„Heiðrum minningu hans í dag“ Íris Hauksdóttir skrifar 24. september 2023 11:01 Eivör Pálsdóttir er ein þeirra fjölda nemenda sem lærðu við Söngskólann í Reykjavík en skólinn fagnar í dag 50 ára afmæli sínu. „Námið við Söngskólann í Reykjavík var stór þáttur í vegferð minni,“ segir Eivör Pálsdóttir söngkona. Hún er meðal þeirra gesta sem koma fram á 50 ára afmælishátíð Söngskólans í Reykjavík sem haldin verður í dag. Eivör er ein þeirra ríflega fjögur þúsund nemenda sem stundað hafa nám við Söngskólann í Reykjavík. Velgengni hennar þarf vart að tíunda en hún segist ákaflega þakklát fyrir tímann sinn í skólanum. Gaf mér mikilvægustu tólin „Þegar ég horfi til baka er augljóst að tíminn sem ég stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík var svo stór þáttur í vegferð minni í tónlistinni. Námið gaf mér mikilvægustu tólin og agan sem ég þurfti til að fá röddina til að gera það sem ég vildi. Námið kenndi mér svo margt um hljóðfærið mitt, sem er svo mikilvægt fyrir alla hljóðfæraleikara. Í mínu tilfelli er það röddin og ég er óendanlega þakklát fyrir fyrir allar þar stundir sem ég lærði við skólann.“ Eivör flutti ung að árum til Íslands og bjó lengi vel hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, núverandi skólastjóra Söngskólans. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, núverandi skólastjóri Söngskólans tók við af stofnanda skólans, Garði Cortes en hann lést fyrr á árinu. aðsend „Já það var yndislegt að hafa Eivöru hjá mér,“ segir Ólöf Kolbrún en hún hefur hýst marga söngnemendur síðan þá. „Frá stofnun skólans árið 1973 hafa á fjórða þúsund nemenda stundað nám og alls 365 þeirra lokið framhaldsprófi. Skólinn hefur sömuleiðis brautskráð 414 nemendur með háskólagráðu í einsöng eða söngkennslu. Ég hef verið viðloðandi skólann mest allan þennan tíma,“ segir Ólöf Kolbrún og heldur áfram. „Ég hóf störf við skólann árið 1975 og það hefur verið ánægjulegt að eiga þátt í því að mennta söngvara og hvetja þá til þátttöku á þessum starfsvettvangi. Á þessum tíma, að undanskyldum síðustu árum, vann ég í fullu starfi sem söngkona. Yfirleitt hafa flestir kennarar verið starfandi söngvarar samhliða kennslu sem er ómetanlegt. Það er ánægjulegt að fá að fagna þessum áfanga, fimmtíu árum. Vona að sem flestir haldi upp á þetta með okkur Við höfum kallað til baka söngvara sem lærðu við skólann og fóru héðan með sitt góða veganesti en koma nú aftur til að halda þennan dag hátíðlegan með okkur. Á tónleikunum verður sömuleiðis Garðars Cortes, stofnanda skólans, minnst en hann lést fyrr á árinu. Það verða fjölmörg tónlistaratriði frá fyrrum og núverandi nemendum skólans og við vonum að sem flestir geti haldið upp á þennan áfanga með okkur.“ Meðal þeirra söngvara sem koma fram á tónleikunum sem fara fram í Langholtskirkju í dag, sunnudaginn 24. september klukkan fjögur eru þau: Andrea Gylfadóttir, Gissur Páll Gissurarson, Þóra Einarsdóttir, Viðar Gunnarsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Aron Axel Cortes, Kristín Sveinsdóttir og Egill Árni Pálsson, svo aðeins nokkrir séu taldir upp. Aðgangur er ókeypis. Tónlist Tímamót Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Tvíburabræður með myndlistarsýningu Menning Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Eivör er ein þeirra ríflega fjögur þúsund nemenda sem stundað hafa nám við Söngskólann í Reykjavík. Velgengni hennar þarf vart að tíunda en hún segist ákaflega þakklát fyrir tímann sinn í skólanum. Gaf mér mikilvægustu tólin „Þegar ég horfi til baka er augljóst að tíminn sem ég stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík var svo stór þáttur í vegferð minni í tónlistinni. Námið gaf mér mikilvægustu tólin og agan sem ég þurfti til að fá röddina til að gera það sem ég vildi. Námið kenndi mér svo margt um hljóðfærið mitt, sem er svo mikilvægt fyrir alla hljóðfæraleikara. Í mínu tilfelli er það röddin og ég er óendanlega þakklát fyrir fyrir allar þar stundir sem ég lærði við skólann.“ Eivör flutti ung að árum til Íslands og bjó lengi vel hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, núverandi skólastjóra Söngskólans. Ólöf Kolbrún Harðardóttir, núverandi skólastjóri Söngskólans tók við af stofnanda skólans, Garði Cortes en hann lést fyrr á árinu. aðsend „Já það var yndislegt að hafa Eivöru hjá mér,“ segir Ólöf Kolbrún en hún hefur hýst marga söngnemendur síðan þá. „Frá stofnun skólans árið 1973 hafa á fjórða þúsund nemenda stundað nám og alls 365 þeirra lokið framhaldsprófi. Skólinn hefur sömuleiðis brautskráð 414 nemendur með háskólagráðu í einsöng eða söngkennslu. Ég hef verið viðloðandi skólann mest allan þennan tíma,“ segir Ólöf Kolbrún og heldur áfram. „Ég hóf störf við skólann árið 1975 og það hefur verið ánægjulegt að eiga þátt í því að mennta söngvara og hvetja þá til þátttöku á þessum starfsvettvangi. Á þessum tíma, að undanskyldum síðustu árum, vann ég í fullu starfi sem söngkona. Yfirleitt hafa flestir kennarar verið starfandi söngvarar samhliða kennslu sem er ómetanlegt. Það er ánægjulegt að fá að fagna þessum áfanga, fimmtíu árum. Vona að sem flestir haldi upp á þetta með okkur Við höfum kallað til baka söngvara sem lærðu við skólann og fóru héðan með sitt góða veganesti en koma nú aftur til að halda þennan dag hátíðlegan með okkur. Á tónleikunum verður sömuleiðis Garðars Cortes, stofnanda skólans, minnst en hann lést fyrr á árinu. Það verða fjölmörg tónlistaratriði frá fyrrum og núverandi nemendum skólans og við vonum að sem flestir geti haldið upp á þennan áfanga með okkur.“ Meðal þeirra söngvara sem koma fram á tónleikunum sem fara fram í Langholtskirkju í dag, sunnudaginn 24. september klukkan fjögur eru þau: Andrea Gylfadóttir, Gissur Páll Gissurarson, Þóra Einarsdóttir, Viðar Gunnarsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Aron Axel Cortes, Kristín Sveinsdóttir og Egill Árni Pálsson, svo aðeins nokkrir séu taldir upp. Aðgangur er ókeypis.
Tónlist Tímamót Menning Skóla - og menntamál Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Tvíburabræður með myndlistarsýningu Menning Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira