Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. Frá þessu er greint á vef Borgarbyggðar.
Þórdís er með B.S. gráðu í viðskiptalögfræði og ML gráðu í lögfræði. Undanfarin ár hefur Þórdís starfað sem sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar, auk þess sem hún hefur verið staðgengill bæjarstjóra. Í dag er hún starfandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar eftir að Guðmundur Gunnarsson hætti óvænt störfum á dögunum.
Gunnlaugi A. Júlíussyni var sagt upp störfum sem sveitarstjóri í nóvember eftir að hafa verið endurráðinn sveitarstjóri á vordögum 2018. Kom fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins að ástæðan hefði verið ólík sýn á stjórnun sveitarfélagsins.
Gunnlaugur íhugar að höfða mál á hendur sveitarfélaginu. Er það vegna uppgjörs á óteknu orlofi og launum samkvæmt ráðningarsamningi. Þar að auki verður krafist bóta vegna uppsagnar sem Gunnlaugur vill meina að hafi verið ólögleg.
Fimmtán sóttu um starfið og má sjá nöfn þeirra hér að neðan:
Aðalsteinn Júlíus Magnússon, Framkvæmdastjóri
Árni Hjörleifsson, Oddviti
Ásgeir Sæmundsson, Rafvirki
Bjarni Ó Halldórsson, Rekstrarhagfræðingur
Einar Örn Thorlacius, Lögfræðingur
Eva Hlín Alfreðsdóttir, Verkefnastjóri
Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, Forstöðumaður
Guðni Halldórsson, Framkvæmdastjóri
Hafdís Vala Freysdóttir, Forstöðumaður
Jón Fannar Guðmundsson, Sérfræðingur
Ólafur Kjartansson, Viðskiptastjóri
Sæmundur Ásgeirsson, Verkstjóri
Þorsteinn Valur Baldvinsson, Jarðvinnuverkstjóri
Þórdís Sif Sigurðardóttir, Sviðsstjóri
Þórólfur Árnason, Verkfræðingur