Kvennaathvarfið rekur tvö neyðarathvörf, í Reykjavík og á Akureyri. Í Reykjavík er starfsemin búin að sprengja út frá sér. Konur leita í Kvennaathvarfið í leit að stuðningi og öruggu skjóli. Þar dvelja konur sem verða fyrir ofbeldi í nánu sambandi og þeirra börn, sem þurfa tímabundið húsnæði. Einnig er Kvennaathvarfið með neyðarsíma og viðtalsþjónustu. Allt er þetta konum að kostnaðarlausu.
Haldinn var góðgerðarviðburður í Gallerý Fold í tengslum við landssöfnunina. Eins og fram hefur komið hér á Vísi hafa tugir listamanna gefið verk í söfnunina. Allur ágóði af sölu listaverkauppboðinu rennur beint til byggingar á nýju Kvennaathvarfi. Komu meðal annars fram Eva Ruza, Sycamore Tree og plötusnúðurinn Bogi Snær.

Búið er að opna þrjú söfnunarnúmer fyrir nýju Kvennaathvarfi en einnig er hægt að styrkja málefnið með smærri og stærri fjárhæðum.
- 907-1010- 1.000 krónur
- 907-1030 -3.000 krónur
- 907-1050-5.000 krónur
Söfnunarreikningur fyrir frjáls framlög:
Kt. 410782 – 0229 - Reikningsnúmer 515-14-7700
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum í Gallerý Fold.










Hér fyrir neðan má sjá nokkur af þeim tugum verka sem eru á uppboðinu, sem verður opið til 13. nóvember. Nánari upplýsingar um verkin og listamennina má finna á síðu uppboðsins.










