Benfica var aðeins með eitt stig í D-riðli fyrir leik kvöldsins á meðan Inter og Real Sociedad voru bæði búin að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum.
Benfica mætti hins vegar af krafti í leikinn á heimavelli gegn Inter í kvöld. Fyrrum Inter-maðurinn Joao Mario var gjörsamlega frábær í fyrri hálfleik og skoraði þrennu á þrjátíu og fjórum mínútum. Leikmenn Inter voru hins vegar ekki af baki dottnir.
Marko Arnautovic minnkaði muninn í 3-1 á 51. mínútu og Davide Frattesi skoraði annað mark liðsins sjö mínútum síðar. Á 72. mínútu jafnaði Alexis Sanchez metin og tryggði Inter jafntefli. Sigur hefði verið kærkominn fyrir Benfica sem nú er í erfiðri stöðu um þriðja sætið og mögulegt sæti í Evrópudeildinni.
Fyrr í dag vann PSV 3-2 sigur á Sevilla og kom sér þar með áfram í 16-liða úrslitin. PSV er með þriggja stiga forystu á Lens og betri árangur í innbyrðis viðureignum. Leikur liðsins gegn Arsenal í lokaumferðinni skiptir því engu máli.
Öll úrslit dagsins:
Galatasaray - Manchester United 3-3
Bayern Munchen - FCK 0-0
Sevilla - PSV Eindhoven 2-3
Arsenal - Lens 6-0
Braga - Union Berlin 1-1
Real Madrid - Napoli 4-2
Benfica - Inter 3-3
Real Sociedad - Salzburg 0-0