Biðu í sex mikilvæga daga Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2020 07:35 Xi Jinping, forseti Kína. AP/Xie Huanchi Kínverskir embættismenn þögðu í sex daga eftir að þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru líklega með faraldur á höndunum vegna nýju kórónuveirunnar. Á sjöunda degi eða þann 20. janúar, gaf Xi Jinping, forseti Kína, út viðvörun. Í millitíðinni hafði þó stærðarinnar veisla verið haldin í Wuhan, borginni þar sem faraldurinn hófst, sem tugir þúsunda sóttu og milljónir lögðu land undir fót vegna nýársfögnuðar. Rúmlega þrjú þúsund manns höfðu smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, á þessum dögum. Það sem meira er. Í tvær vikur í aðdraganda 14. janúar, skráðu yfirvöld ekki eitt tilfelli Covid-19, þó vitað sé að hundruð manna smituðust. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir og viðtölum við sérfræðinga. Áður höfðu Kínverjar reynt að kveða niður umræðu um veiruna og jafnvel viðvaranir. Læknir sem hafði varað aðra lækna við útbreiðslu veirunnar þann 30. desember, var handtekinn og þvingaður til að játa að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Hann dó svo vegna veirunnar. Alls voru átta læknar ávíttir og var sagt frá því í sjónvarpsfréttum um landið allt. Sérfræðingar segja að grip yfirvalda Kína á flæði upplýsinga, skriffinnska og það að embættismenn vilji ekki færa yfirmönnum sínum slæmar fréttir, hafi komið í veg fyrir fljót viðbrögð við útbreiðslu veirunnar. Þar að auki hafi verið búið að hræða lækna svo að þeir þorðu ekki að vekja athygli á faraldrinum. Það var ekki fyrr en þann 13. janúar, þegar fyrsta tilfellið var staðfest utan landamæra Kína, eða í Taílandi, að leiðtogar landsins áttuðu sig á stöðu mála og gripu til aðgerða. Þann 14. janúar var haldinn fundur háttsettra embættismanna og Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína, sagði að um faraldur væri að ræða. Kína stafaði ógn af honum og útlit væri fyrir að veiran smitaðist manna á milli. Eins og áður segir, var það svo þann 20. janúar sem íbúar voru varaðir við faraldrinum og í millitíðinni reyndu embættismenn að gera lítið úr ástandinu. Sérfræðingar segja að þessir sex dagar hafi verið mjög mikilvægir og hægt hefði verið að sporna verulega gegn útbreiðslu veirunnar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Kínverskir embættismenn þögðu í sex daga eftir að þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir væru líklega með faraldur á höndunum vegna nýju kórónuveirunnar. Á sjöunda degi eða þann 20. janúar, gaf Xi Jinping, forseti Kína, út viðvörun. Í millitíðinni hafði þó stærðarinnar veisla verið haldin í Wuhan, borginni þar sem faraldurinn hófst, sem tugir þúsunda sóttu og milljónir lögðu land undir fót vegna nýársfögnuðar. Rúmlega þrjú þúsund manns höfðu smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, á þessum dögum. Það sem meira er. Í tvær vikur í aðdraganda 14. janúar, skráðu yfirvöld ekki eitt tilfelli Covid-19, þó vitað sé að hundruð manna smituðust. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem AP fréttaveitan hefur komið höndum yfir og viðtölum við sérfræðinga. Áður höfðu Kínverjar reynt að kveða niður umræðu um veiruna og jafnvel viðvaranir. Læknir sem hafði varað aðra lækna við útbreiðslu veirunnar þann 30. desember, var handtekinn og þvingaður til að játa að setja fram „falskar fullyrðingar“ sem höfðu „raskað verulega allsherjarreglu“. Hann dó svo vegna veirunnar. Alls voru átta læknar ávíttir og var sagt frá því í sjónvarpsfréttum um landið allt. Sérfræðingar segja að grip yfirvalda Kína á flæði upplýsinga, skriffinnska og það að embættismenn vilji ekki færa yfirmönnum sínum slæmar fréttir, hafi komið í veg fyrir fljót viðbrögð við útbreiðslu veirunnar. Þar að auki hafi verið búið að hræða lækna svo að þeir þorðu ekki að vekja athygli á faraldrinum. Það var ekki fyrr en þann 13. janúar, þegar fyrsta tilfellið var staðfest utan landamæra Kína, eða í Taílandi, að leiðtogar landsins áttuðu sig á stöðu mála og gripu til aðgerða. Þann 14. janúar var haldinn fundur háttsettra embættismanna og Ma Xiaowei, heilbrigðisráðherra Kína, sagði að um faraldur væri að ræða. Kína stafaði ógn af honum og útlit væri fyrir að veiran smitaðist manna á milli. Eins og áður segir, var það svo þann 20. janúar sem íbúar voru varaðir við faraldrinum og í millitíðinni reyndu embættismenn að gera lítið úr ástandinu. Sérfræðingar segja að þessir sex dagar hafi verið mjög mikilvægir og hægt hefði verið að sporna verulega gegn útbreiðslu veirunnar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira