Lögðu hald á lúxussnekkju rússneska auðjöfursins sem var á Íslandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. mars 2022 09:08 Snekkjan er sú stærsta sinnar tegundar og kostar um 530 milljónir evra. EPA Lögreglan á Ítalíu hefur lagt hald á lúxussnekkjuna Sailing Yacht A sem er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Igorevich Melnichenko. Umrædd snekkja vakti töluverða athygli hér á landi en Melnichenko dvaldi á Íslandi í nokkurn tíma í fyrra með fjölskyldu sinni. Evópusambandið setti Melnichenko á viðskiptaþvinganalista fyrir nokkrum dögum vegna innrásar Rússa í Úkraínu en ítalska lögreglan lagði hald á snekkjuna þar sem hún var við höfn Trieste, að því er kemur fram í frétt Reuters. Snekkjan er ein sú dýrasta í heiminum og jafnframt sú stærsta en hún er 143 metra löng og möstrin um hundrað metra há. Ekki er um neina smásmíði að ræða enda kostar snekkjan um 530 milljón evrur. Íslendingar urðu varir við snekkjuna þar sem hún sást í kringum Ísland í fyrra. Snekkjan sást fyrst á Akureyri í apríl 2021, síðar í Grundafirði, næst við höfn í Reykjanesbæ og loks við Reykjavíkurhöfn áður en hún hélt til Gíbraltar. Hér fyrir neðan má sjá snekkjuna þegar hún lagði af stað úr Reykjavíkurhöfn. Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir rúmum tveimur vikum hafa Vesturlöndin beitt Rússa ýmsum refsiaðgerðum og hafa rússneskir auðjöfrar fengið að finna fyrir þeim. Von er á frekari refsiaðgerðum frá Vesturlöndunum í dag en Evrópusambandið mun tilkynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn í dag. Við fylgjumst með nýjustu vendingum í vaktinni hér á Vísi. Italy s financial police (@GDF) has just frozen SY A - a sailing yacht worth ~ 530m located in the Port of Trieste. The yacht could be linked indirectly to Andrey Igorevich Melnichenko - an individual in the EU sanctions list. pic.twitter.com/fRg6ZTIQRH— Ferdinando Giugliano (@FerdiGiugliano) March 12, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ítalía Evrópusambandið Tengdar fréttir Lúxussnekkjan kveður Ísland Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar. 19. júní 2021 22:31 Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu. 6. júní 2021 18:42 Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Evópusambandið setti Melnichenko á viðskiptaþvinganalista fyrir nokkrum dögum vegna innrásar Rússa í Úkraínu en ítalska lögreglan lagði hald á snekkjuna þar sem hún var við höfn Trieste, að því er kemur fram í frétt Reuters. Snekkjan er ein sú dýrasta í heiminum og jafnframt sú stærsta en hún er 143 metra löng og möstrin um hundrað metra há. Ekki er um neina smásmíði að ræða enda kostar snekkjan um 530 milljón evrur. Íslendingar urðu varir við snekkjuna þar sem hún sást í kringum Ísland í fyrra. Snekkjan sást fyrst á Akureyri í apríl 2021, síðar í Grundafirði, næst við höfn í Reykjanesbæ og loks við Reykjavíkurhöfn áður en hún hélt til Gíbraltar. Hér fyrir neðan má sjá snekkjuna þegar hún lagði af stað úr Reykjavíkurhöfn. Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir rúmum tveimur vikum hafa Vesturlöndin beitt Rússa ýmsum refsiaðgerðum og hafa rússneskir auðjöfrar fengið að finna fyrir þeim. Von er á frekari refsiaðgerðum frá Vesturlöndunum í dag en Evrópusambandið mun tilkynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn í dag. Við fylgjumst með nýjustu vendingum í vaktinni hér á Vísi. Italy s financial police (@GDF) has just frozen SY A - a sailing yacht worth ~ 530m located in the Port of Trieste. The yacht could be linked indirectly to Andrey Igorevich Melnichenko - an individual in the EU sanctions list. pic.twitter.com/fRg6ZTIQRH— Ferdinando Giugliano (@FerdiGiugliano) March 12, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ítalía Evrópusambandið Tengdar fréttir Lúxussnekkjan kveður Ísland Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar. 19. júní 2021 22:31 Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu. 6. júní 2021 18:42 Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Lúxussnekkjan kveður Ísland Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar. 19. júní 2021 22:31
Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu. 6. júní 2021 18:42
Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19