Hefur meiri áhyggjur af mismunun en útrýmingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júní 2023 08:22 Vestager segir hættuna á mismunun verulega. epa/Olivier Hoslet Margarethe Vestager, sem fer fyrir málefnum er varða stafræna framþróun og samkeppni hjá Evrópusambandinu, segir mismunun meira áhyggjuefni þegar kemur að gervigreind en möguleg endalok mannkynsins. Hún segir nauðsynlegt að setja reglur um notkun gervigreindar, ekki síst þar sem gervigreindin er og verður notuð til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks, til dæmis þegar fólk er að sækja um lán. Evrópuþingið mun í dag greiða atkvæði um reglur um gervigreind en þær eru ekki taldar munu taka gildi fyrr en árið 2025. Sumir sérfræðingar hafa varað við því að ofurgreind gæti leitt til útrýmingar mannkynsins en Vestager segir að jafnvel þótt mögulega sé einhver hætta á því séu líkurnar litlar. Hún segir mun líklegra að fólk gæti orðið fyrir mismunun af hálfu gervigreindar sem hefur tekið yfir störf sem manneskjur sinntu áður. „Ef þetta er banki sem er að nota hana til að ákveða hvort ég get fengið lán eða ekki, eða félagsþjónustan í hverfinu þínu, þá verðum við að vera viss um að það sé ekki verið að mismuna þér á grundvelli kyns eða litarhafts eða póstnúmers,“ segir Vestager í samtali við BBC. Hún segir að setja þurfi regluverk um gervigreind á heimsvísu en að forgangsraða ætti samvinnu svipað þenkjandi þjóða áður en þess verður freistað að fá aðra að borðinu, til að mynda Kína. Hefja ætti vinnu við regluverk á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en einnig stíga strax þau skref sem hægt væri að stíga. Vestager segir ekki raunhæft að segja vinnu við gervigreind á bið. Hins vegar ættu þeir sem vinna að þróun hennar að reyna að komast að samkomulagi um reglur til að takmarka áhættu af völdum hennar. Hún segir verulega hættu á að gervigreind verði notuð til að hafa áhrif á kosningar. „Ef það er hægt að skanna samfélagsmiðlana þína til að fá heildarmynd af þér þá er hættan á misnotkun stórkostleg og ef við endum uppi með ástand þar sem við trúum engu er gjörsamlega búið að grafa undan samfélaginu.“ Evrópusambandið Gervigreind Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Hún segir nauðsynlegt að setja reglur um notkun gervigreindar, ekki síst þar sem gervigreindin er og verður notuð til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á líf fólks, til dæmis þegar fólk er að sækja um lán. Evrópuþingið mun í dag greiða atkvæði um reglur um gervigreind en þær eru ekki taldar munu taka gildi fyrr en árið 2025. Sumir sérfræðingar hafa varað við því að ofurgreind gæti leitt til útrýmingar mannkynsins en Vestager segir að jafnvel þótt mögulega sé einhver hætta á því séu líkurnar litlar. Hún segir mun líklegra að fólk gæti orðið fyrir mismunun af hálfu gervigreindar sem hefur tekið yfir störf sem manneskjur sinntu áður. „Ef þetta er banki sem er að nota hana til að ákveða hvort ég get fengið lán eða ekki, eða félagsþjónustan í hverfinu þínu, þá verðum við að vera viss um að það sé ekki verið að mismuna þér á grundvelli kyns eða litarhafts eða póstnúmers,“ segir Vestager í samtali við BBC. Hún segir að setja þurfi regluverk um gervigreind á heimsvísu en að forgangsraða ætti samvinnu svipað þenkjandi þjóða áður en þess verður freistað að fá aðra að borðinu, til að mynda Kína. Hefja ætti vinnu við regluverk á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en einnig stíga strax þau skref sem hægt væri að stíga. Vestager segir ekki raunhæft að segja vinnu við gervigreind á bið. Hins vegar ættu þeir sem vinna að þróun hennar að reyna að komast að samkomulagi um reglur til að takmarka áhættu af völdum hennar. Hún segir verulega hættu á að gervigreind verði notuð til að hafa áhrif á kosningar. „Ef það er hægt að skanna samfélagsmiðlana þína til að fá heildarmynd af þér þá er hættan á misnotkun stórkostleg og ef við endum uppi með ástand þar sem við trúum engu er gjörsamlega búið að grafa undan samfélaginu.“
Evrópusambandið Gervigreind Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira