Jurtaolíur hækka mest í verði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2022 11:00 Mjólkurvöruverð hefur hækkað um 2,4 prósent frá því í desember. Vísir/Vilhelm Verð jurtaolía hefur hækkað um 4,2% frá því í desember en matvöruverð hefur ekki verið hærra í nær tíu ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um matvælaverð á heimsvísu. Hækkandi matvælaverð hefur víða verið einn þeirra þátta sem valdið hefur verðbólgu að undanförnu á sama tíma og mörg ríki reyna að koma efnahagsmálum aftur í fyrra horf. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ varar nú við því að hækkandi matvælakostnaður muni bitna sérstaklega á fátækasta hópi samfélagsins í ríkjum sem stóli mikið á innflutt matvæli, sem Ísland til dæmis gerir. Jurtaolíur hafa hækkað mest í verði, eða um 4,2 prósent á einum mánuði, frá því í desember 2021. Rekja má þessa hækkun að miklu leiti til raskana á flutningaleiðum, skorts á vinnuafli og óhentugs veðurfars. Þá hefur mjólkurverð hækkað um 2,4 prósent, en mjólkurverð hefur hækkað undanfarna fimm mánuði, og mest hækkun er á verði á mjólkurdufti og smjöri. Minnst hækkun er í flokki korna, en verð þeirra hækkar um 0,1 prósent, þó sum hækki meiri en önnur. Til að mynda hefur maísverð hækkað um 3,8 prósent frá því í desember. Það má rekja til uppskerubrests vegna þurrka í Suður-Ameríku. Hveiti lækkar þó í verði, um 3,1 prósent, þar sem gríðarleg hveitiuppskera var í Ástralíu og Argentínu. Verð á kjöti hefur sömuleiðis hækkað en sykurverð lækkaði um 3,1 prósent á milli desember og janúar, að stórum hluta vegna góðrar sykuruppskeru í Indlandi og Taílandi. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hækkunin væri á milli janúarmánaða 2021 og 2022 en hækkunin er á milli mánaðanna desember 2021 og janúar 2022. Þetta hefur nú verið leiðrétt. Efnahagsmál Matur Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Spá 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentur miðvikudaginn 9. febrúar. 3. febrúar 2022 09:52 Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50 Segja neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og krefjast aðgerða vegna verðbólgu Miðstjórn ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaðnum og krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verst verða fyrir barðinu á verðbólgunni, sem nú mælist. 2. febrúar 2022 15:02 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hækkandi matvælaverð hefur víða verið einn þeirra þátta sem valdið hefur verðbólgu að undanförnu á sama tíma og mörg ríki reyna að koma efnahagsmálum aftur í fyrra horf. Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ varar nú við því að hækkandi matvælakostnaður muni bitna sérstaklega á fátækasta hópi samfélagsins í ríkjum sem stóli mikið á innflutt matvæli, sem Ísland til dæmis gerir. Jurtaolíur hafa hækkað mest í verði, eða um 4,2 prósent á einum mánuði, frá því í desember 2021. Rekja má þessa hækkun að miklu leiti til raskana á flutningaleiðum, skorts á vinnuafli og óhentugs veðurfars. Þá hefur mjólkurverð hækkað um 2,4 prósent, en mjólkurverð hefur hækkað undanfarna fimm mánuði, og mest hækkun er á verði á mjólkurdufti og smjöri. Minnst hækkun er í flokki korna, en verð þeirra hækkar um 0,1 prósent, þó sum hækki meiri en önnur. Til að mynda hefur maísverð hækkað um 3,8 prósent frá því í desember. Það má rekja til uppskerubrests vegna þurrka í Suður-Ameríku. Hveiti lækkar þó í verði, um 3,1 prósent, þar sem gríðarleg hveitiuppskera var í Ástralíu og Argentínu. Verð á kjöti hefur sömuleiðis hækkað en sykurverð lækkaði um 3,1 prósent á milli desember og janúar, að stórum hluta vegna góðrar sykuruppskeru í Indlandi og Taílandi. Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hækkunin væri á milli janúarmánaða 2021 og 2022 en hækkunin er á milli mánaðanna desember 2021 og janúar 2022. Þetta hefur nú verið leiðrétt.
Efnahagsmál Matur Neytendur Verðlag Tengdar fréttir Spá 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentur miðvikudaginn 9. febrúar. 3. febrúar 2022 09:52 Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50 Segja neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og krefjast aðgerða vegna verðbólgu Miðstjórn ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaðnum og krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verst verða fyrir barðinu á verðbólgunni, sem nú mælist. 2. febrúar 2022 15:02 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Spá 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentur miðvikudaginn 9. febrúar. 3. febrúar 2022 09:52
Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50
Segja neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og krefjast aðgerða vegna verðbólgu Miðstjórn ASÍ segir neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaðnum og krefst þess að stjórnvöld grípi þegar í stað til aðgerða til að bæta stöðu þeirra sem verst verða fyrir barðinu á verðbólgunni, sem nú mælist. 2. febrúar 2022 15:02