Grannt fylgst með Slóvakíu og upplýsingaóreiðu Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2023 08:34 Formenn stjórnmálaflokka í Slóvakíu í kappræðum í síðustu viku. EPA/JAKUB GAVLAK Ráðamenn Evrópusambandsins samþykktu í síðasta mánuði ný lög sem sporna eiga gegn upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlum. Nú reynir almennilega á lögin í fyrsta sinn vegna kosninganna í Slóvakíu en forsvarsmönnum samfélagsmiðla hefur verið sagt að taka betur á upplýsingaóreiðu þar. Lögin kallast á ensku „Digital Services Act“ og er þeim ætlað að þvinga samfélagsmiðlafyrirtæki til að grípa til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu, sem fyrirtækin hafa lengi verið sökum um að dreifa og gera lygar vinsælar með algóriþmum sínum. DSA nær yfir nítján samfélagsmiðla og vefsvæði. Þar á við samfélagsmiðla Meta, X og TikTok, leitarvél Google, Wikipedia og verslunarsíður eins og Alibaba, Aliexpress og Amazon. Google Maps er einnig á lista ESB, samkvæmt frétt DW frá því í síðasta mánuði, þegar lögin tóku gildi. Lögin eiga að tryggja að forsvarsmenn þessara fyrirtækja beiti sér gegn upplýsingaóreiðu og lygum á samfélagsmiðlum og vefsvæðum. Þeim er einnig ætlað að auka gagnsæi varðandi auglýsingar. Brjóti fyrirtækin reglurnar geta þau verið sektuð um allt sex prósent af veltu sinni á heimsvísu. Séu brotin ítrekuð gæti þeim verið bannað að starfa í Evrópu. Þó lögin eigi einungis við innan Evrópusambandsins vonast stuðningsmenn þeirra og sérfræðingar til þess að þau hafi áhrif út á við og leiði til breytinga í Bandaríkjunum og víðar. Nú reiðir almennilega á lögin í fyrsta sinn, þegar kemur að kosningum í Slóvakíu en það eru fyrstu kosningarnar innan ESB frá því lögin tóku gildi. Eins og fram kemur í frétt New York Times er mikið um upplýsingaóreiðu í kringum þær kosningar en embættismenn í ESB og víðar óttast að þessi óreiða, sem á að miklu leyti rætur í Rússlandi og öðrum alræðisríkjum, grafi undan lýðræðislegum gildum í Evrópu. Meðal þeirra lyga sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Slóvakíu í aðdraganda kosninganna eru færslur um að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hafi keypt sér hús í Egyptalandi í nafni móður sinnar og að þingframbjóðandi hafi dáið vegna bóluefnis gegn Covid. Leiðtogi eins fjar-hægri flokks í Slóvakíu birti einnig mynd á Facebook sem sýndi flóttafólk en búið var að breyta henni svo einn maður á myndinni hélt á sveðju. Í næsta mánuði verða svo kosningar í Lúxemborg og Póllandi og svo verða kosningar til Evrópuþingsins á næsta ári. Embættismenn í ESB segja Rússa og aðra hafa staðið í miklum áróðursherferðum í tengslum við þessar kosningar. Umdeildur maður líklegur til sigurs Kannanir gefa til kynna að popúlistaflokkurinn SMER gæti borið sigur úr býtum í þingkosningunum. Flokkurinn er leiddur af Robert Fico en hann hefur lýst yfir aðdáun á Viktor Orbán, leiðtoga Ungverjalands. Fico var eitt sinn kommúnisti og er fyrrverandi forsætisráðherra en hann sagði af sér árið 2018 eftir að rannsóknarblaðamaður og unnusta hans voru myrt. Í frétt Guardian segir að Fico hafi verið ákærður í fyrra fyrir að stofna glæpasamtök en ákæran hafi verið látin falla niður af ríkissaksóknara landsins, sem þykir hliðhollur Rússlandi. Robert Fico á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum fyrr í mánuðinum.AP/Petr David Josek Hann hefur gengið hart fram gegn andstæðingum sínum og hefur einnig haldið því fram að svindlað gæti verið á honum í kosningunum. Fico hefur þar að auki haldið því fram að stuðningur við Úkraínu gegn innrás Rússa eigi ekki rétt á sér og gert málefni hinsegin fólks að bitbeini í kosningunum, ásamt fjar-hægri flokkum sem hann þykir líklegur til að starfa með eftir kosningarnar. Sögðu forsvarsmönnum samfélagsmiðla að gera betur Reikningi Lubos Blaha, sem er einn af frambjóðendum SMER, á Facebook var lokað vegna rangfærlsna um Covid. hann er þó áfram virkur á Telegram og færslum hans þar er dreift á Facebooksíðu Smer. Talsmenn Meta segja það ekki brjóta gegn reglum fyrirtækisins. Politico sagði frá því í vikunni að ráðamenn innan ESB hefðu sagt forsvarsmönnum Alphabet, Meta og TikTok að taka betur á upplýsingaóreiðu frá Rússlandi. Annars ættu fyrirtækin von á sektum á grunni DSA. Þetta var gert á fundum í Bratislava með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og embættismönnum í Slóvakíu. Miðillinn segir áróðri frá Rússum dreift á samfélagsmiðlum í Slóvakíu og er vísað til nýlegrar skýrslu sem gerð var af hópi á vegum framkvæmdastjórnar ESB. Thierry Breton, sem heldur utan um DSA, sagði Politico að heillindi kosninga væru í forgangi hjá honum. Farið yrði yfir hvernig lögin virkuðu varðandi Slóvakíku og kannað hvort þau virkuðu sem skyldi eða hvort herða þyrfti þau. Slóvakía Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Lögin kallast á ensku „Digital Services Act“ og er þeim ætlað að þvinga samfélagsmiðlafyrirtæki til að grípa til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu, sem fyrirtækin hafa lengi verið sökum um að dreifa og gera lygar vinsælar með algóriþmum sínum. DSA nær yfir nítján samfélagsmiðla og vefsvæði. Þar á við samfélagsmiðla Meta, X og TikTok, leitarvél Google, Wikipedia og verslunarsíður eins og Alibaba, Aliexpress og Amazon. Google Maps er einnig á lista ESB, samkvæmt frétt DW frá því í síðasta mánuði, þegar lögin tóku gildi. Lögin eiga að tryggja að forsvarsmenn þessara fyrirtækja beiti sér gegn upplýsingaóreiðu og lygum á samfélagsmiðlum og vefsvæðum. Þeim er einnig ætlað að auka gagnsæi varðandi auglýsingar. Brjóti fyrirtækin reglurnar geta þau verið sektuð um allt sex prósent af veltu sinni á heimsvísu. Séu brotin ítrekuð gæti þeim verið bannað að starfa í Evrópu. Þó lögin eigi einungis við innan Evrópusambandsins vonast stuðningsmenn þeirra og sérfræðingar til þess að þau hafi áhrif út á við og leiði til breytinga í Bandaríkjunum og víðar. Nú reiðir almennilega á lögin í fyrsta sinn, þegar kemur að kosningum í Slóvakíu en það eru fyrstu kosningarnar innan ESB frá því lögin tóku gildi. Eins og fram kemur í frétt New York Times er mikið um upplýsingaóreiðu í kringum þær kosningar en embættismenn í ESB og víðar óttast að þessi óreiða, sem á að miklu leyti rætur í Rússlandi og öðrum alræðisríkjum, grafi undan lýðræðislegum gildum í Evrópu. Meðal þeirra lyga sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum í Slóvakíu í aðdraganda kosninganna eru færslur um að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hafi keypt sér hús í Egyptalandi í nafni móður sinnar og að þingframbjóðandi hafi dáið vegna bóluefnis gegn Covid. Leiðtogi eins fjar-hægri flokks í Slóvakíu birti einnig mynd á Facebook sem sýndi flóttafólk en búið var að breyta henni svo einn maður á myndinni hélt á sveðju. Í næsta mánuði verða svo kosningar í Lúxemborg og Póllandi og svo verða kosningar til Evrópuþingsins á næsta ári. Embættismenn í ESB segja Rússa og aðra hafa staðið í miklum áróðursherferðum í tengslum við þessar kosningar. Umdeildur maður líklegur til sigurs Kannanir gefa til kynna að popúlistaflokkurinn SMER gæti borið sigur úr býtum í þingkosningunum. Flokkurinn er leiddur af Robert Fico en hann hefur lýst yfir aðdáun á Viktor Orbán, leiðtoga Ungverjalands. Fico var eitt sinn kommúnisti og er fyrrverandi forsætisráðherra en hann sagði af sér árið 2018 eftir að rannsóknarblaðamaður og unnusta hans voru myrt. Í frétt Guardian segir að Fico hafi verið ákærður í fyrra fyrir að stofna glæpasamtök en ákæran hafi verið látin falla niður af ríkissaksóknara landsins, sem þykir hliðhollur Rússlandi. Robert Fico á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum fyrr í mánuðinum.AP/Petr David Josek Hann hefur gengið hart fram gegn andstæðingum sínum og hefur einnig haldið því fram að svindlað gæti verið á honum í kosningunum. Fico hefur þar að auki haldið því fram að stuðningur við Úkraínu gegn innrás Rússa eigi ekki rétt á sér og gert málefni hinsegin fólks að bitbeini í kosningunum, ásamt fjar-hægri flokkum sem hann þykir líklegur til að starfa með eftir kosningarnar. Sögðu forsvarsmönnum samfélagsmiðla að gera betur Reikningi Lubos Blaha, sem er einn af frambjóðendum SMER, á Facebook var lokað vegna rangfærlsna um Covid. hann er þó áfram virkur á Telegram og færslum hans þar er dreift á Facebooksíðu Smer. Talsmenn Meta segja það ekki brjóta gegn reglum fyrirtækisins. Politico sagði frá því í vikunni að ráðamenn innan ESB hefðu sagt forsvarsmönnum Alphabet, Meta og TikTok að taka betur á upplýsingaóreiðu frá Rússlandi. Annars ættu fyrirtækin von á sektum á grunni DSA. Þetta var gert á fundum í Bratislava með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og embættismönnum í Slóvakíu. Miðillinn segir áróðri frá Rússum dreift á samfélagsmiðlum í Slóvakíu og er vísað til nýlegrar skýrslu sem gerð var af hópi á vegum framkvæmdastjórnar ESB. Thierry Breton, sem heldur utan um DSA, sagði Politico að heillindi kosninga væru í forgangi hjá honum. Farið yrði yfir hvernig lögin virkuðu varðandi Slóvakíku og kannað hvort þau virkuðu sem skyldi eða hvort herða þyrfti þau.
Slóvakía Evrópusambandið Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira