Dekkin sem notuð eru um helgina eru mjúk og ofur mjúk dekk. Ofur mjúku dekkin skila um 1,4 sekúndum hraðari tíma á hverjum hring.
Marcus Ericcson á Caterham og Felipe Massa á Williams lentu saman þegar Ericsson var að reyna að koma sér upp í 16 efstu sætin. Massa datt út úr tímatökunni vegna þess að hann komst ekki á þjónustusvæðið undir eigin afli.
Eftir fyrsta hluta tímatökunnar sátu sex hægustu ökumennirnir eftir. Esteban Gutierrez og Adrian Sutil á Sauber, Jules Bianchi og Max Chilton á Marussia og Kamui Kobayashi og Marcus Ericsson á Caterham.

Í þriðja hlutanum gerði Rosberg mistök sem gerðu það að verkum að gulum flöggum var veifað. Þá þurftu allir sem á eftir komu að hægja á sér og þá missti Hamilton af tækifærinu til að bæta tíma Rosberg.
Lesa má úr viðbrögðum Hamilton eftir tímatökuna að hann telji hugsanlegt að Rosberg hafi gert viljandi mistök.
„Þetta var allt í lagi,“ sagði Hamilton þegar hann var spurður um tímatökuna. „Hver veit,“ sagði hann, spurður hvort Rosberg hafi gert þetta viljandi, svo bætti hann við „ég er ekki að segja það.“
Greinilega andar köldu milli Mercedes ökumannanna.
„Ég hélt að þetta væri búið eftir þessi mistök, brautin myndi batna og einhver annar myndi ná ráspól,“ sagði Rosberg.
Búast má við hörku slag í keppninni á morgun.

1.Nico Rosberg - Mercedes
2.Lewis Hamilton - Mercedes
3.Daniel Ricciardo - Red Bull
4.Sebastian Vettel - Red Bull
5.Fernando Alonso - Ferrari
6.Kimi Raikkonen - Ferrari
7.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso
8.Kevin Magnussen - McLaren
9.Daniil Kvyat - Toro Rosso
10.Sergio Perez - Force India
11.Nico Hulkenberg - Force India
12.Jenson Button - McLaren
13.Valtteri Bottas - Williams
14.Romain Grosjean - Lotus
15.Pastor Maldonado - Lotus
16.Felipe Massa - Williams
17.Esteban Gutierrez - Sauber
18.Adrian Sutil - Sauber
19.Jules Bianchi - Marussia
20.Max Chilton - Marussia
21.Kamui Kobayashi - Caterham
22.Marcus Ericsson - Caterham
Keppnin er á dagskrá Stöð 2 Sport klukkan 11:30 á morgun.