Ef barátta Roy Keane og Patrick Vieira á miðsvæðinu er tekin út úr jöfnunni þá er barátta Nistelrooy og Keown líklega sú sem fólk man hvað mest eftir þegar Man United og Arsenal börðust hatrammlega um enska meistaratitilinn.
Frægt er þegar Nistelrooy brenndi af vítaspyrnu og Keown valhoppaði á eftir honum er hann hreytti fúkyrðum í Hollendinginn.

Þeir virtust hins vegar mestu mátar þegar þeir ræddu saman á vegum TNT Sport í kringum leik Leicester City og Arsenal fyrr í dag, laugardag. Keown baðst afsökunar á fíflaganginum á sínum tíma og svo skiptust þeir félagarnir á að biðjast afsökunar á hinu og þessu.
Watch on TikTok
„Það sem gerist á vellinum verður eftir á vellinum,“ sagði Ruud áður en Joe Cole, sem vinnur einnig fyrir TNT Sport eins og Keown sagði að varnarmaðurinn fyrrverandi hefði aldrei beðið sig afsökunar fyrir að sparka í hann. Cole spilaði á sínum tíma með West Ham United og Chelsea.
Hvað leik Leicester og Arsenal varðar þá skutu Skytturnar refina í kaf undir lok leiks, lokatölur á Fratton Park í Leicester 0-2.
Arsenal er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 53 stig, fjórum minna en Liverpool sem á leik til góða. Leicester er í 19. sæti með 17 stig, tveimur frá öruggu sæti.