Talíbanar banna konum að starfa fyrir Sameinuðu þjóðirnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 08:06 Afganskar konur mótmæla því að mega ekki sækja sér háskólamenntun. Getty Að sögn Sameinuðu þjóðanna hafa stjórnvöld Talíbana í Afganistan bannað afgönskum konum að starfa fyrir stofnunina. Ekkert skriflegt liggur fyrir um bannið en starfsmenn SÞ segjasta hafa verið upplýstir um þetta munnlega. Hefur starfsmönnum SÞ, bæði konum og körlum, verið sagt að mæta ekki til vinnu næstu 48 klukkustundirnar, fyrr en búið er að ræða málið við fulltrúa stjórnvalda. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði um óásættanlega ákvörðun að ræða. „Þetta er nýjasta skrefið í vegferð til að grafa undan getu hjálparstofnanna til að ná til þeirra sem þurfa mesta því að halda,“ sagði talsmaðurinn. Hann sagði stofnunina ekki geta starfað í landinu án kvenkyns starfsmanna sinna. I strongly condemn the prohibition of our Afghan female colleagues from working in Afghanistan s Nangarhar province.If this measure is not reversed, it will inevitably undermine our ability to deliver life-saving aid to the people who need it.— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2023 Konur gegna lykilhlutverki í neyðaraðstoð, sérstaklega þegar kemur að því að ná til kvenna í viðkvæmri stöðu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir eru konur af erlendum uppruna undanþegnar banninu. Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið að því að aðstoða milljónir íbúa Afganistan eftir stanslaus átök í áraraðir. Samkvæmt talsmönnum stofnunarinnar komu staðaryfirvöld í veg fyrir það í gær að afganskar konur kæmust til starfa sinna á starfsstöðvum SÞ í Nangahar. Frá því að Talíbanar komust aftur til valda hefur verulega dregið úr frelsi stúlkna og kvenna; þær verða að hylja allan líkama sinn nema augun og mega ekki ferðast langar vegalengdir nema í fylgd karlmanns. Þá mega þær ekki sækja skóla. Þeim hefur einnig verið bannað að sækja sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Frétt BBC. Afganistan Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Hefur starfsmönnum SÞ, bæði konum og körlum, verið sagt að mæta ekki til vinnu næstu 48 klukkustundirnar, fyrr en búið er að ræða málið við fulltrúa stjórnvalda. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði um óásættanlega ákvörðun að ræða. „Þetta er nýjasta skrefið í vegferð til að grafa undan getu hjálparstofnanna til að ná til þeirra sem þurfa mesta því að halda,“ sagði talsmaðurinn. Hann sagði stofnunina ekki geta starfað í landinu án kvenkyns starfsmanna sinna. I strongly condemn the prohibition of our Afghan female colleagues from working in Afghanistan s Nangarhar province.If this measure is not reversed, it will inevitably undermine our ability to deliver life-saving aid to the people who need it.— António Guterres (@antonioguterres) April 4, 2023 Konur gegna lykilhlutverki í neyðaraðstoð, sérstaklega þegar kemur að því að ná til kvenna í viðkvæmri stöðu. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir eru konur af erlendum uppruna undanþegnar banninu. Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið að því að aðstoða milljónir íbúa Afganistan eftir stanslaus átök í áraraðir. Samkvæmt talsmönnum stofnunarinnar komu staðaryfirvöld í veg fyrir það í gær að afganskar konur kæmust til starfa sinna á starfsstöðvum SÞ í Nangahar. Frá því að Talíbanar komust aftur til valda hefur verulega dregið úr frelsi stúlkna og kvenna; þær verða að hylja allan líkama sinn nema augun og mega ekki ferðast langar vegalengdir nema í fylgd karlmanns. Þá mega þær ekki sækja skóla. Þeim hefur einnig verið bannað að sækja sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Frétt BBC.
Afganistan Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira