Stjarnfræðilega litlar líkur á útbreiðslu ebólu á Íslandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. september 2014 14:45 Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum. vísir/ap Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum segir einhverjar líkur á að hin skæða ebóluveira muni berast hingað til lands en þó sé það nær útilokað að hún nái hér einhverri útbreiðslu. Því hefur verið gripið til ráðstafanna í samráði við almannavarnir ríkislögreglustjóra og hafa heilbrigðisstarfsmenn sótt fræðslufundi þess efnis. „Það er alveg mögulegt að ebólusýktur einstaklingur komi hingað til lands. Við erum búin að undirbúa það mjög vel, með þátttöku Landspítalans og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Það er heilmikill undirbúningur, búið að halda fundi um sjúkdóminn og ræða við heilbrigðisstarfsfólk sem mögulega kynni að þurfa að sinna slíkum sjúklingi,“ segir Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir. Hann segir þó útilokað að veiran nái útbreiðslu hérlendis. „Ég leyfi mér að segja það að það eru stjarnfræðilegar litlar líkur á að ebóla nái að dreifa sér hér á landi. Við höfum öflug tæki og tól til einangrunar, en þetta mun kosta heilmikið til viðbragða af okkar hálfu. Við þyrftum að loka hálfum sjúkragangi til að sinna svona sjúklingi. Þetta tekur heilmikinn toll.“ Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni og segja að ástandið hjá meðferðarstöðvum í Vestur-Afríku sé orðið þannig að þangað komi fólk til „deyja eitt og yfirgefið“. Rúmlega 1.500 manns hafa orðið faraldrinum að bráð og eru um 3.500 sýktir. Faraldurinn er sagður stjórnlaus og telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að um tuttugu þúsund manns muni sýkjast af þessari skæðustu veiru sögunnar. Sjö hafa fengið tilraunalyf við veirunni, tveir þeirra eru látnir. Tilraunalyfið ZMapp var prófað á átján öpum, sýktum af veirunni, og læknuðust þeir allir. „Vissulega eru líkur á að einstaklingur, ferðamaður, sem til dæmis millilendir hér á landi sé sýktur af veirunni. Eða þá að einn af þeim hjálparstarfsmönnum sem þangað fer veikist. En það er mjög ólíklegt því þeir eru fáir og að loknum störfum verður haft sérstakt eftirlit með þeim annars staðar áður en þeir koma síðan heim,“ segir Sigurður. Engin lækning er til við ebóla-vírusnum. Hann veldur innvortis blæðingum og líffærabilun. Vírusinn smitast milli manna meðal annars í jarðarförum þeirra sem hafa látist af hans völdum. Rúmlega helmingur þeirra sem smitast af ebóla-vírusnum deyr. Ebóla Tengdar fréttir Lést þrátt fyrir ebóla-lyf Líberískur læknir, sem var á meðal þriggja Afríkubúa sem fengu tilraunalyf við ebóla-veirunni, er látinn. 26. ágúst 2014 10:15 „Idíótískt“ að halda að ebóla breiðist út á Vesturlöndum Gunnhildur Árnadóttir segir Lækna án landamæra hafa bent á alvarleika ebólufaraldursins fyrir mörgum mánuðum. 15. ágúst 2014 15:15 Annar sérfræðingur fellur í Síerra Leone Mikill skortur er nú á læknum í landinu en andlát Dr. Modupeh Cole, ber að einungis tveimur vikum eftir fráfall dr. Sheiks Omarrs Khan sem stjórnaði aðgerðum gegn veirunni í austurhluta landins. 14. ágúst 2014 22:05 Óttast frekari útbreiðslu ebólu Yfirvöld í Líberíu óttast frekari útbreiðslu ebólu eftir að ráðist var á heilsugæslustöð sem hýst einstaklinga sem grunaðir voru um að hafa smitast af ebólu. 18. ágúst 2014 07:00 WHO biður þjóðir heimsins um hjálp gegn Ebólu Forstöðumaður WHO sagði þau lönd sem hafi orðið fyrir smiti ekki hafa burði til að kveða svo stóran faraldur niður sjálf. 8. ágúst 2014 17:51 Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00 Íslendingar hvattir til að ferðast ekki til Vestur-Afríku Sóttvarnarlæknir mælist til þess að ekki sé ferðast til þeirra landa sem verst hafa orðið úti vegna ebólunnar. 11. ágúst 2014 15:18 Mögulegt ebólutilfelli í Stokkhólmi Manninum er nú haldið í einangrun á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 31. ágúst 2014 20:38 Óvíst hvar sautján ebólusjúklingar eru niðurkomnir Ekki er vitað um afdrif þeirra sjúklinga sem hurfu er múgur réðst á einangrunarstöð í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í gærkvöldi. 17. ágúst 2014 22:59 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 Meira en þúsund manns hafa látið lífið Einungis tveir Bandaríkjamenn og einn Spánverji hafa til þessa fengið að njóta góðs af lyfjum. Afríkubúar hafa hins vegar enn engin lyf fengið. 13. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum segir einhverjar líkur á að hin skæða ebóluveira muni berast hingað til lands en þó sé það nær útilokað að hún nái hér einhverri útbreiðslu. Því hefur verið gripið til ráðstafanna í samráði við almannavarnir ríkislögreglustjóra og hafa heilbrigðisstarfsmenn sótt fræðslufundi þess efnis. „Það er alveg mögulegt að ebólusýktur einstaklingur komi hingað til lands. Við erum búin að undirbúa það mjög vel, með þátttöku Landspítalans og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Það er heilmikill undirbúningur, búið að halda fundi um sjúkdóminn og ræða við heilbrigðisstarfsfólk sem mögulega kynni að þurfa að sinna slíkum sjúklingi,“ segir Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir. Hann segir þó útilokað að veiran nái útbreiðslu hérlendis. „Ég leyfi mér að segja það að það eru stjarnfræðilegar litlar líkur á að ebóla nái að dreifa sér hér á landi. Við höfum öflug tæki og tól til einangrunar, en þetta mun kosta heilmikið til viðbragða af okkar hálfu. Við þyrftum að loka hálfum sjúkragangi til að sinna svona sjúklingi. Þetta tekur heilmikinn toll.“ Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni og segja að ástandið hjá meðferðarstöðvum í Vestur-Afríku sé orðið þannig að þangað komi fólk til „deyja eitt og yfirgefið“. Rúmlega 1.500 manns hafa orðið faraldrinum að bráð og eru um 3.500 sýktir. Faraldurinn er sagður stjórnlaus og telur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að um tuttugu þúsund manns muni sýkjast af þessari skæðustu veiru sögunnar. Sjö hafa fengið tilraunalyf við veirunni, tveir þeirra eru látnir. Tilraunalyfið ZMapp var prófað á átján öpum, sýktum af veirunni, og læknuðust þeir allir. „Vissulega eru líkur á að einstaklingur, ferðamaður, sem til dæmis millilendir hér á landi sé sýktur af veirunni. Eða þá að einn af þeim hjálparstarfsmönnum sem þangað fer veikist. En það er mjög ólíklegt því þeir eru fáir og að loknum störfum verður haft sérstakt eftirlit með þeim annars staðar áður en þeir koma síðan heim,“ segir Sigurður. Engin lækning er til við ebóla-vírusnum. Hann veldur innvortis blæðingum og líffærabilun. Vírusinn smitast milli manna meðal annars í jarðarförum þeirra sem hafa látist af hans völdum. Rúmlega helmingur þeirra sem smitast af ebóla-vírusnum deyr.
Ebóla Tengdar fréttir Lést þrátt fyrir ebóla-lyf Líberískur læknir, sem var á meðal þriggja Afríkubúa sem fengu tilraunalyf við ebóla-veirunni, er látinn. 26. ágúst 2014 10:15 „Idíótískt“ að halda að ebóla breiðist út á Vesturlöndum Gunnhildur Árnadóttir segir Lækna án landamæra hafa bent á alvarleika ebólufaraldursins fyrir mörgum mánuðum. 15. ágúst 2014 15:15 Annar sérfræðingur fellur í Síerra Leone Mikill skortur er nú á læknum í landinu en andlát Dr. Modupeh Cole, ber að einungis tveimur vikum eftir fráfall dr. Sheiks Omarrs Khan sem stjórnaði aðgerðum gegn veirunni í austurhluta landins. 14. ágúst 2014 22:05 Óttast frekari útbreiðslu ebólu Yfirvöld í Líberíu óttast frekari útbreiðslu ebólu eftir að ráðist var á heilsugæslustöð sem hýst einstaklinga sem grunaðir voru um að hafa smitast af ebólu. 18. ágúst 2014 07:00 WHO biður þjóðir heimsins um hjálp gegn Ebólu Forstöðumaður WHO sagði þau lönd sem hafi orðið fyrir smiti ekki hafa burði til að kveða svo stóran faraldur niður sjálf. 8. ágúst 2014 17:51 Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00 Íslendingar hvattir til að ferðast ekki til Vestur-Afríku Sóttvarnarlæknir mælist til þess að ekki sé ferðast til þeirra landa sem verst hafa orðið úti vegna ebólunnar. 11. ágúst 2014 15:18 Mögulegt ebólutilfelli í Stokkhólmi Manninum er nú haldið í einangrun á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 31. ágúst 2014 20:38 Óvíst hvar sautján ebólusjúklingar eru niðurkomnir Ekki er vitað um afdrif þeirra sjúklinga sem hurfu er múgur réðst á einangrunarstöð í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í gærkvöldi. 17. ágúst 2014 22:59 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 Meira en þúsund manns hafa látið lífið Einungis tveir Bandaríkjamenn og einn Spánverji hafa til þessa fengið að njóta góðs af lyfjum. Afríkubúar hafa hins vegar enn engin lyf fengið. 13. ágúst 2014 00:01 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Lést þrátt fyrir ebóla-lyf Líberískur læknir, sem var á meðal þriggja Afríkubúa sem fengu tilraunalyf við ebóla-veirunni, er látinn. 26. ágúst 2014 10:15
„Idíótískt“ að halda að ebóla breiðist út á Vesturlöndum Gunnhildur Árnadóttir segir Lækna án landamæra hafa bent á alvarleika ebólufaraldursins fyrir mörgum mánuðum. 15. ágúst 2014 15:15
Annar sérfræðingur fellur í Síerra Leone Mikill skortur er nú á læknum í landinu en andlát Dr. Modupeh Cole, ber að einungis tveimur vikum eftir fráfall dr. Sheiks Omarrs Khan sem stjórnaði aðgerðum gegn veirunni í austurhluta landins. 14. ágúst 2014 22:05
Óttast frekari útbreiðslu ebólu Yfirvöld í Líberíu óttast frekari útbreiðslu ebólu eftir að ráðist var á heilsugæslustöð sem hýst einstaklinga sem grunaðir voru um að hafa smitast af ebólu. 18. ágúst 2014 07:00
WHO biður þjóðir heimsins um hjálp gegn Ebólu Forstöðumaður WHO sagði þau lönd sem hafi orðið fyrir smiti ekki hafa burði til að kveða svo stóran faraldur niður sjálf. 8. ágúst 2014 17:51
Fjöldi ebólusmitaðra gæti margfaldast Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út að ríflega tuttugu þúsund manns til viðbótar eigi á hættu að smitast af ebólu. 29. ágúst 2014 08:00
Íslendingar hvattir til að ferðast ekki til Vestur-Afríku Sóttvarnarlæknir mælist til þess að ekki sé ferðast til þeirra landa sem verst hafa orðið úti vegna ebólunnar. 11. ágúst 2014 15:18
Mögulegt ebólutilfelli í Stokkhólmi Manninum er nú haldið í einangrun á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 31. ágúst 2014 20:38
Óvíst hvar sautján ebólusjúklingar eru niðurkomnir Ekki er vitað um afdrif þeirra sjúklinga sem hurfu er múgur réðst á einangrunarstöð í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, í gærkvöldi. 17. ágúst 2014 22:59
Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00
Meira en þúsund manns hafa látið lífið Einungis tveir Bandaríkjamenn og einn Spánverji hafa til þessa fengið að njóta góðs af lyfjum. Afríkubúar hafa hins vegar enn engin lyf fengið. 13. ágúst 2014 00:01