Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson urðu í gær danskir bikarmeistarar með SønderjyskE eftir að liðið vann 2-0 sigur á AaB í úrslitaleiknum sem fór fram í Esbjerg.
Anders K. Jacobsen skoraði bæði mörk leiksins. Það fyrra kom á 38. mínútu og það síðara á 56. mínútu. SønderjyskE missti mann af velli á 65. mínútu en það kom ekki að sök.
JAAAAAA, VI ER POKALMESTRE . Vi tager vores første trofæ, og hold nu op, hvor det klæder os . Anders K. Jacobsen med begge pokalbasser . God fest, Sønderjylland . JAAAAAAA . #sydbankpokalen pic.twitter.com/LmgEWmX8da
— SønderjyskE Fodbold (@SEfodbold) July 1, 2020
Ísak Óli var ekki í leikmannahópi liðsins en Eggert Gunnþór lék fyrsta klukkutímann í vörn liðsins og gerði vel ef marka má umfjöllun BT um leikinn þar sem Eggert er þó kallaður Færeyingur en hann hafði góðar gætur á Lucas Andersen, besta leikmanni Álaborgar-liðsins.
„Til að byrja með leit þetta vel út, Eggert. Var strax mættur í kringum Lucas Andersen, sem var svo oft sparkaður niður af Sönderjyske, að það þurfti að styðja hann af velli undir lok fyrri hálfleiks. Það var ekki minnst Færeyingnum að þakka,“ sagði í umfjöllun BT.
Þetta er fyrsti titill Eggerts á ferlinum en hann kom til SønderjyskE í upphafi árs 2017. Samningur hans við félagið rennur út í lok júlí og óvíst er hvort að hann verði áfram hjá félaginu.
Eggert Jónsson & SønderjyskE are Cup Champions 2020 in Denmark. Congrats pic.twitter.com/xzujAKCAbV
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) July 1, 2020