Ekki endilega þolandinn sjálfur sem keyri umræðuna „út á enda veraldar“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 17:46 Helga Vala Helgadóttir segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist við þessu háværa ákalli um úrbætur. Vísir/Vilhelm „Ef við horfum á þetta út frá þolendum ofbeldis þá leiðir þetta til þess, og ég vísa í reynslu mína sem lögmaður, að þegar umræðan verður svona ofboðslega hatrömm í garð gerenda þá myndast meiri hætta á að þolendur veigri sér við að segja frá ofbeldinu, sérstaklega þegar um er að ræða einhvern nákominn, af ótta við skrímslavæðinguna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það er þess vegna sem við þurfum aðeins að hugleiða hvert við ætlum að fara með þetta, af því að það er oft ekki þolandinn sjálfur sem keyrir umræðuna alveg út á enda veraldar.“ Helga Vala Helgadóttir og Sigurbjörg Sara Bergsdóttir voru til viðtals í Pallborðinu í dag þar sem farið var yfir stöðuna í réttarkerfinu í tengslum við kynferðisbrot, þá háværu umræðu sem á sér nú stað um úrbætur og hvernig stjórnvöld þurfa að bregðast við. „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir," segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir, það er að verða fyrir ofbeldi, hvort sem það er kynferðislegt eða öðruvísi. Fólk situr uppi með þetta alla ævi og þarf að vinna úr því,“ segir Sigurbjörg Sara. „En ég skil það ef menn og konur eru hrædd að koma fram, ég skil það. En þolendum finnst líka sárt að þurfa að koma með allt fram í dagsljósið. Að það sé eina leiðin, ef þú ert búin að lenda í einhverju skelfilegu að til þess að knýja fram breytingu að þá þurfirðu að koma með allt þitt upp á yfirborðið þannig að allir sjái,“ segir Sigurbjörg Sara. Kynferðisbrot voru til umræðu í Pallborðinu í dag.Vísir/Vilhelm Þá sögðu þær báðar að langur málsmeðferðartími sé það sem hafi einna mest áhrif á þolendur, sem jafnvel þurfi að bíða í tvö til þrjú ár eftir úrlausn sinna mála. Því þurfi að breyta og að ljóst sé að meiri mannafla þurfi hjá lögreglu til að takast á við þennan málaþunga. Horfa má á umræðuþáttinn hér fyrir neðan. MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 14. nóvember 2021 20:11 „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
„Það er þess vegna sem við þurfum aðeins að hugleiða hvert við ætlum að fara með þetta, af því að það er oft ekki þolandinn sjálfur sem keyrir umræðuna alveg út á enda veraldar.“ Helga Vala Helgadóttir og Sigurbjörg Sara Bergsdóttir voru til viðtals í Pallborðinu í dag þar sem farið var yfir stöðuna í réttarkerfinu í tengslum við kynferðisbrot, þá háværu umræðu sem á sér nú stað um úrbætur og hvernig stjórnvöld þurfa að bregðast við. „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir," segir Sigurbjörg Sara Bergsdóttir.Vísir/Vilhelm „Þetta getur endað illa ef enginn bregst við ákallinu. Þetta er einn mesti sársauki sem fólk upplifir, það er að verða fyrir ofbeldi, hvort sem það er kynferðislegt eða öðruvísi. Fólk situr uppi með þetta alla ævi og þarf að vinna úr því,“ segir Sigurbjörg Sara. „En ég skil það ef menn og konur eru hrædd að koma fram, ég skil það. En þolendum finnst líka sárt að þurfa að koma með allt fram í dagsljósið. Að það sé eina leiðin, ef þú ert búin að lenda í einhverju skelfilegu að til þess að knýja fram breytingu að þá þurfirðu að koma með allt þitt upp á yfirborðið þannig að allir sjái,“ segir Sigurbjörg Sara. Kynferðisbrot voru til umræðu í Pallborðinu í dag.Vísir/Vilhelm Þá sögðu þær báðar að langur málsmeðferðartími sé það sem hafi einna mest áhrif á þolendur, sem jafnvel þurfi að bíða í tvö til þrjú ár eftir úrlausn sinna mála. Því þurfi að breyta og að ljóst sé að meiri mannafla þurfi hjá lögreglu til að takast á við þennan málaþunga. Horfa má á umræðuþáttinn hér fyrir neðan.
MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 14. nóvember 2021 20:11 „Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Mikilvægt að beita ekki ofbeldi út af öðru ofbeldi Fólk hefur verið útskúfað úr samfélaginu eftir óvægna umræðu um kynferðisofbeldi og dæmi eru um að það hafi svipt sig lífi í kjölfarið. Kallað er eftir meiri yfirvegun og jafnvægi í umræðunni því hún geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. 14. nóvember 2021 20:11
„Þurfum að fara að ráðast á réttu aðilana” Samfélagið getur ekki tekið sér það vald að úthýsa gerendum vegna biturleika gagnvart dómskerfinu, segir kona sem varð sjálf fyrir kynferðisofbeldi. Umræðan sé orðin of heiftug. Stjórnarkonur í Öfgum kalla eftir gagngerum breytingum í réttarkerfinu. 14. nóvember 2021 16:00