Rússneskur almenningur finnur fyrir refsiaðgerðum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. mars 2022 23:02 Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands í Rússlandi fylgst vel með þróun mála. Vísir/Stöð 2 Refsiaðgerðir gegn Rússum eru farnar að hafa áhrif á almenna borgara þar í landi. Sendiherra Íslands í Rússlandi segir fólk finna fyrir því að verðlag hafi hækkað á skömmum tíma og að vöruskortur sé byrjaður að myndast. Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands í Rússlandi segir óvissuna sem fylgi stríðinu erfiða fyrir marga Rússa. Þá finni almenningur nú fyrir þeim refsiaðgerðum sem Rússar hafi verið beittir vegna innrásarinnar í Úkraínu. „Þar á ég auðvitað við það að gengi rúblunnar hefur hríðfallið, hlutabréfamarkaðir eru í einhverju frosti og verðbólga er komin á skrið og fólk verður auðvitað vart við það að verðlag hefur hækkað bara á mjög skömmum tíma og jafnvel einhver skortur á einhverjum vörum.“ Hins vegar sé ekki að sjá að refsiaðgerðirnar séu farnar að hafa nein áhrif á stefnu rússneskra stjórnvalda. „Minnsta kosti ekki enn sé komið er og það er í raun og vera það sama og menn sáu eftir innlimun Krímar árið 2014. Það voru auðvitað allskonar þvingunaraðgerðir eða refsiaðgerðir þó þær væru ekki af sama krafti og núna en þær gátu samt sem áður bitið á einstaklinga og fyrirtæki en ekki á stefnu stjórnvalda. Það gerist myndi ég telja síðar.“ Fólk beðið um skilríki og símar skoðaðir Árni segir sýnileika lögreglu meiri en áður í landinu og ólgan meðal almenning sé nokkur. „Það sem við verðum auðvitað vör við er það virðist vera aukinn löggæsla. Við sjáum meira af lögreglu og jafnvel hermönnum á götum út. Það eru fréttir af því að fólk sé beðið um skilríki og jafnvel beðið um að sýna símana sína og þess háttar þannig að því leiti til þá sjáum við það. Síðan vitum að það voru mótmæli hér bæði í Moskvu og Pétursborg og fleiri borgum eins og til að mynda um helgina.“ Rússnesk stjórnvöld hafa reynt að stýra því vel hvað almenningur sér og heyrir um stríðið. „Fjölmiðlar hér þeir eru mjög tengdir stjórnvöldum. Sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar og fjalla um á þeim grunni sem að stjórnvöld matreiða og það má segja hin almenna sýn sem að rússneskur almenningur fær af stöðunni en auðvitað eru líka fjöldinn allur af fólki hér sem að hefur aðgang að erlendum fjölmiðlum, les erlend tungumál og fær aðra mynd en blasir við ef að menn horfa bara á rússneskar sjónvarpsstöðvar.“ Aðgangur fólksins að fréttum hefur einnig verið takmarkaður. „Það eru vissar stöðvar sem að hefur verið lokað á eins og BBC. Svo hefur verið lokað á Facebook, Twitter, Youtube en það eru ýmsar fréttir enn þá getum við lesið íslensku blöðin á vefnum.“ Aðstæður geta breyst hratt Árni segir að fólki sem ekki á sérstakt erindi til Rússlands sé nú ráðlagt frá því að ferðast þangað. Nokkuð sé um Íslendinga í landinu eða fólk með tengsl við landið og sendiráðið sé í góðu sambandi við þann hóp og ráðleggi hvað sé best að gera í stöðunni. Hann segir veru sína og annara sendiráðsstarfsmanna í landinu mikilvæga nú sem fyrr enda sýni sagan það að talsamband á milli ríkja skipti máli þegar erfiðleikar eru í samskiptum. Sjálfur taki hann öllu enn með ró. „Mér líður í sjálfu sér ágætlega. Ég er ekkert sérstaklega óttasleginn yfir stöðunni en aðstæður breytast hratt og við erum bara mjög vel á verði hérna við sem að störfum í sendiráðinu hérna og við höfum viðbragðsáætlanir í gangi þannig að við getum brugðist við breyttum aðstæðum hratt og örugglega.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Rússar boða tímabundið vopnahlé til að greiða fyrir rýmingu fjögurra borga Interfax fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum innan varnarmálaráðuneytis Rússlands að árásum verði tímabundið hætt og öruggar flóttaleiðir opnaðar fyrir almenna borgara Kænugarðs, Maríupól, Kharkív og Súmí. 7. mars 2022 06:25 Úkraína í brennidepli Úkraína er í brennidepli í Sprengisandi dagsins. Seðlabankastjóri fer yfir áhrif styrjaldarinnar á hagkerfið, sérfræðingar reyna að varpa ljósi á stöðuna sem versnar með degi hverjum. Í seinni hluta þáttar fara alþingismenn yfir áhrif stríðsins á utanríkistefnu Íslands. 6. mars 2022 10:37 Sergej Bubka: Úkraína mun vinna Fyrrum heimsmeistari og heimsmethafi í stangarstökki styður þjóð sína á samfélagsmiðlum og er sannfærður um að Úkraína standi uppi sem sigurvegari en verði ekki „þurrkuð“ út af Rússum. 7. mars 2022 09:30 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands í Rússlandi segir óvissuna sem fylgi stríðinu erfiða fyrir marga Rússa. Þá finni almenningur nú fyrir þeim refsiaðgerðum sem Rússar hafi verið beittir vegna innrásarinnar í Úkraínu. „Þar á ég auðvitað við það að gengi rúblunnar hefur hríðfallið, hlutabréfamarkaðir eru í einhverju frosti og verðbólga er komin á skrið og fólk verður auðvitað vart við það að verðlag hefur hækkað bara á mjög skömmum tíma og jafnvel einhver skortur á einhverjum vörum.“ Hins vegar sé ekki að sjá að refsiaðgerðirnar séu farnar að hafa nein áhrif á stefnu rússneskra stjórnvalda. „Minnsta kosti ekki enn sé komið er og það er í raun og vera það sama og menn sáu eftir innlimun Krímar árið 2014. Það voru auðvitað allskonar þvingunaraðgerðir eða refsiaðgerðir þó þær væru ekki af sama krafti og núna en þær gátu samt sem áður bitið á einstaklinga og fyrirtæki en ekki á stefnu stjórnvalda. Það gerist myndi ég telja síðar.“ Fólk beðið um skilríki og símar skoðaðir Árni segir sýnileika lögreglu meiri en áður í landinu og ólgan meðal almenning sé nokkur. „Það sem við verðum auðvitað vör við er það virðist vera aukinn löggæsla. Við sjáum meira af lögreglu og jafnvel hermönnum á götum út. Það eru fréttir af því að fólk sé beðið um skilríki og jafnvel beðið um að sýna símana sína og þess háttar þannig að því leiti til þá sjáum við það. Síðan vitum að það voru mótmæli hér bæði í Moskvu og Pétursborg og fleiri borgum eins og til að mynda um helgina.“ Rússnesk stjórnvöld hafa reynt að stýra því vel hvað almenningur sér og heyrir um stríðið. „Fjölmiðlar hér þeir eru mjög tengdir stjórnvöldum. Sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar og fjalla um á þeim grunni sem að stjórnvöld matreiða og það má segja hin almenna sýn sem að rússneskur almenningur fær af stöðunni en auðvitað eru líka fjöldinn allur af fólki hér sem að hefur aðgang að erlendum fjölmiðlum, les erlend tungumál og fær aðra mynd en blasir við ef að menn horfa bara á rússneskar sjónvarpsstöðvar.“ Aðgangur fólksins að fréttum hefur einnig verið takmarkaður. „Það eru vissar stöðvar sem að hefur verið lokað á eins og BBC. Svo hefur verið lokað á Facebook, Twitter, Youtube en það eru ýmsar fréttir enn þá getum við lesið íslensku blöðin á vefnum.“ Aðstæður geta breyst hratt Árni segir að fólki sem ekki á sérstakt erindi til Rússlands sé nú ráðlagt frá því að ferðast þangað. Nokkuð sé um Íslendinga í landinu eða fólk með tengsl við landið og sendiráðið sé í góðu sambandi við þann hóp og ráðleggi hvað sé best að gera í stöðunni. Hann segir veru sína og annara sendiráðsstarfsmanna í landinu mikilvæga nú sem fyrr enda sýni sagan það að talsamband á milli ríkja skipti máli þegar erfiðleikar eru í samskiptum. Sjálfur taki hann öllu enn með ró. „Mér líður í sjálfu sér ágætlega. Ég er ekkert sérstaklega óttasleginn yfir stöðunni en aðstæður breytast hratt og við erum bara mjög vel á verði hérna við sem að störfum í sendiráðinu hérna og við höfum viðbragðsáætlanir í gangi þannig að við getum brugðist við breyttum aðstæðum hratt og örugglega.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Rússar boða tímabundið vopnahlé til að greiða fyrir rýmingu fjögurra borga Interfax fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum innan varnarmálaráðuneytis Rússlands að árásum verði tímabundið hætt og öruggar flóttaleiðir opnaðar fyrir almenna borgara Kænugarðs, Maríupól, Kharkív og Súmí. 7. mars 2022 06:25 Úkraína í brennidepli Úkraína er í brennidepli í Sprengisandi dagsins. Seðlabankastjóri fer yfir áhrif styrjaldarinnar á hagkerfið, sérfræðingar reyna að varpa ljósi á stöðuna sem versnar með degi hverjum. Í seinni hluta þáttar fara alþingismenn yfir áhrif stríðsins á utanríkistefnu Íslands. 6. mars 2022 10:37 Sergej Bubka: Úkraína mun vinna Fyrrum heimsmeistari og heimsmethafi í stangarstökki styður þjóð sína á samfélagsmiðlum og er sannfærður um að Úkraína standi uppi sem sigurvegari en verði ekki „þurrkuð“ út af Rússum. 7. mars 2022 09:30 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Fleiri fréttir „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Sjá meira
Rússar boða tímabundið vopnahlé til að greiða fyrir rýmingu fjögurra borga Interfax fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum innan varnarmálaráðuneytis Rússlands að árásum verði tímabundið hætt og öruggar flóttaleiðir opnaðar fyrir almenna borgara Kænugarðs, Maríupól, Kharkív og Súmí. 7. mars 2022 06:25
Úkraína í brennidepli Úkraína er í brennidepli í Sprengisandi dagsins. Seðlabankastjóri fer yfir áhrif styrjaldarinnar á hagkerfið, sérfræðingar reyna að varpa ljósi á stöðuna sem versnar með degi hverjum. Í seinni hluta þáttar fara alþingismenn yfir áhrif stríðsins á utanríkistefnu Íslands. 6. mars 2022 10:37
Sergej Bubka: Úkraína mun vinna Fyrrum heimsmeistari og heimsmethafi í stangarstökki styður þjóð sína á samfélagsmiðlum og er sannfærður um að Úkraína standi uppi sem sigurvegari en verði ekki „þurrkuð“ út af Rússum. 7. mars 2022 09:30