Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands stendur fyrir opnum fundi í Hátíðasal HÍ um stöðu kynjanna í stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi. Horfa má á beina útsendingu frá fundinum hér að neðan.
Á meðal þess sem velt verður upp er hvað þurfi til að jafna stöðuna, hvort engin smitáhrif sé af lögum sem sett voru á stjórnir fyrirtækja sem eiga að tryggja jafnan hlut karla og kvenna og hvort raunhæft sé að setja kynjakvóta á framkvæmdastjórnir?
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands setur fundinn.
Ásta Dís Óladóttir, lektor við Viðskiptafræðideild kynnir niðurstöður rannsóknar sem ber heitið: Er skortur á framboði eða er engin eftirspurn eftir konum í æðstu stjórnunarstöður?
Panelumræða:
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands.
Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA stýrir fundi.
Bein útsending: Misvægi kynja í stjórnunarstöðum á Íslandi
