeins við sóknarleik Íslands Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. mars 2014 12:45 Craig Pedersen er nýr landsliðsþjálfari karla í körfubolta. Mynd/KKÍ Craig Pedersen, Kanadamaður sem þjálfar Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta, var á dögunum ráðinn landsliðsþjálfari Íslands. Í viðtali við vefmiðilinn DK4Sport ræðir hann nýja starfið líkt og hann gerði við Fréttablaðið þegar hann var ráðinn.Arnar Guðjónsson, eða AG eins og Pedersen kallar hann, átti stóran þátt í ráðningu Pedersens en hann er aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og hjá landsliðinu. „AG sagði mér að Íslendingarnir hefðu áhuga á að tala við mig. Þeir ætluðu að ræða við 3-6 menn og ég væri einn þeirra. Ég ræddi við sambandið á Skype og það hringdi til Danmerkur og spurði menn um mig. Ég vil bara þakka hlý orð frá öðrum leikmönnum í deildinni og frá öðrum þjálfurum,“ segir Pedersen. Pedersen er búinn að vera í Danmörku frá árinu 1989 en hann kom fyrst sem leikmaður áður en hann gerðist þjálfari. Hann ætlaði sér aldrei að vera svo lengi. „Fyrst þegar ég kom ætlaði ég að vera í eitt ár og fara svo heim og kenna í menntaskóla. En síðan naut ég verunnar og hélt áfram að bæta mig sem leikmaður. Mér datt ekki í hug að ég yrði hérna svona lengi en ég er heppinn að hafa upplifað margt skemmtilegt í gegnum körfuboltann. Þegar maður hugsar til baka er þetta magnað,“ segir Pedersen. KKÍ tjáði Pedersen að það vildi að næsti þjálfari myndi halda áfram á sömu braut og Peter Öqvist var með liðið á en Ísland tók stórstigum framförum undir stjórn Svíans. „Áður en ég samþykkti það horfði ég á nokkra leiki. Í sókn og vörn er liðið að gera nákvæmlega það sem ég myndi vilja að liðið geri. Það eru samt nokkrir hlutir í sókninni sem ég vil bæta við og þannig mun ég reyna gera liðið betra,“ segir Kanadamaðurinn. Ísland á leiki gegn Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015 í sumar og hlakkar Pedersen mikið til að takast á við það verkefni. „Við munum finna út hvort liðin séu með sömu þjálfara og ná þannig að kynna okkur liðin fyrr en ella. Það er öðruvísi að þjálfa íslenska liðið því maður getur ekkert dælt boltanum inn í teiginn á stráka sem eru 190cm í baráttunni við yfir tveggja metra menn. Það þarf að finna aðrar leiðir til að vinna þessi lið,“ segir Craig Pedersen.Hér er hægt að hlusta á allt viðtalið. Kynningin er á dönsku en viðtalið á ensku. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. 5. mars 2014 13:25 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira
Craig Pedersen, Kanadamaður sem þjálfar Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta, var á dögunum ráðinn landsliðsþjálfari Íslands. Í viðtali við vefmiðilinn DK4Sport ræðir hann nýja starfið líkt og hann gerði við Fréttablaðið þegar hann var ráðinn.Arnar Guðjónsson, eða AG eins og Pedersen kallar hann, átti stóran þátt í ráðningu Pedersens en hann er aðstoðarþjálfari Pedersens hjá Svendborg og hjá landsliðinu. „AG sagði mér að Íslendingarnir hefðu áhuga á að tala við mig. Þeir ætluðu að ræða við 3-6 menn og ég væri einn þeirra. Ég ræddi við sambandið á Skype og það hringdi til Danmerkur og spurði menn um mig. Ég vil bara þakka hlý orð frá öðrum leikmönnum í deildinni og frá öðrum þjálfurum,“ segir Pedersen. Pedersen er búinn að vera í Danmörku frá árinu 1989 en hann kom fyrst sem leikmaður áður en hann gerðist þjálfari. Hann ætlaði sér aldrei að vera svo lengi. „Fyrst þegar ég kom ætlaði ég að vera í eitt ár og fara svo heim og kenna í menntaskóla. En síðan naut ég verunnar og hélt áfram að bæta mig sem leikmaður. Mér datt ekki í hug að ég yrði hérna svona lengi en ég er heppinn að hafa upplifað margt skemmtilegt í gegnum körfuboltann. Þegar maður hugsar til baka er þetta magnað,“ segir Pedersen. KKÍ tjáði Pedersen að það vildi að næsti þjálfari myndi halda áfram á sömu braut og Peter Öqvist var með liðið á en Ísland tók stórstigum framförum undir stjórn Svíans. „Áður en ég samþykkti það horfði ég á nokkra leiki. Í sókn og vörn er liðið að gera nákvæmlega það sem ég myndi vilja að liðið geri. Það eru samt nokkrir hlutir í sókninni sem ég vil bæta við og þannig mun ég reyna gera liðið betra,“ segir Kanadamaðurinn. Ísland á leiki gegn Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015 í sumar og hlakkar Pedersen mikið til að takast á við það verkefni. „Við munum finna út hvort liðin séu með sömu þjálfara og ná þannig að kynna okkur liðin fyrr en ella. Það er öðruvísi að þjálfa íslenska liðið því maður getur ekkert dælt boltanum inn í teiginn á stráka sem eru 190cm í baráttunni við yfir tveggja metra menn. Það þarf að finna aðrar leiðir til að vinna þessi lið,“ segir Craig Pedersen.Hér er hægt að hlusta á allt viðtalið. Kynningin er á dönsku en viðtalið á ensku.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. 5. mars 2014 13:25 Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira
Kanadamaður tekur við íslenska karlalandsliðinu í körfubolta Kanadamaðurinn Craig Pedersen tekur við íslenska landsliðinu í körfubolta af Peter Öqvist en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. 5. mars 2014 13:25