Ein fremsta skíðakona landsins fær ekki bætur vegna fótbrots Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. maí 2018 11:27 Helga María er ein efnilegasta skíðakona landsins vísir Ein fremsta skíðakona landsins, Helga María Vilhjálmsdóttir, fær ekki bætur úr slysatryggingum almannatrygginga vegna slæms fótbrots sem hún hlaut á æfingu í ágúst á síðasta ári. Úrskurðarnefnd velferðamála komst að þeirri niðurstöðu eftir áfrýjun Helgu Maríu. RÚV greindi frá málinu í morgun. Sjúkratryggingar Íslands úrskurðuðu í janúar að Helga María ætti ekki rétt á bótum þar sem slysatryggingar íþróttafólks næðu aðeins yfir íþróttaæfingar á vegum félaga innan ÍSÍ. Helga kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar. Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, sagði í bréfi til úrskurðarnefndar að Helga hafi verið virkur keppnadi í starfi landsliðsins. Þar sem dagskrá landsliðs sambandsins sé ekki á ársgrundvelli hefði Helga stundað æfingar erlendis, en til þess að komast áfram í íþróttinni er mikilvægt að sækja æfingar erlendis því hún er ekki í boði á Íslandi. Þá er landsliðsþjálfari sambandsins í hlutastarfi og geti ekki verið með iðkendum í öllum æfingum erlendis þar sem nokkrir afreksmenn séu í mismunandi löndum við æfingar. Sjúkratryggingar Íslands gátu ekki fallist á að Helga hefði verið erlendis á vegum Skíðasambands Íslands heldur hefði hún verið á æfingu hjá erlendu félagi með þjálfara á vegum þess félags. Úrskurðarnefnd velferðamála féllst á skýringu Sjúkratrygginga og hafnaði kröfu Helgu Maríu. Engu máli skipti að Skíðasambandið hafi greitt æfingagjöld Helgu hjá norska félaginu og komið henni út. Helga María hefur ekki getað æft eftir brotið vegna erfiðrar sýkingar en hún keppti fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Rússlandi fyrir fjórum árum. Sagði Jón Viðar í samtali við fréttastofu RÚV að niðurstaðan setji Skíðasambandið í erfiða stöðu og það verði að endurskoða öll sín tryggingamál. Aðrar íþróttir Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira
Ein fremsta skíðakona landsins, Helga María Vilhjálmsdóttir, fær ekki bætur úr slysatryggingum almannatrygginga vegna slæms fótbrots sem hún hlaut á æfingu í ágúst á síðasta ári. Úrskurðarnefnd velferðamála komst að þeirri niðurstöðu eftir áfrýjun Helgu Maríu. RÚV greindi frá málinu í morgun. Sjúkratryggingar Íslands úrskurðuðu í janúar að Helga María ætti ekki rétt á bótum þar sem slysatryggingar íþróttafólks næðu aðeins yfir íþróttaæfingar á vegum félaga innan ÍSÍ. Helga kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar. Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands, sagði í bréfi til úrskurðarnefndar að Helga hafi verið virkur keppnadi í starfi landsliðsins. Þar sem dagskrá landsliðs sambandsins sé ekki á ársgrundvelli hefði Helga stundað æfingar erlendis, en til þess að komast áfram í íþróttinni er mikilvægt að sækja æfingar erlendis því hún er ekki í boði á Íslandi. Þá er landsliðsþjálfari sambandsins í hlutastarfi og geti ekki verið með iðkendum í öllum æfingum erlendis þar sem nokkrir afreksmenn séu í mismunandi löndum við æfingar. Sjúkratryggingar Íslands gátu ekki fallist á að Helga hefði verið erlendis á vegum Skíðasambands Íslands heldur hefði hún verið á æfingu hjá erlendu félagi með þjálfara á vegum þess félags. Úrskurðarnefnd velferðamála féllst á skýringu Sjúkratrygginga og hafnaði kröfu Helgu Maríu. Engu máli skipti að Skíðasambandið hafi greitt æfingagjöld Helgu hjá norska félaginu og komið henni út. Helga María hefur ekki getað æft eftir brotið vegna erfiðrar sýkingar en hún keppti fyrir Íslands hönd á Vetrarólympíuleikunum í Rússlandi fyrir fjórum árum. Sagði Jón Viðar í samtali við fréttastofu RÚV að niðurstaðan setji Skíðasambandið í erfiða stöðu og það verði að endurskoða öll sín tryggingamál.
Aðrar íþróttir Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Sjá meira