Minnstu sveitarfélögin gætu fengið milljarð til sameiningar Sveinn Arnarsson skrifar 2. október 2019 07:30 Akureyri er eitt þeirra sveitarfélaga sem myndu fá mikla meðgjöf við að sameinast öðrum sveitarfélögum. Vitað er að sveitarstjórnarfulltrúar á Akureyri eru opnir fyrir þeim möguleika. Fréttablaðið/Vilhelm Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um nýjar reglur um fjárhagslegan stuðning sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningum þeirra, gæti fært tíu minnstu sveitarfélögunum rúman milljarð í meðgjöf. Í þeim búa um 800 manns svo hver íbúi fengi um 1,3 milljóna króna meðgjöf fyrir að sameinast öðru sveitarfélagi. Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga eru nú til umsagnar og rennur umsagnarfresturinn út þann 7. október næstkomandi. Skuldahlutfall sveitarfélaganna skiptir miklu máli hvað varðar það hve mikið þau geta fengið út úr þessum sameiningum og er það haft til hliðsjónar. Einnig er meðal breytinga í tillögum ráðherra bætt við sérstöku byggðaframlagi. Þar er komið til móts við þau sveitarfélög þar sem þróun íbúafjölda hefur verið undir landsmeðaltali. Eftir því sem fækkað hefur í sveitarfélaginu eða íbúum ekki fjölgað í takt við meðaltal fá þau aukið framlag frá jöfnunarsjóðnum. Þar sem íbúaþróunin í Reykjavík hefur síðustu ár verið undir landsmeðaltali myndi borgin því fá 200 milljónir króna í byggðaframlag frá hinu opinbera. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu hefur að langmestu leyti verið í nágrannasveitarfélögum og á Suðurnesjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Í þessum potti öllum eru um 19 milljarðar króna samkvæmt skjali sem fylgir tillögunni í samráðsgátt stjórnvalda. Tíu stærstu sveitarfélög þessa lands, með um 283 þúsund íbúa, geta fengið 5,4 milljarða króna framlag frá hinu opinbera ef þau ákveða með einhverju móti að sameinast. Að sama skapi geta tíu minnstu sveitarfélögin fengið rúman milljarð. Fámennasta sveitarfélag landsins, Árneshreppur á Ströndum, sem hefur aðeins fjörutíu íbúa samkvæmt íbúatölum Hagstofunnar hinn 1. janúar á þessu ári, getur fengið um 109 milljónir króna. Það eru nærri þrjár milljónir á hvern íbúa í meðgjöf. Reykjavíkurborg með sína 128 þúsund íbúa, myndi fá 700 milljónir, eða 5.438 krónur á hvern íbúa. Samkvæmt reglum sjóðsins verður hægt að sækja um stuðning næstu fimmtán árin og allt að fimmtán milljarðar verða til taks. Nú geta hins vegar sveitarfélögin séð nákvæmlega hvar þau standa og hvað fellur þeim í skaut samkvæmt þessum reglum, óháð því hvaða sveitarfélögum þau gætu hugsanlega sameinast í náinni framtíð. Markmið tillagnanna er að fækka sveitarfélögum og sjá til þess að þau geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Hægt er að setja spurningarmerki við það hvort sveitarfélag með aðeins nokkra tugi íbúa geti sinnt skyldum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um nýjar reglur um fjárhagslegan stuðning sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningum þeirra, gæti fært tíu minnstu sveitarfélögunum rúman milljarð í meðgjöf. Í þeim búa um 800 manns svo hver íbúi fengi um 1,3 milljóna króna meðgjöf fyrir að sameinast öðru sveitarfélagi. Reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga eru nú til umsagnar og rennur umsagnarfresturinn út þann 7. október næstkomandi. Skuldahlutfall sveitarfélaganna skiptir miklu máli hvað varðar það hve mikið þau geta fengið út úr þessum sameiningum og er það haft til hliðsjónar. Einnig er meðal breytinga í tillögum ráðherra bætt við sérstöku byggðaframlagi. Þar er komið til móts við þau sveitarfélög þar sem þróun íbúafjölda hefur verið undir landsmeðaltali. Eftir því sem fækkað hefur í sveitarfélaginu eða íbúum ekki fjölgað í takt við meðaltal fá þau aukið framlag frá jöfnunarsjóðnum. Þar sem íbúaþróunin í Reykjavík hefur síðustu ár verið undir landsmeðaltali myndi borgin því fá 200 milljónir króna í byggðaframlag frá hinu opinbera. Fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu hefur að langmestu leyti verið í nágrannasveitarfélögum og á Suðurnesjum.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.Í þessum potti öllum eru um 19 milljarðar króna samkvæmt skjali sem fylgir tillögunni í samráðsgátt stjórnvalda. Tíu stærstu sveitarfélög þessa lands, með um 283 þúsund íbúa, geta fengið 5,4 milljarða króna framlag frá hinu opinbera ef þau ákveða með einhverju móti að sameinast. Að sama skapi geta tíu minnstu sveitarfélögin fengið rúman milljarð. Fámennasta sveitarfélag landsins, Árneshreppur á Ströndum, sem hefur aðeins fjörutíu íbúa samkvæmt íbúatölum Hagstofunnar hinn 1. janúar á þessu ári, getur fengið um 109 milljónir króna. Það eru nærri þrjár milljónir á hvern íbúa í meðgjöf. Reykjavíkurborg með sína 128 þúsund íbúa, myndi fá 700 milljónir, eða 5.438 krónur á hvern íbúa. Samkvæmt reglum sjóðsins verður hægt að sækja um stuðning næstu fimmtán árin og allt að fimmtán milljarðar verða til taks. Nú geta hins vegar sveitarfélögin séð nákvæmlega hvar þau standa og hvað fellur þeim í skaut samkvæmt þessum reglum, óháð því hvaða sveitarfélögum þau gætu hugsanlega sameinast í náinni framtíð. Markmið tillagnanna er að fækka sveitarfélögum og sjá til þess að þau geti sinnt lögbundnum skyldum sínum. Hægt er að setja spurningarmerki við það hvort sveitarfélag með aðeins nokkra tugi íbúa geti sinnt skyldum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira