Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2018 12:01 Benjamín og Sveinn eru spenntir fyrir HM í Rússlandi. KSÍ „Það er eflaust einhver svekktur en hann segir ekkert. Þetta sýnir hvernig Tólfan er. Þetta er samstaða og fallegt apparat,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, Benni bongó, um viðbrögð þeirra Tólfuliða sem ekki fengu boðsmiða frá KSÍ til Rússlands til að styðja við bakið á strákunum okkar ytra. Eins og fram hefur komið ákvað stjórn KSÍ að greiða fyrir tíu stuðningsmenn úr Tólfunni til að fara fyrir stuðningsmönnum Íslands á leikjunum ytra. Stuðningsmenn Íslands undir leiðsögn Tólfunnar vöktu athygli um allan heim í Frakklandi fyrir tveimur árum. Tólfuliðar fengu sjálfir það verkefni að finna út úr því hverjir fengu að fara. Úr varð að 29 Tólfur skipta miðunum 30 á milli sín.Tólfan á EM í Frakklandi.vísir/vilhelmVandað valið „Við erum með kjarnahóp og sögðum liðinu að senda okkur umsókn,“ segir Benni. Valið hafi verið útfrá reynslu, hverjir geti unnið saman, pössuðu saman í herbergi og gætu leyst verkefnin sem eru á dagskrá segir Benni í samtali við Vísi. Sveinn Ásgeirsson, annar forkálfur í teymi Tólfunnar, segir að í hverjum hópi þurfi að vera einn trommari. Sömuleiðis einn úr stjórninni til að sinna skipulagningu. Þá séu konur í hverjum hópi og þeir sem geta öskrað hátt.Og þeir sem eiga þetta skilið, hafa verið að aðstoða okkur við þetta í tíu eða ellefu ár. Benni og Svenni eru sammála um að valið hafi verið þrautinni þyngri.Ofurtrommarinn Joey Drummer, til vinstri, á góðri stund hjá Tólfunni.Þrír epískir hópar „Það er ógeðslega erfitt að segja nei. Við fengum um sextíu umsóknir frá okkar kjarnafólki en því miður komast aðeins 30 manns,“ segja þeir félagar. Joey drummer, ofurtrommari með meiru, verður sendur á tvo leiki en aðrir á einn leik. „Þetta voru erfiðir dagar að fara í gegnum þetta, og setja upp. En við trúum því að við séum að fara með þrjá epíska hópa sem munu skila sínu og gott betur,“ segir Benni. Með því að skipta miðunum svona á milli sín verða kjarnahópur á Íslandi á öðrum leikjum. „Þá verður einhver til staðar í Hljómsklálagarðinum,“ segir Benni en þar verða leikirnir sýndir á stórum skjá. „Það verður stuð fyrir alla.“Tólfuliðar voru í spjalli á X-inu í síðustu viku og fóru um víðan völl eins og heyra má hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólfan fær tíu miða frá KSÍ á hvern leik Íslands Framkvæmdastjóri KSÍ segir að formlegt samkomulag verði gert við Tólfuna um aðkomu hennar að HM í Rússlandi. 10. janúar 2018 12:59 Klara um stuðninginn við Tólfuna: Vinnuferð ekki skemmtiferð Stjórn KSÍ ákvað í gær að veita Tólfunni fjárstuðning til þess að halda stemningunni uppi í stúkunni í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður meðal liða á HM í fyrsta sinn. 10. janúar 2018 19:45 KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
„Það er eflaust einhver svekktur en hann segir ekkert. Þetta sýnir hvernig Tólfan er. Þetta er samstaða og fallegt apparat,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, Benni bongó, um viðbrögð þeirra Tólfuliða sem ekki fengu boðsmiða frá KSÍ til Rússlands til að styðja við bakið á strákunum okkar ytra. Eins og fram hefur komið ákvað stjórn KSÍ að greiða fyrir tíu stuðningsmenn úr Tólfunni til að fara fyrir stuðningsmönnum Íslands á leikjunum ytra. Stuðningsmenn Íslands undir leiðsögn Tólfunnar vöktu athygli um allan heim í Frakklandi fyrir tveimur árum. Tólfuliðar fengu sjálfir það verkefni að finna út úr því hverjir fengu að fara. Úr varð að 29 Tólfur skipta miðunum 30 á milli sín.Tólfan á EM í Frakklandi.vísir/vilhelmVandað valið „Við erum með kjarnahóp og sögðum liðinu að senda okkur umsókn,“ segir Benni. Valið hafi verið útfrá reynslu, hverjir geti unnið saman, pössuðu saman í herbergi og gætu leyst verkefnin sem eru á dagskrá segir Benni í samtali við Vísi. Sveinn Ásgeirsson, annar forkálfur í teymi Tólfunnar, segir að í hverjum hópi þurfi að vera einn trommari. Sömuleiðis einn úr stjórninni til að sinna skipulagningu. Þá séu konur í hverjum hópi og þeir sem geta öskrað hátt.Og þeir sem eiga þetta skilið, hafa verið að aðstoða okkur við þetta í tíu eða ellefu ár. Benni og Svenni eru sammála um að valið hafi verið þrautinni þyngri.Ofurtrommarinn Joey Drummer, til vinstri, á góðri stund hjá Tólfunni.Þrír epískir hópar „Það er ógeðslega erfitt að segja nei. Við fengum um sextíu umsóknir frá okkar kjarnafólki en því miður komast aðeins 30 manns,“ segja þeir félagar. Joey drummer, ofurtrommari með meiru, verður sendur á tvo leiki en aðrir á einn leik. „Þetta voru erfiðir dagar að fara í gegnum þetta, og setja upp. En við trúum því að við séum að fara með þrjá epíska hópa sem munu skila sínu og gott betur,“ segir Benni. Með því að skipta miðunum svona á milli sín verða kjarnahópur á Íslandi á öðrum leikjum. „Þá verður einhver til staðar í Hljómsklálagarðinum,“ segir Benni en þar verða leikirnir sýndir á stórum skjá. „Það verður stuð fyrir alla.“Tólfuliðar voru í spjalli á X-inu í síðustu viku og fóru um víðan völl eins og heyra má hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólfan fær tíu miða frá KSÍ á hvern leik Íslands Framkvæmdastjóri KSÍ segir að formlegt samkomulag verði gert við Tólfuna um aðkomu hennar að HM í Rússlandi. 10. janúar 2018 12:59 Klara um stuðninginn við Tólfuna: Vinnuferð ekki skemmtiferð Stjórn KSÍ ákvað í gær að veita Tólfunni fjárstuðning til þess að halda stemningunni uppi í stúkunni í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður meðal liða á HM í fyrsta sinn. 10. janúar 2018 19:45 KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Tólfan fær tíu miða frá KSÍ á hvern leik Íslands Framkvæmdastjóri KSÍ segir að formlegt samkomulag verði gert við Tólfuna um aðkomu hennar að HM í Rússlandi. 10. janúar 2018 12:59
Klara um stuðninginn við Tólfuna: Vinnuferð ekki skemmtiferð Stjórn KSÍ ákvað í gær að veita Tólfunni fjárstuðning til þess að halda stemningunni uppi í stúkunni í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður meðal liða á HM í fyrsta sinn. 10. janúar 2018 19:45
KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram. 11. janúar 2018 06:00