Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á morðinu á Sanitu Braune á Hagamel í september. Hinn grunaði situr enn í gæsluvarðhaldi en hann játaði við yfirheyrslur að hafa veist að henni.
Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsókn á morðinu á Sanitu Braune, 44 ára gamallar konu frá Lettlandi, í síðustu viku og hefur málið verið sent til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Þetta staðfesti Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu í dag.
Sá sem grunaður er um að hafa ráðið Sanitu bana var handtekinn á vettvangi og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan en hann játaði við yfirheyrslur að hafa ráðist á Sanitu umrætt kvöld og meðal annars veitt henni höfuðhögg með slökkvitæki.
Héraðssaksóknari hefur skamman tíma til ákvörðunar og líklegt að ákvörðun um ákæri liggi fyrir á næstu dögum.
Rannsókn lögreglu á hnífstunguárásinni á Austurvelli áfram en Klevis Sula, 21 árs Albani lést af sárum sínum eftir að íslenskur karlmaður á þrítugsaldri veitti honum og einum áverka með eggvopni. Hin grunaði hefur var úrskurðaður í gæsluvarðhald hefti handtöku sem rennur út á föstudag. Ekki liggur fyrir hvort krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds.
Lögregla vill ekki svara því hvort játning liggi fyrir í því máli

