Í dag var greint frá því að Heimir væri tekinn við írska landsliðinu. Hann verður formlega kynntur til leiks á blaðamannafundi á morgun.
Heimir tekur við írska landsliðinu af Stephen Kenny en talsverður tími er liðinn frá því hann hætti. Hann stýrði Írum í síðasta sinn í 1-1 jafntefli við Nýsjálendinga 22. nóvember. Síðan þá hafa Írar verið í þjálfaraleit, allt þar til henni lauk í dag.
Þjálfaraleit írska knattspyrnusambandsins tók átta mánuði, eða nánar tiltekið 231 dag. John O'Shea hefur stýrt liðinu síðan þá.
Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti Englandi í riðli 2 í B-deild Þjóðadeildarinnar 7. september næstkomandi. Þremur dögum síðar mæta Írar Grikkjum, einnig í Dublin.