Keppni í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið frestað til 2. apríl vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Breaking: The DFL have announced they will suspend all Bundesliga games until April 2. pic.twitter.com/67cMIFrYMq
— ESPN FC (@ESPNFC) March 13, 2020
Þá hefur keppni í fimm sterkustu deildum Evrópu verið frestað; á Englandi, Ítalíu, Frakklandi, Spáni og Þýskalandi.
Leikjunum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar sem áttu að fara fram í næstu viku hefur einnig verið frestað.
Þar á meðal er leikur Bayern München og Chelsea sem átti að fara fram á þriðjudaginn. Bayern vann fyrri leikinn á Stamford Bridge, 0-3. Bayern átti að mæta Union Berlin í þýsku úrvalsdeildinni á morgun.
Tveir Íslendingar leika í þýsku úrvalsdeildinni; Alfreð Finnbogason með Augsburg og Samúel Kári Friðjónsson með Paderborn sem átti að sækja Düsseldorf heim í fyrsta leik 26. umferðar í kvöld. Augsburg átti að taka á móti Wolfsburg á morgun
Bayern er með fjögurra stiga forskot á Borussia Dortmund á toppi þýsku deildarinnar.
Keppni í þýsku B-deildinni hefur einnig verið frestað. Þar leika tveir Íslendingar; Guðlaugur Victor Pálsson með Darmstadt 98 og Rúrik Gíslason með Sandhausen.