Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Vesturbyggðar segir í samtali við Vísi að þegar ferðamennirnir komust út úr bílnum hafi beðið þeirra mikil rigning og rok á heiðinni. Rúv greindi fyrst frá.

„Þetta er fimmtán mínútna akstur frá Patreksfirði. Þau voru orðin mjög blaut og köld þegar við komum og gátum tekið þau inn í bíl,“ segir Davíð.
Slökkviliðsbíll var sendur á staðinn og greiðlega gekk að slökkva í bílnum, sem er gjörónýtur að sögn Davíðs. Aðstæður hafi þó verið erfiðar vegna veðurs.