Höfðar mál gegn meðlimi Backstreet Boys fyrir nauðgun Máni Snær Þorláksson skrifar 12. apríl 2023 12:00 Nick Carter hefur verið kærður fyrir nauðgun. Getty/Desiree Navarro Nick Carter, einum meðlimi hljómsveitarinnar Backstreet Boys, hefur verið stefnt fyrir nauðgun. Söngkonan Melissa Schuman sakar hann um að hafa beitt sig ofbeldi fyrir tuttugu árum. Hún steig fyrst fram með ásökunina árið 2017. Þá neitaði Carter sök og gerir hann það enn samkvæmt lögmanni hans. Í bloggfærslu sem Schuman birti árið 2017 sagði hún Carter hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í íbúð hans í Santa Monica í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. „Hann var vægðarlaus og tók ekki neitunum mínum sem svari,“ sagði hún meðal annars í færslunni. Carter þvertók fyrir ásakanir Schuman í yfirlýsingu. Þar sagði hann að Schuman hafi „aldrei tjáð sér á meðan þau voru saman eða á nokkrum tíma“ að eitthvað sem þau gerðu hafi ekki verið gert með samþykki beggja aðila. Ný lög Schuman fór með málið til lögreglunnar í Santa Monica árið 2017. Carter var ekki ákærður sökum þess að of langur tími var liðinn síðan meint brot hafði átt sér stað. Kalifornía felldi niður fyrningu kynferðisbrota árið 2016 en það var þó ekki gert afturvirkt. Ný lög um kynferðisbrot tóku þó gildi í ríkinu fyrr á árinu og eiga þessi nýju lög að virka aftur í tímann. Í kjölfar þess hefur Schuman ákveðið að stefna Carter. Stefnir til baka Sem fyrr segir hefur Carter neitað ásökunum Schuman. Í yfirlýsingu sem Liane K. Wakayama, lögmaður Carter, sendi Rolling Stone í tengslum við málið segir hún að Carter standi ennþá við það sem hann sagði á sínum tíma. Carter hefur ekki bara neitað ásökununum heldur hefur hann stefnt Schuman til baka fyrir rógburð og kúgun. Hann sakar aðra konu að nafni Shannon Ruth um slíkt hið sama en hún ásakaði hann um nauðgun í desember í fyrra. Ruth sakar Carter um að hafa beitt sig ofbeldi í rútu hljómsveitarinnar árið 2001, þegar hún var sautján ára gömul. Á leiðinni til Íslands Nick Carter er væntanlegur til Íslands eftir um tvær vikur þar sem strákarnir í Backstreet Boys halda tónleika í Laugardalshöll þann 28. apríl. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin kemur hingað til lands. Uppselt er á B-svæði tónleikanna. Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Carter hafi verið kærður en rétt er að honum var stefnt. Kynferðisofbeldi Tónlist Hollywood Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Í bloggfærslu sem Schuman birti árið 2017 sagði hún Carter hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í íbúð hans í Santa Monica í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum. „Hann var vægðarlaus og tók ekki neitunum mínum sem svari,“ sagði hún meðal annars í færslunni. Carter þvertók fyrir ásakanir Schuman í yfirlýsingu. Þar sagði hann að Schuman hafi „aldrei tjáð sér á meðan þau voru saman eða á nokkrum tíma“ að eitthvað sem þau gerðu hafi ekki verið gert með samþykki beggja aðila. Ný lög Schuman fór með málið til lögreglunnar í Santa Monica árið 2017. Carter var ekki ákærður sökum þess að of langur tími var liðinn síðan meint brot hafði átt sér stað. Kalifornía felldi niður fyrningu kynferðisbrota árið 2016 en það var þó ekki gert afturvirkt. Ný lög um kynferðisbrot tóku þó gildi í ríkinu fyrr á árinu og eiga þessi nýju lög að virka aftur í tímann. Í kjölfar þess hefur Schuman ákveðið að stefna Carter. Stefnir til baka Sem fyrr segir hefur Carter neitað ásökunum Schuman. Í yfirlýsingu sem Liane K. Wakayama, lögmaður Carter, sendi Rolling Stone í tengslum við málið segir hún að Carter standi ennþá við það sem hann sagði á sínum tíma. Carter hefur ekki bara neitað ásökununum heldur hefur hann stefnt Schuman til baka fyrir rógburð og kúgun. Hann sakar aðra konu að nafni Shannon Ruth um slíkt hið sama en hún ásakaði hann um nauðgun í desember í fyrra. Ruth sakar Carter um að hafa beitt sig ofbeldi í rútu hljómsveitarinnar árið 2001, þegar hún var sautján ára gömul. Á leiðinni til Íslands Nick Carter er væntanlegur til Íslands eftir um tvær vikur þar sem strákarnir í Backstreet Boys halda tónleika í Laugardalshöll þann 28. apríl. Þetta er í fyrsta skipti sem hljómsveitin kemur hingað til lands. Uppselt er á B-svæði tónleikanna. Uppfært: Í fyrri útgáfu stóð að Carter hafi verið kærður en rétt er að honum var stefnt.
Kynferðisofbeldi Tónlist Hollywood Tónleikar á Íslandi Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira