Uppsögn Kristins nauðsynleg til að vernda hagsmuni HR Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2019 14:42 Kristinn Sigurjónsson í dómsal í dag. Vísir/Jóik Háskólanum í Reykjavík var frjálst að segja Kristni Sigurjónssyni upp störfum sem lektor vegna ummæla sem hann lét falla um kvenfólk á lokaðri Facebook-grúppu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Kristins gegn HR en Kristinn sakaði HR um ólögmæta uppsögn og vildi fá 56 milljónir króna í bætur frá skólanum.Dóminn í heild má lesa hér. Kristinn vildi meina að hann hefði átt að njóta réttinda opinberra starfsmanna þó svo að Háskólinn í Reykjavík sé einkarekinn. Dómurinn féllst ekki á það en Kristinn vildi meina að hann hefði notið þeirra réttinda eftir að Tækniskólinn, sem hann kenndi hjá, sameinaðist HR. Dómurinn fór yfir bréf sem Kristinn fékk þegar hann tók til starfa og var það mat dómsins að Kristni hefði ekki geta dulist að efni bréfsins hefði verið á þá leið að þar væri verið að bjóða honum nýtt starf hjá fyrirtæki sem væri á einkaréttarlegum grunni. Í málinu vísaði Kristinn til yfirlýsingar um forsendur og frelsi háskóla, sem undirrituð var af öllum rektorum háskóla landsins árið 2005, sem á að vernda tjáningarfrelsi háskólakennara. Dómurinn tók fram að yfirlýsingin fjalli um akademískt frelsi í háskólum og eigi ekki við um þá tjáningu sem um var deilt í máli Kristins og HR. Um greiðslu miskabóta benti dómurinn á að Kristinn hefði notið greiðslu launa á uppsagnarfresti. Hann hefði ekki geta sýnt fram á frekara fjártjón vegna uppsagnarinnar sem Háskólinn hefði valdið.Uppsögnin takmarkaði tjáningarfrelsi Dómurinn var þó sammála því að ákvörðun Háskólans í Reykjavík hefði takmarkað tjáningarfrelsi Kristins samkvæmt stjórnarskrá. Dómurinn benti þó á að tjáningarfrelsið sé ekki algilt og geti sætt takmörkunum. Taldi dómurinn að Kristinn hefði mátt vanda hvernig hann nyti tjáningarfrelsi sitt, hvort heldur sem innan starfs eða utan, og átti að teljast fullljóst að ummælin sem hann lét falla færu gegn þeim gildum jafnréttis sem HR starfaði eftir. Var það álit dómsins að HR hefði sýnt nægjanlega fram á að uppsögn Kristins hafi verið nauðsynleg til að vernda réttindi eða hagsmuni annarra, jafn HR og hluthafa hans sem starfsfólks skólans og nemenda, og að vægari úrræði, svo sem áminning, hafi vart verið tæk, sér í lagi í ljósi viðbragða Kristins við aðfinnslum stjórnenda á fundi í október í fyrra.Að neðan má sjá svipmyndir úr dómsal í dag.Góðlátlegt grín Kristinn benti á að ósamræmi væri fólgið í því að honum væri sagt upp störfum fyrir ummæli sín á sama tíma og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri HR, hefði tekið þátt í neikvæðri umræðu um karlmenn á samfélagsmiðli. Sigríður sagðist fyrir dómi kannast við að hafa tekið þátt í umræðu í hópnum Karlar gera merkilega hluti, sem Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir halda utan um. Lýsti hún þátttöku sinni í hópnum sem góðlátlegu gríni. Engar upplýsingar komu fram í málinu varðandi hvort þátttaka Sigríðar Elínar í umræðu á samfélagsmiðli hefði leitt til viðbragða af hálfu HR, henni hefði í það minnsta ekki verið sagt upp. Þá væri það Kristins að sýna fram á að ummæli hans og þátttaka mannauðsstjórans væru nægjanlega samanburðarhæf og viðbrögð HR við þeim allskostar ólík. Það hefði ekki verði gert. „Hegða sér eins og kerlingar“ Þá taldi dómurinn að uppsögnin teljist Kristni óhóflega þungbær, að því gættu að uppsagnarfrestur hans var virtur til hlítar. Var Háskólinn í Reykjavík sýknaður af öllum kröfum Kristins og féll málskostnaður milli aðila niður. Ummælin voru á þá leið að konur troði sér inn á vinnustaði og eyðileggðu þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði Kristinn að hann teldi vert að skoða möguleika á aðgreindum vinnustöðum kvenna og karla. Vöktu ummælin mikla athygli eftir að DV greindi frá þeim þann 3. október síðastliðinn. Dómsmál Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Háskólanum í Reykjavík var frjálst að segja Kristni Sigurjónssyni upp störfum sem lektor vegna ummæla sem hann lét falla um kvenfólk á lokaðri Facebook-grúppu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Kristins gegn HR en Kristinn sakaði HR um ólögmæta uppsögn og vildi fá 56 milljónir króna í bætur frá skólanum.Dóminn í heild má lesa hér. Kristinn vildi meina að hann hefði átt að njóta réttinda opinberra starfsmanna þó svo að Háskólinn í Reykjavík sé einkarekinn. Dómurinn féllst ekki á það en Kristinn vildi meina að hann hefði notið þeirra réttinda eftir að Tækniskólinn, sem hann kenndi hjá, sameinaðist HR. Dómurinn fór yfir bréf sem Kristinn fékk þegar hann tók til starfa og var það mat dómsins að Kristni hefði ekki geta dulist að efni bréfsins hefði verið á þá leið að þar væri verið að bjóða honum nýtt starf hjá fyrirtæki sem væri á einkaréttarlegum grunni. Í málinu vísaði Kristinn til yfirlýsingar um forsendur og frelsi háskóla, sem undirrituð var af öllum rektorum háskóla landsins árið 2005, sem á að vernda tjáningarfrelsi háskólakennara. Dómurinn tók fram að yfirlýsingin fjalli um akademískt frelsi í háskólum og eigi ekki við um þá tjáningu sem um var deilt í máli Kristins og HR. Um greiðslu miskabóta benti dómurinn á að Kristinn hefði notið greiðslu launa á uppsagnarfresti. Hann hefði ekki geta sýnt fram á frekara fjártjón vegna uppsagnarinnar sem Háskólinn hefði valdið.Uppsögnin takmarkaði tjáningarfrelsi Dómurinn var þó sammála því að ákvörðun Háskólans í Reykjavík hefði takmarkað tjáningarfrelsi Kristins samkvæmt stjórnarskrá. Dómurinn benti þó á að tjáningarfrelsið sé ekki algilt og geti sætt takmörkunum. Taldi dómurinn að Kristinn hefði mátt vanda hvernig hann nyti tjáningarfrelsi sitt, hvort heldur sem innan starfs eða utan, og átti að teljast fullljóst að ummælin sem hann lét falla færu gegn þeim gildum jafnréttis sem HR starfaði eftir. Var það álit dómsins að HR hefði sýnt nægjanlega fram á að uppsögn Kristins hafi verið nauðsynleg til að vernda réttindi eða hagsmuni annarra, jafn HR og hluthafa hans sem starfsfólks skólans og nemenda, og að vægari úrræði, svo sem áminning, hafi vart verið tæk, sér í lagi í ljósi viðbragða Kristins við aðfinnslum stjórnenda á fundi í október í fyrra.Að neðan má sjá svipmyndir úr dómsal í dag.Góðlátlegt grín Kristinn benti á að ósamræmi væri fólgið í því að honum væri sagt upp störfum fyrir ummæli sín á sama tíma og Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri HR, hefði tekið þátt í neikvæðri umræðu um karlmenn á samfélagsmiðli. Sigríður sagðist fyrir dómi kannast við að hafa tekið þátt í umræðu í hópnum Karlar gera merkilega hluti, sem Hildur Lilliendahl og Sóley Tómasdóttir halda utan um. Lýsti hún þátttöku sinni í hópnum sem góðlátlegu gríni. Engar upplýsingar komu fram í málinu varðandi hvort þátttaka Sigríðar Elínar í umræðu á samfélagsmiðli hefði leitt til viðbragða af hálfu HR, henni hefði í það minnsta ekki verið sagt upp. Þá væri það Kristins að sýna fram á að ummæli hans og þátttaka mannauðsstjórans væru nægjanlega samanburðarhæf og viðbrögð HR við þeim allskostar ólík. Það hefði ekki verði gert. „Hegða sér eins og kerlingar“ Þá taldi dómurinn að uppsögnin teljist Kristni óhóflega þungbær, að því gættu að uppsagnarfrestur hans var virtur til hlítar. Var Háskólinn í Reykjavík sýknaður af öllum kröfum Kristins og féll málskostnaður milli aðila niður. Ummælin voru á þá leið að konur troði sér inn á vinnustaði og eyðileggðu þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði Kristinn að hann teldi vert að skoða möguleika á aðgreindum vinnustöðum kvenna og karla. Vöktu ummælin mikla athygli eftir að DV greindi frá þeim þann 3. október síðastliðinn.
Dómsmál Skóla - og menntamál Uppsögn lektors við HR Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira