Alþingi hinkrar með fiskeldisumræðu meðan atvinnuveganefnd er í Noregi að kynna sér fiskeldi Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2019 20:30 Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. Þá verður atvinnuveganefnd komin til landsins frá Noregi þar sem hún er einmitt að kynna sér fiskeldi. Stangaveiðifélög leggjast alfarið gegn frumvarpinu. Nokkur umræða varð um frumvarpið á Alþingi í dag en það er umfangsmikið og tekur meðal annars á rannsóknum og leyfisveitingum fyrir fiskeldi í sjó. Sjávarútvegsráðherra sagði umræðuna hér á landi um þessi mál oft snúast um hvort menn vildu byggja upp fiskeldi eða vernda náttúruna. Þetta væri röng nálgun því bæði þessi grundvallaratriði ættu að geta farið saman. „Með það að markmiði er í frumvarpinu sett á fót samráðsnefnd sem er stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. markmið þessa er að styrkja vísindalegan grundvöll áhættumats erfðablöndunar og stuðla að nauðsynlegu samráði við uppbyggingu fiskeldis hér á landi,” sagði Kristján Þór meðal annars þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við þessa samráðsnefnd, sem fjalli eigi um áhættumat um erfðablöndun með fulltrúum ráðherra og hagsmunaaðila fiskeldis í meirihluta. Með þessu grafi ráðherra undan áhættumati. Þá sé ákvæði um að ráðherra eigi að staðfesta matið af sama toga. Veiðifélögin leggjast einnig gegn því að Hafrannsóknarstofnun fái víðtækar heimildir til að stunda eldistilraunir í sjó þegar fyrir liggi að stjórnvöld hyggjast nýta þá heimild til að setja niður 3000 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúp þvert á niðurstöðu áhættumats og fram hjá öllum reglum í umhverfisrétti. Fjölmargir þingmenn lýstu ýmist efasemdum um frumvarpið eða stuðningi við það á Alþingi í dag. En þannig vill til að atvinnuveganefnd sem á að fjalla um málið er öll stödd í Noregi þessa dagana til að kynna sér fiskeldi Norðmanna. Því var ákveðið að fresta fyrstu umræðu þar til á mánudag þegar nefndarfólk er komið heim. Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Hlé var gert á fyrstu umræðu um umdeilt fiskeldisfrumvarp sjávarútvegsráðherra á Alþingi í dag og verður ekki lokið fyrr en á mánudag. Þá verður atvinnuveganefnd komin til landsins frá Noregi þar sem hún er einmitt að kynna sér fiskeldi. Stangaveiðifélög leggjast alfarið gegn frumvarpinu. Nokkur umræða varð um frumvarpið á Alþingi í dag en það er umfangsmikið og tekur meðal annars á rannsóknum og leyfisveitingum fyrir fiskeldi í sjó. Sjávarútvegsráðherra sagði umræðuna hér á landi um þessi mál oft snúast um hvort menn vildu byggja upp fiskeldi eða vernda náttúruna. Þetta væri röng nálgun því bæði þessi grundvallaratriði ættu að geta farið saman. „Með það að markmiði er í frumvarpinu sett á fót samráðsnefnd sem er stjórnvöldum til ráðgjafar vegna málefna fiskeldis. markmið þessa er að styrkja vísindalegan grundvöll áhættumats erfðablöndunar og stuðla að nauðsynlegu samráði við uppbyggingu fiskeldis hér á landi,” sagði Kristján Þór meðal annars þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Landssamband veiðifélaga gerir alvarlegar athugasemdir við þessa samráðsnefnd, sem fjalli eigi um áhættumat um erfðablöndun með fulltrúum ráðherra og hagsmunaaðila fiskeldis í meirihluta. Með þessu grafi ráðherra undan áhættumati. Þá sé ákvæði um að ráðherra eigi að staðfesta matið af sama toga. Veiðifélögin leggjast einnig gegn því að Hafrannsóknarstofnun fái víðtækar heimildir til að stunda eldistilraunir í sjó þegar fyrir liggi að stjórnvöld hyggjast nýta þá heimild til að setja niður 3000 tonna eldi á frjóum laxi í Ísafjarðardjúp þvert á niðurstöðu áhættumats og fram hjá öllum reglum í umhverfisrétti. Fjölmargir þingmenn lýstu ýmist efasemdum um frumvarpið eða stuðningi við það á Alþingi í dag. En þannig vill til að atvinnuveganefnd sem á að fjalla um málið er öll stödd í Noregi þessa dagana til að kynna sér fiskeldi Norðmanna. Því var ákveðið að fresta fyrstu umræðu þar til á mánudag þegar nefndarfólk er komið heim.
Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira