Ekki kemur þó fram hvaða lið er um að ræða en aðeins örfá hafa efni á leikmanninum.
Mbappé hefur verið orðaður frá félagi sínu París-Saint Germain undanfarið. Hann hefur ekki skrifað undir nýjan samning við félagið og hefur lýst yfir áhuga sínum að spila með spænska stórveldinu Real Madríd.
A big offer from a Premier League club has come in for Kylian Mbappe and PSG may be open to selling him. pic.twitter.com/4qUuyn9pwF
— Football Daily (@footballdaily) August 24, 2021
Bág fjárhagsstaða spænska félagsins gerir það hins vegar að verkum að það getur ekki keypt franska landsliðsmanninn fyrr en í fyrsta lagi næsta sumar.
Samningur hins 22 ára gamla Mbappé rennur út næsta sumar. Því virðist sem forráðamenn PSG séu tilbúnir að hlusta á tilboð í þennan magnaða leikmann svo hann fari ekki frítt eftir ár.
Mbappé hefur verið orðaður við Liverpool en reikna má með að Englandsmeistarar Manchester City sem og nágrannar þeirra í United fylgist gaumgæfilega með stöðu mála í París.
Mbappé gekk í raðir PSG 2017 og hefur síðan þá spilað 174 leiki fyrir félagið. Í þeim hefur hann skorað 133 mörk og lagt upp 63 til viðbótar. Einnig hefur hann spilað 48 A-landsleiki og skorað í þeim 17 mörk, þar á meðal fjögur er Frakkland varð heimsmeistari sumarið 2018.
Talið er að Parísarliðið vilji um það bil 120 milljónir punda fyrir franska sóknarmanninn.