Sér ekki að innanlandsflug verði flutt úr Vatnsmýri á næstu árum Sæunn Gísladóttir skrifar 23. júní 2017 07:00 Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur átt sæti á Alþinig frá 2007 en hann er þingmaður suðvesturkjördæmis. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég hef aldrei sagt að ég vilji absalút hafa innanlandsflugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það er bara einhver misskilningur,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Eins og greint var frá í gær vonast Jón til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni. Í Morgunblaðinu á miðvikudag var fullyrt að að mati Jóns væri miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri til frambúðar. Framkvæmdir í Vatnsmýri er ekki að finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Að mati Jóns er samt hægt að ganga í verkið. „Það er ekki víst að ríkið þurfi endilega að byggja þessa flugstöð. Við getum fengið aðra til þess.“ Áform Jóns hafa farið öfugt ofan í suma stjórnarliða. Jón bendir hins vegar á að á meðan engin ákvörðun hafi verið tekin um að flytja miðstöðina úr Vatnsmýrinni þýði ekki annað en að halda áfram bráðnauðsynlegri uppbyggingu þar. „Ég hef enga trú á að við séum að fara að byggja flugvöll eða flytja miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni á allra næstu árum. Þá ætti eftir að fara í mikla vinnu og undirbúning.“Jón Gunnarsson telur að miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni verði ekki flutt á allra næstu árum. Fréttablaðið/EyþórBorgarstjóri hefur talað um að borgin gefi ekki leyfi fyrir framkvæmdinni nema nýja flugstöðin verði færanleg. Jón segir að ef verði ákveðið að byggja nýjan flugvöll eða flytja miðstöðina þurfi húsið að geta þjónað einhverjum öðrum tilgangi. Jón hefur skipað nýja nefnd til að taka við keflinu af Rögnunefndinni sem komst að því að Hvassahraun væri álitlegasti staðurinn fyrir innanlandsflug. Jón telur margt ábótavant í vinnu nefndarinnar. „Við erum að láta vinna núna skýrslu um öryggishlutverk vallarins sem ég tel að hafi verið vanreifað í skýrslu Rögnunefndar. Sú skýrsla kemur væntanlega út í sumar.“ Jón nefnir einnig upplýsingar um að Hvassahraunsstaðurinn sé á vatnsupptökusvæði sveitarfélaga Suðurnesja. „Það þarf að skoða. Svo skoðuðu menn ekki heldur af neinu viti að breyta legu flugvallarins í Vatnsmýrinni og reyna að mæta sjónarmiði þeirra sem vilja land undir byggingar. Það verður verkefni þessa starfshóps að kafa ofan í þetta allt saman,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Ég hef aldrei sagt að ég vilji absalút hafa innanlandsflugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það er bara einhver misskilningur,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Eins og greint var frá í gær vonast Jón til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni. Í Morgunblaðinu á miðvikudag var fullyrt að að mati Jóns væri miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri til frambúðar. Framkvæmdir í Vatnsmýri er ekki að finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Að mati Jóns er samt hægt að ganga í verkið. „Það er ekki víst að ríkið þurfi endilega að byggja þessa flugstöð. Við getum fengið aðra til þess.“ Áform Jóns hafa farið öfugt ofan í suma stjórnarliða. Jón bendir hins vegar á að á meðan engin ákvörðun hafi verið tekin um að flytja miðstöðina úr Vatnsmýrinni þýði ekki annað en að halda áfram bráðnauðsynlegri uppbyggingu þar. „Ég hef enga trú á að við séum að fara að byggja flugvöll eða flytja miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni á allra næstu árum. Þá ætti eftir að fara í mikla vinnu og undirbúning.“Jón Gunnarsson telur að miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni verði ekki flutt á allra næstu árum. Fréttablaðið/EyþórBorgarstjóri hefur talað um að borgin gefi ekki leyfi fyrir framkvæmdinni nema nýja flugstöðin verði færanleg. Jón segir að ef verði ákveðið að byggja nýjan flugvöll eða flytja miðstöðina þurfi húsið að geta þjónað einhverjum öðrum tilgangi. Jón hefur skipað nýja nefnd til að taka við keflinu af Rögnunefndinni sem komst að því að Hvassahraun væri álitlegasti staðurinn fyrir innanlandsflug. Jón telur margt ábótavant í vinnu nefndarinnar. „Við erum að láta vinna núna skýrslu um öryggishlutverk vallarins sem ég tel að hafi verið vanreifað í skýrslu Rögnunefndar. Sú skýrsla kemur væntanlega út í sumar.“ Jón nefnir einnig upplýsingar um að Hvassahraunsstaðurinn sé á vatnsupptökusvæði sveitarfélaga Suðurnesja. „Það þarf að skoða. Svo skoðuðu menn ekki heldur af neinu viti að breyta legu flugvallarins í Vatnsmýrinni og reyna að mæta sjónarmiði þeirra sem vilja land undir byggingar. Það verður verkefni þessa starfshóps að kafa ofan í þetta allt saman,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira