Lewandowski gerði fjögur mörk í öruggum 0-6 sigri Bayern en fyrsta mark Pólverjans kom úr vítaspyrnu á 53.mínútu og fjórða markið var skorað á 67.mínútu.
Ekki liðu nema 14 og hálf mínúta frá fyrsta markinu og til þess síðasta en aldrei hefur leikmaður skorað fjögur mörk á jafn skömmum tíma í Meistaradeild Evrópu.
Lewandowski hefur skorað 27 mörk í 20 leikjum á yfirstandandi leiktíð en þessi 31 árs gamli sóknarmaður hefur verið hjá þýska stórveldinu síðan 2014 og hefur skorað 218 mörk í 262 leikjum fyrir Bayern Munchen. Alls hefur hann skorað 399 mörk í 518 leikjum á meistaraflokksferli sínum og inn í þeirri tölu eru ekki 61 mark hans í 112 landsleikjum fyrir Pólland.
Robert Lewandowski scored 4 goals in 14 minutes and 31 seconds tonight.
— DW Sports (@dw_sports) November 26, 2019
Fastest Champions League quadruple
10 goals in 5 games in Europe
27 in 20 this season#FKCZFCB pic.twitter.com/WcudjlOtxe