Hefði verið til í fleiri til að bera hægindastólana Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 29. janúar 2024 14:43 Einar er staðráðinn í því að flytja aftur til Grindavíkur þegar það er óhætt. Einar Dagbjartsson, íbúi í Grindavík, var á meðal Grindvíkinga sem fengu að sækja eigur sínar til Grindavíkur í dag. Hann segir að vel hafi gengið þó að hann hefði verið til í fleiri hendur til að aðstoða sig, við að sækja dót upp á þriðju hæð. „Þetta gekk. Við erum með bílinn næstum því fullan, en þetta er bölvað vesen. Við erum bara þrjú,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið var Grindvíkingum hleypt inn í fyrsta sinn í dag í hollum, síðan að byrjaði að gjósa í bænum. Einar segist hafa náð að sækja nánast alla sína búslóð. „Að mestu. Ekki allt. Ekki alveg allt. Þetta er á þriðju hæð og við erum bara þrjú. Við værum löngu búin ef við hefðum haft tvo til fjóra með okkur. Við þurftum að bera þetta niður stigagang, lyftan ónýt eða biluð. En þetta eru jaxlar hérna,“ segir Einar. Hann tók dóttur sína með sér og vin sinn. Einar segist þeim afar þakklátur. „En þetta er bölvað basl og þetta er líka ferlega sorglegt. Ég er búinn að vera þarna í eitt og hálft ár, ferlega ánægður með nýju íbúðina, ein hurðin byrjuð að lokast, sem hún gerði ekki áður. Eitthvað byrjuð að bogna.“ Vill ekki setja í kalda geymslu Og hvert er ferðinni heitið? „Við erum búin að fá geymslu fyrir þetta í nokkra daga. Svo er ég með mjög flott málverk, sem ég ætla að setja á Facebook, ef einhver vill geyma það. Það er mjög flott, ég þarf að geyma þetta einhversstaðar og ég vil ekki setja þetta í kaldan gám,“ segir Einar. „Það er margt dýrt. Úr Betra Bak. Þrír svona lazyboy stólar, rafmagns. Ekta til að horfa á Manchester United,“ segir Einar léttur í bragði. Hann segir íbúð sína ekki hafa verið kalda, þar hafi allt verið með kyrrum kjörum. Vill flytja aftur „En þetta er vont. Þetta er allt bara ein sorgarsaga. Þetta er bara ferlega leiðinlegt. En vonandi sleppur þetta og svo bara flytur maður aftur þegar þetta verður talið öruggt.“ Þú ert alveg til í það? „Ef höfnin heldur þá byggist þetta upp aftur. Það verður rannsakað hvað er öruggt og hvað ekki og svo byggjum við bara til austurs. Grindavík mun rísa. Það kemur ekkert annað til greina. Ég fer beint heim þegar það er öruggt. Við verðum að vera bjartsýn þó að lengi geti vont versnað.“ Ertu kominn með endanlegt húsnæði í bænum? „Já já ég bý hjá syni mínum, bara út í bílskúr. Rosa kósý. Með þrjú afabörn hjá mér. Svo þarf maður bara að sjá. Fer þetta undir hraun? Þarf ég að flytja í Njarðvík? Ég er til í að flytja á Álftanes til að vera nálægt barnabörnunum.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Þetta gekk. Við erum með bílinn næstum því fullan, en þetta er bölvað vesen. Við erum bara þrjú,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Eins og fram hefur komið var Grindvíkingum hleypt inn í fyrsta sinn í dag í hollum, síðan að byrjaði að gjósa í bænum. Einar segist hafa náð að sækja nánast alla sína búslóð. „Að mestu. Ekki allt. Ekki alveg allt. Þetta er á þriðju hæð og við erum bara þrjú. Við værum löngu búin ef við hefðum haft tvo til fjóra með okkur. Við þurftum að bera þetta niður stigagang, lyftan ónýt eða biluð. En þetta eru jaxlar hérna,“ segir Einar. Hann tók dóttur sína með sér og vin sinn. Einar segist þeim afar þakklátur. „En þetta er bölvað basl og þetta er líka ferlega sorglegt. Ég er búinn að vera þarna í eitt og hálft ár, ferlega ánægður með nýju íbúðina, ein hurðin byrjuð að lokast, sem hún gerði ekki áður. Eitthvað byrjuð að bogna.“ Vill ekki setja í kalda geymslu Og hvert er ferðinni heitið? „Við erum búin að fá geymslu fyrir þetta í nokkra daga. Svo er ég með mjög flott málverk, sem ég ætla að setja á Facebook, ef einhver vill geyma það. Það er mjög flott, ég þarf að geyma þetta einhversstaðar og ég vil ekki setja þetta í kaldan gám,“ segir Einar. „Það er margt dýrt. Úr Betra Bak. Þrír svona lazyboy stólar, rafmagns. Ekta til að horfa á Manchester United,“ segir Einar léttur í bragði. Hann segir íbúð sína ekki hafa verið kalda, þar hafi allt verið með kyrrum kjörum. Vill flytja aftur „En þetta er vont. Þetta er allt bara ein sorgarsaga. Þetta er bara ferlega leiðinlegt. En vonandi sleppur þetta og svo bara flytur maður aftur þegar þetta verður talið öruggt.“ Þú ert alveg til í það? „Ef höfnin heldur þá byggist þetta upp aftur. Það verður rannsakað hvað er öruggt og hvað ekki og svo byggjum við bara til austurs. Grindavík mun rísa. Það kemur ekkert annað til greina. Ég fer beint heim þegar það er öruggt. Við verðum að vera bjartsýn þó að lengi geti vont versnað.“ Ertu kominn með endanlegt húsnæði í bænum? „Já já ég bý hjá syni mínum, bara út í bílskúr. Rosa kósý. Með þrjú afabörn hjá mér. Svo þarf maður bara að sjá. Fer þetta undir hraun? Þarf ég að flytja í Njarðvík? Ég er til í að flytja á Álftanes til að vera nálægt barnabörnunum.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira