Gerðu húsleit á heimili hjóna sem miðuðu byssum á mótmælendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2020 23:15 Mark og Patricia McCloskey taka á móti mótmælendum fyrir utan heimili þeirra í St. Louis þann 28. júní síðastliðinn. Vísir/AP Lögregla í borginni St. Louis í Missouri gerði í gærkvöldi húsleit á heimili hjóna sem brugðu byssum á mótmælendur í júní. Myndbönd af atvikinu vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum. Lögreglumenn fóru inn á heimili hjónanna á föstudagskvöld og gerðu þar upptækan hálfsjálfvirkan riffil. Svo virðist sem þar sé um að ræða riffilinn sem lögfræðingurinn Mark McCloskey hélt á er hann tók á móti mótmælendum í St. Louis þann 28. júní. Hópurinn var þá á leið að nærliggjandi heimili borgarstjóra St. Louis til að mótmæla ofbeldi lögreglu í garð svartra Bandaríkjamanna. Patricia McCloskey, eiginkona Marks og einnig lögfræðingur, miðaði skammbyssu sinni á mótmælendur. McCloskey-hjónin, sem bæði eru hvít, segjast hafa óttast um líf sitt umræddan dag og þess vegna hafi þau gripið til vopna. Í myndböndum sem birst hafa á samfélagsmiðlum sjást þau hrópa á mótmælendurna og segja þeim að yfirgefa svæðið. Nokkrir úr hópnum heyrast hrópa á móti að enginn ætli sér að gera þeim hjónum nokkurt mein. Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá samskipti hjónanna við mótmælendur. Þar má einnig sjá Mark McCloskey lýsa því í viðtali að hann hafi óttast að mótmælendurnir myrtu þau hjónin „á örskotsstundu“. Þegar myndbönd af atvikinu hófu að vekja athygli á samfélagsmiðlum sagði Kimberly Gardner, aðalsaksóknari St. Louis-borgar, að málið yrði rannsakað. Hún kvaðst jafnframt uggandi yfir myndböndunum og sagði að kannað yrði hvort hjónin hefðu brotið á rétti borgara til friðsamlegra mótmæla. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Steyttu hnefa og krupu jafn lengi og lögreglumaðurinn kraup á hálsi Floyd MLS-deildin í fótbolta fór aftur af stað í gær. Alls tóku 200 leikmenn deildarinnar þátt í mótmælum fyrir leik Orlando City og Inter Miami. 9. júlí 2020 11:30 „Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Lögregla í borginni St. Louis í Missouri gerði í gærkvöldi húsleit á heimili hjóna sem brugðu byssum á mótmælendur í júní. Myndbönd af atvikinu vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum. Lögreglumenn fóru inn á heimili hjónanna á föstudagskvöld og gerðu þar upptækan hálfsjálfvirkan riffil. Svo virðist sem þar sé um að ræða riffilinn sem lögfræðingurinn Mark McCloskey hélt á er hann tók á móti mótmælendum í St. Louis þann 28. júní. Hópurinn var þá á leið að nærliggjandi heimili borgarstjóra St. Louis til að mótmæla ofbeldi lögreglu í garð svartra Bandaríkjamanna. Patricia McCloskey, eiginkona Marks og einnig lögfræðingur, miðaði skammbyssu sinni á mótmælendur. McCloskey-hjónin, sem bæði eru hvít, segjast hafa óttast um líf sitt umræddan dag og þess vegna hafi þau gripið til vopna. Í myndböndum sem birst hafa á samfélagsmiðlum sjást þau hrópa á mótmælendurna og segja þeim að yfirgefa svæðið. Nokkrir úr hópnum heyrast hrópa á móti að enginn ætli sér að gera þeim hjónum nokkurt mein. Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá samskipti hjónanna við mótmælendur. Þar má einnig sjá Mark McCloskey lýsa því í viðtali að hann hafi óttast að mótmælendurnir myrtu þau hjónin „á örskotsstundu“. Þegar myndbönd af atvikinu hófu að vekja athygli á samfélagsmiðlum sagði Kimberly Gardner, aðalsaksóknari St. Louis-borgar, að málið yrði rannsakað. Hún kvaðst jafnframt uggandi yfir myndböndunum og sagði að kannað yrði hvort hjónin hefðu brotið á rétti borgara til friðsamlegra mótmæla.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Steyttu hnefa og krupu jafn lengi og lögreglumaðurinn kraup á hálsi Floyd MLS-deildin í fótbolta fór aftur af stað í gær. Alls tóku 200 leikmenn deildarinnar þátt í mótmælum fyrir leik Orlando City og Inter Miami. 9. júlí 2020 11:30 „Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Steyttu hnefa og krupu jafn lengi og lögreglumaðurinn kraup á hálsi Floyd MLS-deildin í fótbolta fór aftur af stað í gær. Alls tóku 200 leikmenn deildarinnar þátt í mótmælum fyrir leik Orlando City og Inter Miami. 9. júlí 2020 11:30
„Þú munt drepa mig, maður“ Bandaríski fyrrverandi lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum í lok maí á þessu ári, sagði Floyd ítrekað að hætta að tala á meðan hann hélt hné sínu að hálsi hans í nærri átta mínútur. 9. júlí 2020 06:52
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27