Tónleikagestir voru hinir glæsilegustu og klæddu sig upp í sitt fínasta púss. Meðal þeirra voru Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Hafliði Breiðfjörð eigandi fótbolti.net og ótal margir fleiri.
Emilíana gaf út plötuna Miss Flower í júní síðastliðnum og flutti hún plötuna ásamt vel völdum stórsmellum.
Í viðtali við Vísi í vor sagðist Emilíana vera að lifa einhverja mest spennandi tíma lífs síns.
„Lífið á að vera síbreytilegt og það á að vera krefjandi,“ sagði Emilíana og bætti jafnframt við að hún leitist meira í jafnvægi í dag í sköpun sinni og lífinu almennt.
Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá tónleikunum:









