Fá 163 milljónir í bætur verði ráðist í endurbyggingu eftir stórbruna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 18:53 Um stórbruna var að ræða, líkt og sjá má. Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra Tryggingarfélagið Sjóvá þarf að greiða eigenda atvinnuhúsnæðis sem brann til grunna í miklum eldsvoða á Akureyri í maí árið 2017 alls 163,6 milljónur í vátryggingabætur vegna brunans, svo framarlega sem húsnæðið verði endurbyggt. Eigendurnir höfðu krafist þess að fá 295 milljónir frá tryggingafélaginu til þess að endurbyggja húsið. Á árinu 2017 kom tvívegis upp eldur í húsinu. Fyrri bruninn varð 27. janúar og hlutust af honum verulegar skemmdir á fasteigninni. Fasteignin var tryggð lögboðinni brunatryggingu hjá stefnda sem viðurkenndi fulla greiðsluskyldu vegna afleiðinga þess bruna. Þann 31. maí sama ár kviknaði svo aftur í húsinu þegar enn stóðu yfir endurbætur vegna fyrri brunans. Í þessum síðari bruna varð húsið fyrir svo miklum skemmdum að allt burðarvirki þess, klæðningar og innréttingar urðu ónýtar. Eldsupptök eru ókunn. Sjóvá mat tjónið við seinni brunann á 183,8 milljónir en tryggingarfélagið ákvað að bæturnar skyldu skertar um 50 prósent þar sem umbúnaður fasteignarinnar hafi ekki verið í samræmi við gildandi brunavarnarreglur, því myndi Sjóvá greiða alls 91,9 milljónir í bætur til eiganda hússins. Þetta gat eigandi hússins ekki sætt sig við og stefndi hann Sjóvá til greiðslu 295 milljóna króna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er tekið undir með tryggingarfélaginu að eigandi hússins hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að tryggja ekki fullnægjandi brunavarnir í húsinu, en þó tekið fram að 50 prósent bótaskerðing teljist óhæfilega mikil, enda hafi tryggingafélagið ekki lagt fram nein gögn sem styðji svo mikla skerðingu. Eigandinn verði þó að bera ábyrgð á því að hafa ekki tryggt að brunavarnir húsnæðisins hafi verið komið fyrir með skikkanlegum hætti, því taldi héraðsdómur rétt að skerða bæturnar um 25 prósent. Í dómi Héraðsdóms segir að Sjóvá þurfi að greiða eigandanum vátryggingabætur upp á 163,6 milljónir en þó hlutfallslega samræmi við framvindu endurbyggingar fasteignarinnar. Þannig er tekið fram að þrátt fyrir að eigandinn hafi lýst því yfir að hann hafi ákveðið að endurbyggja fasteignina, hafi hann ekki sýnt fram á að hann hafi gert þær ráðstafanir til að framkvæma endurbyggingina, sem sé skilyrði fyrir því að réttur til greiðslu bótanna stofnist honum til handa. Þá þarf Sjóvá að greiða fimm milljónir í málskostnað vegna málsins. Akureyri Dómsmál Slökkvilið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Tryggingarfélagið Sjóvá þarf að greiða eigenda atvinnuhúsnæðis sem brann til grunna í miklum eldsvoða á Akureyri í maí árið 2017 alls 163,6 milljónur í vátryggingabætur vegna brunans, svo framarlega sem húsnæðið verði endurbyggt. Eigendurnir höfðu krafist þess að fá 295 milljónir frá tryggingafélaginu til þess að endurbyggja húsið. Á árinu 2017 kom tvívegis upp eldur í húsinu. Fyrri bruninn varð 27. janúar og hlutust af honum verulegar skemmdir á fasteigninni. Fasteignin var tryggð lögboðinni brunatryggingu hjá stefnda sem viðurkenndi fulla greiðsluskyldu vegna afleiðinga þess bruna. Þann 31. maí sama ár kviknaði svo aftur í húsinu þegar enn stóðu yfir endurbætur vegna fyrri brunans. Í þessum síðari bruna varð húsið fyrir svo miklum skemmdum að allt burðarvirki þess, klæðningar og innréttingar urðu ónýtar. Eldsupptök eru ókunn. Sjóvá mat tjónið við seinni brunann á 183,8 milljónir en tryggingarfélagið ákvað að bæturnar skyldu skertar um 50 prósent þar sem umbúnaður fasteignarinnar hafi ekki verið í samræmi við gildandi brunavarnarreglur, því myndi Sjóvá greiða alls 91,9 milljónir í bætur til eiganda hússins. Þetta gat eigandi hússins ekki sætt sig við og stefndi hann Sjóvá til greiðslu 295 milljóna króna. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er tekið undir með tryggingarfélaginu að eigandi hússins hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að tryggja ekki fullnægjandi brunavarnir í húsinu, en þó tekið fram að 50 prósent bótaskerðing teljist óhæfilega mikil, enda hafi tryggingafélagið ekki lagt fram nein gögn sem styðji svo mikla skerðingu. Eigandinn verði þó að bera ábyrgð á því að hafa ekki tryggt að brunavarnir húsnæðisins hafi verið komið fyrir með skikkanlegum hætti, því taldi héraðsdómur rétt að skerða bæturnar um 25 prósent. Í dómi Héraðsdóms segir að Sjóvá þurfi að greiða eigandanum vátryggingabætur upp á 163,6 milljónir en þó hlutfallslega samræmi við framvindu endurbyggingar fasteignarinnar. Þannig er tekið fram að þrátt fyrir að eigandinn hafi lýst því yfir að hann hafi ákveðið að endurbyggja fasteignina, hafi hann ekki sýnt fram á að hann hafi gert þær ráðstafanir til að framkvæma endurbyggingina, sem sé skilyrði fyrir því að réttur til greiðslu bótanna stofnist honum til handa. Þá þarf Sjóvá að greiða fimm milljónir í málskostnað vegna málsins.
Akureyri Dómsmál Slökkvilið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira