Sendir úr landi án fyrirvara Snærós Sindradóttir skrifar 24. júlí 2015 07:00 Þrettán lögreglumenn fylgdu hópnum með flugi frá landinu. FRONTEX greiðir fyrir gistingu þeirra ytra. Sjö albanskir hælisleitendur, þar af þriggja manna fjölskylda, voru fluttir aftur til Albaníu með flugi á miðvikudagskvöld. Flugvél var leigð undir flutninginn. „Minn umbjóðandi fékk ekki að vita þetta fyrr en honum var birt niðurstaða kærunefndar útlendingamála. Við vorum boðuð þangað með klukkutíma fyrirvara,“ segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður eins mannsins. Maðurinn hafði verið hér á landi í tæpt ár. Manninum var synjað um frestun réttaráhrifa og handtekinn á staðnum. Honum var greint frá því að þá um kvöldið yrði flogið með hann aftur til heimalands hans, Albaníu. „Minn umbjóðandi var handtekinn því þeir treystu því ekki að hann skilaði sér í flugið.“ Kolbrún heldur að allir albönsku hælisleitendurnir sem voru staddir hér á landi hafi verið fluttir samtímis með fluginu. „Ég hef á tilfinningunni að kærunefnd útlendingamála hafi flýtt sér að græja öll málin svo hægt væri að safna þeim öllum saman í eina vél.“Kolbrún GarðarsdóttirInnanríkisráðuneytið og Útlendingastofnun óskuðu eftir því að embætti ríkislögreglustjóra sæi um flutning hælisleitendanna. Frávísunin var unnin í samstarfi við FRONTEX, landamærastofnun Evrópusambandsins. Flogið var með fólkið frá Litháen og þaðan til borgarinnar Dusseldorf í Þýskalandi. Þaðan var svo flogið með fólkið til Tirana, höfuðborgar Albaníu. FRONTEX greiðir að fullu kostnaðinn af því að leigja flugvél fyrir hópinn. Aðgerðin var skipulögð af spænsku lögreglunni sem heldur utan um, fyrir hönd FRONTEX, samvinnu á milli ríkja sem vilja vísa fólki frá og senda til sama lands. Spánn leggur út fyrir kostnaðinum en FRONTEX endurgreiðir þann kostnað að endingu. Eins og áður segir voru Albanarnir sjö. Fjórir einstaklingar voru í hópnum og svo þriggja manna fjölskylda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var um að ræða foreldra og barn. Með hópnum fóru þrettán íslenskir lögreglumenn, frá þremur lögregluembættum, sem sjá til þess að hópurinn komist á leiðarenda. Landamærastofnun Evrópusambandsins greiðir allan kostnað við hótelgistingu lögreglumannanna erlendis. Fréttir af flugi Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Sjö albanskir hælisleitendur, þar af þriggja manna fjölskylda, voru fluttir aftur til Albaníu með flugi á miðvikudagskvöld. Flugvél var leigð undir flutninginn. „Minn umbjóðandi fékk ekki að vita þetta fyrr en honum var birt niðurstaða kærunefndar útlendingamála. Við vorum boðuð þangað með klukkutíma fyrirvara,“ segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður eins mannsins. Maðurinn hafði verið hér á landi í tæpt ár. Manninum var synjað um frestun réttaráhrifa og handtekinn á staðnum. Honum var greint frá því að þá um kvöldið yrði flogið með hann aftur til heimalands hans, Albaníu. „Minn umbjóðandi var handtekinn því þeir treystu því ekki að hann skilaði sér í flugið.“ Kolbrún heldur að allir albönsku hælisleitendurnir sem voru staddir hér á landi hafi verið fluttir samtímis með fluginu. „Ég hef á tilfinningunni að kærunefnd útlendingamála hafi flýtt sér að græja öll málin svo hægt væri að safna þeim öllum saman í eina vél.“Kolbrún GarðarsdóttirInnanríkisráðuneytið og Útlendingastofnun óskuðu eftir því að embætti ríkislögreglustjóra sæi um flutning hælisleitendanna. Frávísunin var unnin í samstarfi við FRONTEX, landamærastofnun Evrópusambandsins. Flogið var með fólkið frá Litháen og þaðan til borgarinnar Dusseldorf í Þýskalandi. Þaðan var svo flogið með fólkið til Tirana, höfuðborgar Albaníu. FRONTEX greiðir að fullu kostnaðinn af því að leigja flugvél fyrir hópinn. Aðgerðin var skipulögð af spænsku lögreglunni sem heldur utan um, fyrir hönd FRONTEX, samvinnu á milli ríkja sem vilja vísa fólki frá og senda til sama lands. Spánn leggur út fyrir kostnaðinum en FRONTEX endurgreiðir þann kostnað að endingu. Eins og áður segir voru Albanarnir sjö. Fjórir einstaklingar voru í hópnum og svo þriggja manna fjölskylda. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var um að ræða foreldra og barn. Með hópnum fóru þrettán íslenskir lögreglumenn, frá þremur lögregluembættum, sem sjá til þess að hópurinn komist á leiðarenda. Landamærastofnun Evrópusambandsins greiðir allan kostnað við hótelgistingu lögreglumannanna erlendis.
Fréttir af flugi Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira