Miðflokksmenn töluðu um Orkupakkann í 19 tíma samfleytt Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2019 09:17 Þorsteinn Sæmundsson þingflokksformaður Miðflokksins. En, þingmenn hans töluðu samfleytt í 19 tíma, í gærkvöldi og alla nótt, um Orkupakkann. „Ég vil biðja Birgi Þórarinsson afsökunar á því að forseti fer fram á að hann fresti því að hann flytji sína 13. ræðu þar sem við verðum nú að gera hlé á fundi, fresta og slíta svo ekki skarist nefndarfundir og þingfundir,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis úr sínum stóli á þinginu nú skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Hann notaði tækifærið og þakkaði starfsfólki Alþingis að hafa þurft að vaka yfir ræðuhöldum þingmannanna. „Sérstaklega fáliðaðari þingskrifstofu sem hefur þurft að leggja mikið á sig til að þetta fundahald mætti fara hér fram. En hér hefur nú staðið fundur í rúmar 19 klukkustundir.“ Umræða hefur þannig staðið í alla nótt. Þar hafa Miðflokksmenn staðið í pontu mörgum til mikillar mæðu. Einn þeirra er Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingar sem skrifaði í morgun á Facebooksíðu sína að málþóf sé fjandsamleg yfirtaka á Alþingi, framkvæmd með því að toga og teygja venjur og reglur. Leið til að láta þingræðið ekki hafa sinn gang. „Menn koma upp í ræðustól og tala en ofmælt er að kalla það ræður sem þar er flutt - miklu frekar nokkurs konar óræður. Óræða eftir óræða dynur á okkur og andsvörum er breytt í meðsvör blygðunarlaust. Þetta sýnir mikið virðingarleysi fyrir ræðustólnum og stofnuninni. Málþóf getur verið neyðarréttur minnihluta þegar meirihluti keyrir í gegn ólög en Miðflokkurinn lítur á það sem íþróttakeppni, leið til að sýna styrk og getu til að beita ofríki,“ segir Guðmundur Andri. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Orkupakkinn til umræðu í dag Síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann verður fram haldið á Alþingi í dag. 20. maí 2019 06:00 Borgarfulltrúar og sjónvarpsstjörnur á meðal þeirra sem styðja EES Ungt fólk lýsir yfir stuðningi við áframhaldandi aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, meðal annars í ljósi umræðunnar um þriðja orkupakkann. 20. maí 2019 10:30 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Ég vil biðja Birgi Þórarinsson afsökunar á því að forseti fer fram á að hann fresti því að hann flytji sína 13. ræðu þar sem við verðum nú að gera hlé á fundi, fresta og slíta svo ekki skarist nefndarfundir og þingfundir,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis úr sínum stóli á þinginu nú skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Hann notaði tækifærið og þakkaði starfsfólki Alþingis að hafa þurft að vaka yfir ræðuhöldum þingmannanna. „Sérstaklega fáliðaðari þingskrifstofu sem hefur þurft að leggja mikið á sig til að þetta fundahald mætti fara hér fram. En hér hefur nú staðið fundur í rúmar 19 klukkustundir.“ Umræða hefur þannig staðið í alla nótt. Þar hafa Miðflokksmenn staðið í pontu mörgum til mikillar mæðu. Einn þeirra er Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingar sem skrifaði í morgun á Facebooksíðu sína að málþóf sé fjandsamleg yfirtaka á Alþingi, framkvæmd með því að toga og teygja venjur og reglur. Leið til að láta þingræðið ekki hafa sinn gang. „Menn koma upp í ræðustól og tala en ofmælt er að kalla það ræður sem þar er flutt - miklu frekar nokkurs konar óræður. Óræða eftir óræða dynur á okkur og andsvörum er breytt í meðsvör blygðunarlaust. Þetta sýnir mikið virðingarleysi fyrir ræðustólnum og stofnuninni. Málþóf getur verið neyðarréttur minnihluta þegar meirihluti keyrir í gegn ólög en Miðflokkurinn lítur á það sem íþróttakeppni, leið til að sýna styrk og getu til að beita ofríki,“ segir Guðmundur Andri.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Orkupakkinn til umræðu í dag Síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann verður fram haldið á Alþingi í dag. 20. maí 2019 06:00 Borgarfulltrúar og sjónvarpsstjörnur á meðal þeirra sem styðja EES Ungt fólk lýsir yfir stuðningi við áframhaldandi aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, meðal annars í ljósi umræðunnar um þriðja orkupakkann. 20. maí 2019 10:30 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Orkupakkinn til umræðu í dag Síðari umræða um þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann verður fram haldið á Alþingi í dag. 20. maí 2019 06:00
Borgarfulltrúar og sjónvarpsstjörnur á meðal þeirra sem styðja EES Ungt fólk lýsir yfir stuðningi við áframhaldandi aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, meðal annars í ljósi umræðunnar um þriðja orkupakkann. 20. maí 2019 10:30