Óvissa með færð á fjölmörgum vegum Smári Jökull Jónsson skrifar 24. febrúar 2022 21:29 Búast má við samgöngutruflunum á morgun. Vísir/Vilhelm Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vega sem viðbúið er að fari á óvissustig á morgun eða lokist. Óvissustig Almannavarna er í gildi víða um land fyrri hluta dags á morgun. Það er skammt stórra högga á milli í veðrinu þessa dagana. Á morgun er enn ein lægðin á leið yfir landið og má búast við samgöngutruflunum af þeim sökum. Vegagerðin hefur gefið út tilkynningu vegna vega sem búast má við að fari á óvissustig á morgun eða jafnvel lokist. Hellisheiði og Þrengsli eru á óvissustigi frá klukkan tvö í nótt og þar til sex annað kvöld. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur fara líklegast á óvissustig klukkan ellefu í fyrramálið sem og vegurinn um Hafnarfjall. Á Kjalarnesi er einnig líklegt að færðin verði erfið frá klukkan átta í fyrramálið. Á Vesturlandi má búast við vandræðum í Bröttubrekku, á Vatnaleið, Fróðárheiði og Holtavörðuheiði og á Vestfjörðum má sömu sögu segja um Kleifaheiði, Klettsháls, Steingrímsfjarðarheiði og Gemlufallsheiði. Á Suðausturlandi mega vegfarendur síðan búast við truflunum á leiðinni frá Vík til Kirkjubæjarklausturs. Hér má sjá þá vegi þar sem óvissustig verður líklega í gildi á morgun.Vegagerðin Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna slæmrar veðurspár Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular viðvaranir á morgun og nú er einnig búið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna veðursins sem framundan er. 24. febrúar 2022 20:24 Foreldrar gætu þurft að sækja börn í skóla á morgun Enn ein appelsínugula viðvörnunin er í gildi á morgun en viðvaranir verða í gildi á öllu landinu. 24. febrúar 2022 19:59 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Það er skammt stórra högga á milli í veðrinu þessa dagana. Á morgun er enn ein lægðin á leið yfir landið og má búast við samgöngutruflunum af þeim sökum. Vegagerðin hefur gefið út tilkynningu vegna vega sem búast má við að fari á óvissustig á morgun eða jafnvel lokist. Hellisheiði og Þrengsli eru á óvissustigi frá klukkan tvö í nótt og þar til sex annað kvöld. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegur fara líklegast á óvissustig klukkan ellefu í fyrramálið sem og vegurinn um Hafnarfjall. Á Kjalarnesi er einnig líklegt að færðin verði erfið frá klukkan átta í fyrramálið. Á Vesturlandi má búast við vandræðum í Bröttubrekku, á Vatnaleið, Fróðárheiði og Holtavörðuheiði og á Vestfjörðum má sömu sögu segja um Kleifaheiði, Klettsháls, Steingrímsfjarðarheiði og Gemlufallsheiði. Á Suðausturlandi mega vegfarendur síðan búast við truflunum á leiðinni frá Vík til Kirkjubæjarklausturs. Hér má sjá þá vegi þar sem óvissustig verður líklega í gildi á morgun.Vegagerðin
Veður Almannavarnir Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna slæmrar veðurspár Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular viðvaranir á morgun og nú er einnig búið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna veðursins sem framundan er. 24. febrúar 2022 20:24 Foreldrar gætu þurft að sækja börn í skóla á morgun Enn ein appelsínugula viðvörnunin er í gildi á morgun en viðvaranir verða í gildi á öllu landinu. 24. febrúar 2022 19:59 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Sjá meira
Óvissustigi lýst yfir vegna slæmrar veðurspár Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular viðvaranir á morgun og nú er einnig búið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna veðursins sem framundan er. 24. febrúar 2022 20:24
Foreldrar gætu þurft að sækja börn í skóla á morgun Enn ein appelsínugula viðvörnunin er í gildi á morgun en viðvaranir verða í gildi á öllu landinu. 24. febrúar 2022 19:59