Töluverður verðmunur á vinsælum skólatöskum barna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 07:00 Skólatöskur fyrir grunnskólabörn geta verið dýrar og miklu getur munað á verði milli verslana. Fréttablaðið/mikael Ríflega 26 prósenta verðmunur er á vinsælum skólatöskum fyrir grunnskólabörn milli verslana samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Nú styttist í að grunnskólar landsins hefjist á ný eftir sumarfrí en hinar dönsku Jeva-skólatöskur hafa í gegnum tíðina notið mikilla vinsælda hér á landi. Þeirra helsti sölupunktur er hversu vandaðar þær séu og hvernig þær séu sérstaklega hannaðar með velferð barnanna í fyrirrúmi. Töskurnar eru fjarri því þær ódýrustu á markaði og kosta jafnan um og yfir 20 þúsund krónur samkvæmt athugun Fréttablaðsins. En mikill verðmunur getur verið á milli verslana á töskum sem misjafnt er hversu lengi börnin koma til með að nota á skólagöngu sinni og hversu mikið þau þurfa í raun að bera af námsgögnum milli heimilis og skóla. Í verðathugun Fréttablaðsins var verð borið saman á 16 lítra Jevatösku sem ber nafnið Windy og er auðkennd með hvítum hesti framan á. Fréttablaðið athugaði verð á sömu tösku í fjórum verslunum í Reykjavík.Taskan reyndist ódýrust í verslunum A4 þar sem hún er á tilboðsverði til 15. ágúst á 15.992 krónur. Á vefsíðu Heimkaupa er taskan á tilboði til 20. ágúst á 16.122 krónur. Í báðum tilfellum kostaði taskan áður 19.990 krónur. Taskan reyndist umtalsvert dýrari í Hagkaupi þar sem hún er á 20.189 krónur eða tíu krónum ódýrari en í verslun Pennans/Eymundsson þar sem hún kostar 20.199 kr. Munurinn á lægsta verðinu og því hæsta er því rúm 26 prósent. Á heimasíðu framleiðandans, Jeva.dk, kostar sama taska 899 krónur danskar eða 14.932 krónur. Með fyrir vara um að við þá upphæð kunni að bætast sendingarkostnaður og annað þá er munurinn á danska verðinu og hæsta íslenska verðinu ríflega 35 prósent. Athugun Fréttablaðsins er ekki tæmandi og er vakin athygli á því að hægt er að kaupa notaðar Jevatöskur í ágætu ástandi á Bland.is og öðrum sölusíðum á netinu fyrir brot af því sem þær kosta nýjar. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Neytendur Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ríflega 26 prósenta verðmunur er á vinsælum skólatöskum fyrir grunnskólabörn milli verslana samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Nú styttist í að grunnskólar landsins hefjist á ný eftir sumarfrí en hinar dönsku Jeva-skólatöskur hafa í gegnum tíðina notið mikilla vinsælda hér á landi. Þeirra helsti sölupunktur er hversu vandaðar þær séu og hvernig þær séu sérstaklega hannaðar með velferð barnanna í fyrirrúmi. Töskurnar eru fjarri því þær ódýrustu á markaði og kosta jafnan um og yfir 20 þúsund krónur samkvæmt athugun Fréttablaðsins. En mikill verðmunur getur verið á milli verslana á töskum sem misjafnt er hversu lengi börnin koma til með að nota á skólagöngu sinni og hversu mikið þau þurfa í raun að bera af námsgögnum milli heimilis og skóla. Í verðathugun Fréttablaðsins var verð borið saman á 16 lítra Jevatösku sem ber nafnið Windy og er auðkennd með hvítum hesti framan á. Fréttablaðið athugaði verð á sömu tösku í fjórum verslunum í Reykjavík.Taskan reyndist ódýrust í verslunum A4 þar sem hún er á tilboðsverði til 15. ágúst á 15.992 krónur. Á vefsíðu Heimkaupa er taskan á tilboði til 20. ágúst á 16.122 krónur. Í báðum tilfellum kostaði taskan áður 19.990 krónur. Taskan reyndist umtalsvert dýrari í Hagkaupi þar sem hún er á 20.189 krónur eða tíu krónum ódýrari en í verslun Pennans/Eymundsson þar sem hún kostar 20.199 kr. Munurinn á lægsta verðinu og því hæsta er því rúm 26 prósent. Á heimasíðu framleiðandans, Jeva.dk, kostar sama taska 899 krónur danskar eða 14.932 krónur. Með fyrir vara um að við þá upphæð kunni að bætast sendingarkostnaður og annað þá er munurinn á danska verðinu og hæsta íslenska verðinu ríflega 35 prósent. Athugun Fréttablaðsins er ekki tæmandi og er vakin athygli á því að hægt er að kaupa notaðar Jevatöskur í ágætu ástandi á Bland.is og öðrum sölusíðum á netinu fyrir brot af því sem þær kosta nýjar.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Neytendur Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira