Klukkustunda langur fundur Biden og Pútín í Genf hafinn Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2021 13:28 Russian President Vladimir Putin, left, and U.S President Joe Biden shake hands during their meeting at the 'Villa la Grange' in Geneva, Switzerland in Geneva, Switzerland, Wednesday, June 16, 2021. (AP Photo/Alexander Zemlianichenko, Pool) AP/Alexander Zemlianitsjenkó Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti skiptust á kurteisisheitum þegar þeir hittust til fundar á sveitasetri við Genf í Sviss í dag. Búist er við því að fundur þeirra standi yfir í allt að fimm klukkustundir og þeir fari yfir breitt svið umræðuefna. Báðir leiðtogar viðurkenna að samskipti ríkjanna tveggja séu í sögulegri lægð. Biden sagði fundinn á milli „tveggja mikilla velda“ og að alltaf væri betra að hittast auglitis til auglitis. Pútín sagðist vonast eftir árangursríkum viðræðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar forsetarnir tveir sátu fyrir á myndum og blaðamenn hrópuðu spurningar að þeim kinkaði Biden kolli þegar einn þeirra spurði hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar í tísti að Biden hefði klárlega ekki svarað neinni ákveðinni spurningu heldur aðeins kinkað kolli til fjölmiðlamannanna almennt. Á meðal umræðaefna fundarins eru tölvuárásir sem Bandaríkjamenn saka Rússa um að bera ábyrgð á, afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og spenna á landamærum Úkraínu. Auk forsetanna tveggja sitja þeir Antony Blinken og Sergei Lavrov, utanríkisráðherrar ríkjanna, fundinn. Ekki er búist við ríkulegri uppskeru af fundi leiðtoganna tveggja. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði að til þess væru samskipti ríkjanna of stirð um þessar mundir. Það væri þá þegar áfangasigur að leiðtogarnir hefðu ákveðið að setjast niður og ræða ágreiningsmál sín. Biden virtist kinka kolli þegar blaðamaður hrópaði spurningu um hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar að Biden hefði ekki verið að svara spurningunni með látbragði sínu.AP/Patrick Semansky Rússland Bandaríkin Sviss Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Báðir leiðtogar viðurkenna að samskipti ríkjanna tveggja séu í sögulegri lægð. Biden sagði fundinn á milli „tveggja mikilla velda“ og að alltaf væri betra að hittast auglitis til auglitis. Pútín sagðist vonast eftir árangursríkum viðræðum, að sögn AP-fréttastofunnar. Þegar forsetarnir tveir sátu fyrir á myndum og blaðamenn hrópuðu spurningar að þeim kinkaði Biden kolli þegar einn þeirra spurði hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar í tísti að Biden hefði klárlega ekki svarað neinni ákveðinni spurningu heldur aðeins kinkað kolli til fjölmiðlamannanna almennt. Á meðal umræðaefna fundarins eru tölvuárásir sem Bandaríkjamenn saka Rússa um að bera ábyrgð á, afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og spenna á landamærum Úkraínu. Auk forsetanna tveggja sitja þeir Antony Blinken og Sergei Lavrov, utanríkisráðherrar ríkjanna, fundinn. Ekki er búist við ríkulegri uppskeru af fundi leiðtoganna tveggja. Dmitrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði að til þess væru samskipti ríkjanna of stirð um þessar mundir. Það væri þá þegar áfangasigur að leiðtogarnir hefðu ákveðið að setjast niður og ræða ágreiningsmál sín. Biden virtist kinka kolli þegar blaðamaður hrópaði spurningu um hvort að Pútín væri treystandi. Hvíta húsið áréttaði síðar að Biden hefði ekki verið að svara spurningunni með látbragði sínu.AP/Patrick Semansky
Rússland Bandaríkin Sviss Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira