Adam Gyurcso fann leið framhjá Elíasi Rafni og kom AEK Larnaca en leikurinn fór fram á MCH Arena í Herning, heimavelli Midtjylland.
Það var hins vegar danski miðvörðuinn Erik Sviatchenko sem jafnaði metin fyrir Midtjylland og þar við sat.
Liðin leiða saman hesta sína í seinni leik sínum í Larnaca á Kýpur eftir slétta viku.
Elías Rafn er tiltölulega nýkominn aftur inn á völlinn eftir að hafa jafnað sig á handleggsbroti sem hann varð fyrir undir lok siðustu leiktíðar.