Íbúi á Neskaupstað sagði lögreglu frá því að grunsamlegur aðili hefði bankað á dyr og hefði atferli mannsins verið mjög í samræmi við lýsingar af mönnum sem hafa farið inn í hús víðs vegar um landið og stolið þaðan verðmætum.
Lögreglan vill biðla til íbúa að vera vakandi fyrir þessu og láta lögreglu strax vita ef vart verður við grunsamlegar mannaferðir.