Gætu ekki brugðist við stóru slysi í Reykjavík með fullnægjandi hætti Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. janúar 2023 19:02 Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. vísir/arnar Yfirlæknir í bráðalækningum á Landspítala óttast fjölgun alvarlegra atvika á bráðamóttöku vegna hættulegrar stöðu sem þar er uppi. Óvenjumörg alvarleg atvik á nýliðnu ári séu áhyggjuefni. Þá gæti bráðamóttakan ekki brugðist við stóru slysi á höfuðborgarsvæðinu með fullnægjandi hætti. Alvarlegt ástand er á bráðamóttöku Landspítalans, eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga. Flótti starfsfólks er einkum áhyggjuefni að sögn Mikaels Smára Mikaelssonar, yfirlæknis. Hann telur að um fjörutíu prósent vöntun sé á hjúkrunarfræðingum og úr fámennum hópi sérfræðilækna hafa fimm látið af störfum síðan í september. Starfsfólk finni sig knúið til að útskrifa sjúklinga sem fyrst vegna ástandsins. En hvað er til ráða? Fyrst og fremst þurfi að stórbæta vinnurými starfsfólks, sem sinni starfi sínu mikið til á göngum og biðstofum. Og fleira þurfi til. „Við erum að eldast sem þjóð og það þarf að finna önnur úrræði en spítalana. Ég held að það sé stærst,“ segir Mikael. Óhugnanleg tilhugsun ef slysið hefði verið nær Vel hafi þó gengið að losa rúm á bráðamóttökunni þegar tíu voru fluttir á spítalann með flugi eftir stórt umferðarslys á Suðurlandsvegi í fyrradag, aðallega sökum þess að fyrirvarinn var svo góður. Stórt slys á borð við þetta væri hins vegar óhugnanleg tilhugsun innan borgarmarkanna. Yrði hérna stórt slys í Reykjavík, væri hægt að bregðast við því með fullnægjandi hætti? „Nei, því miður. Ekki ef það er stórt. En hópslys eru þannig að þau eru í eðli sínu erfið að bregðast við, meira að segja í góðum kerfum,“ segir Mikael. Tvenns konar áhyggjuefni Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til Landlæknis á nýliðnu ári, sem virðist meira en vanalegt er. Síðast á milli jóla og nýárs lést karlmaður á sextugsaldri daginn eftir að hann var sendur heim af bráðamóttökunni. Mikael er uggandi yfir fjölda atvika. „Auðvitað, þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er tvenns konar áhyggjuefni. Fólk er vanara minni atvikunum og er ekki að tilkynna þau jafnvel, grunar okkur. Hins vegar vitum við að þegar við vinnum öðruvísi en við viljum þá fylgir því áhætta og atvik. Óttastu að þeim fjölgi? „Ég er að vonast til að ástandið versni ekki og þá munum við kannski halda í stað. En auðvitað óttast ég það,“ segir Mikael. Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Alvarlegt ástand er á bráðamóttöku Landspítalans, eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga. Flótti starfsfólks er einkum áhyggjuefni að sögn Mikaels Smára Mikaelssonar, yfirlæknis. Hann telur að um fjörutíu prósent vöntun sé á hjúkrunarfræðingum og úr fámennum hópi sérfræðilækna hafa fimm látið af störfum síðan í september. Starfsfólk finni sig knúið til að útskrifa sjúklinga sem fyrst vegna ástandsins. En hvað er til ráða? Fyrst og fremst þurfi að stórbæta vinnurými starfsfólks, sem sinni starfi sínu mikið til á göngum og biðstofum. Og fleira þurfi til. „Við erum að eldast sem þjóð og það þarf að finna önnur úrræði en spítalana. Ég held að það sé stærst,“ segir Mikael. Óhugnanleg tilhugsun ef slysið hefði verið nær Vel hafi þó gengið að losa rúm á bráðamóttökunni þegar tíu voru fluttir á spítalann með flugi eftir stórt umferðarslys á Suðurlandsvegi í fyrradag, aðallega sökum þess að fyrirvarinn var svo góður. Stórt slys á borð við þetta væri hins vegar óhugnanleg tilhugsun innan borgarmarkanna. Yrði hérna stórt slys í Reykjavík, væri hægt að bregðast við því með fullnægjandi hætti? „Nei, því miður. Ekki ef það er stórt. En hópslys eru þannig að þau eru í eðli sínu erfið að bregðast við, meira að segja í góðum kerfum,“ segir Mikael. Tvenns konar áhyggjuefni Sex alvarleg atvik á bráðamóttöku voru tilkynnt til Landlæknis á nýliðnu ári, sem virðist meira en vanalegt er. Síðast á milli jóla og nýárs lést karlmaður á sextugsaldri daginn eftir að hann var sendur heim af bráðamóttökunni. Mikael er uggandi yfir fjölda atvika. „Auðvitað, þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er tvenns konar áhyggjuefni. Fólk er vanara minni atvikunum og er ekki að tilkynna þau jafnvel, grunar okkur. Hins vegar vitum við að þegar við vinnum öðruvísi en við viljum þá fylgir því áhætta og atvik. Óttastu að þeim fjölgi? „Ég er að vonast til að ástandið versni ekki og þá munum við kannski halda í stað. En auðvitað óttast ég það,“ segir Mikael.
Heilbrigðismál Landspítalinn Reykjavík Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira