Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2022 11:50 Úkraínskur hermaður skoðar rústir skóla sem Rússar sprengdu í loft upp á dögunum í árásum á úthverfi Kharkiv í norð austur hluta Úkraínu. AP/Andrii Marienko Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. Mörg fjölbýlishús hafa skemmst mikið í árásum Rússa sem þræta stöðugt fyrir að ráðast á óbreytta borgara. Þetta hús er í bænum Saltivka í nágrenni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Eftir að Rússar náðu að leggja undir sig allt Luhansk hérað í síðustu viku hafa þeir aukið stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir sínar á borgir og bæi í Donetsk héraði, en sameiginlega mynda þessi héruð svo kallað Donbas svæði. Á yfirborðinu segjast Rússar vera að frelsa rússneskumælandi íbúa undan ofsóknum nasista í stjórn Úkraínu en í raun eru þeir að reyna að ná yfirráðum yfir Donbas vegna þess að þar eru ríkulegustu olíu-, gas- og kolaauðlindir Úkraínu. Þær eru reyndar svo miklar að Úkraína gæti séð Evrópu fyrir nánast öllu því gasi sem Rússar hafa selt til vestur Evrópu hingað til. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir Rússa hafa gert loftárásir á borgir og bæi um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt.AP/Nariman El-Mofty Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hefðu hljómað um allt land í gærkvöldi og nótt. Þótt lítið hafi verið um loftárásir á helstu borgir í norður- og vesturhluta landsins að undanförnu ætti fólk ekki að treysta því að hryðjuverkamenn tækju sér hlé. Eldflaugaárásir hafi meðal annars verið gerðar á borgir og bæi í Khmelnytskyi héraði sem er suðvestur af Kænugarði. Pavlo Kyrylenko (til vinstri á myndinni) héraðsstjóri Í Donetsk skorar á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt til að bjarga lífi sínu og til að auðveldara verði að verjast innrás Rússa. Iulia Laputina ráðherra fyrrverandi hermanna er með honum á myndinni.AP/Nariman El-Mofty Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk héraði skoraði á alla íbúa þess að bjarga lífi sínu og flýja í vesturátt í gær vegna stöðugra árása Rússa og sóknar þeirra þar. Einnig yrði auðveldara að verjast Rússum ef íbúarnir væru farnir. Enn væru um 350 þúsund manns í héraðinu þar sem 1,6 milljónir manna bjuggu áður en Rússar hófu innrás sína. Rússar einbeittu sér að borgunum Sloviansk og Kramatorsk vegna mikilvægra innviða í þessum borgum eins og ferskvatns hreinsiverum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07 Fyrirskipar hernum að halda sókninni áfram Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað varnarmálaráðherra sínum að halda áfram sókn rússneska hersins í Úkraínu eftir að borgin Lysychansk féll í þeirra hendur. 5. júlí 2022 08:02 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Mörg fjölbýlishús hafa skemmst mikið í árásum Rússa sem þræta stöðugt fyrir að ráðast á óbreytta borgara. Þetta hús er í bænum Saltivka í nágrenni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Eftir að Rússar náðu að leggja undir sig allt Luhansk hérað í síðustu viku hafa þeir aukið stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir sínar á borgir og bæi í Donetsk héraði, en sameiginlega mynda þessi héruð svo kallað Donbas svæði. Á yfirborðinu segjast Rússar vera að frelsa rússneskumælandi íbúa undan ofsóknum nasista í stjórn Úkraínu en í raun eru þeir að reyna að ná yfirráðum yfir Donbas vegna þess að þar eru ríkulegustu olíu-, gas- og kolaauðlindir Úkraínu. Þær eru reyndar svo miklar að Úkraína gæti séð Evrópu fyrir nánast öllu því gasi sem Rússar hafa selt til vestur Evrópu hingað til. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir Rússa hafa gert loftárásir á borgir og bæi um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt.AP/Nariman El-Mofty Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hefðu hljómað um allt land í gærkvöldi og nótt. Þótt lítið hafi verið um loftárásir á helstu borgir í norður- og vesturhluta landsins að undanförnu ætti fólk ekki að treysta því að hryðjuverkamenn tækju sér hlé. Eldflaugaárásir hafi meðal annars verið gerðar á borgir og bæi í Khmelnytskyi héraði sem er suðvestur af Kænugarði. Pavlo Kyrylenko (til vinstri á myndinni) héraðsstjóri Í Donetsk skorar á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt til að bjarga lífi sínu og til að auðveldara verði að verjast innrás Rússa. Iulia Laputina ráðherra fyrrverandi hermanna er með honum á myndinni.AP/Nariman El-Mofty Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk héraði skoraði á alla íbúa þess að bjarga lífi sínu og flýja í vesturátt í gær vegna stöðugra árása Rússa og sóknar þeirra þar. Einnig yrði auðveldara að verjast Rússum ef íbúarnir væru farnir. Enn væru um 350 þúsund manns í héraðinu þar sem 1,6 milljónir manna bjuggu áður en Rússar hófu innrás sína. Rússar einbeittu sér að borgunum Sloviansk og Kramatorsk vegna mikilvægra innviða í þessum borgum eins og ferskvatns hreinsiverum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07 Fyrirskipar hernum að halda sókninni áfram Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað varnarmálaráðherra sínum að halda áfram sókn rússneska hersins í Úkraínu eftir að borgin Lysychansk féll í þeirra hendur. 5. júlí 2022 08:02 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07
Fyrirskipar hernum að halda sókninni áfram Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað varnarmálaráðherra sínum að halda áfram sókn rússneska hersins í Úkraínu eftir að borgin Lysychansk féll í þeirra hendur. 5. júlí 2022 08:02