Sancho var lánaður í ágúst og í samningi liðanna kemur fram að Chelsea verði að kaupa leikmanninn á 20-25 milljónir punda í sumar ef liðið endar í fjórtánda sæti deildarinnar eða ofar.
Ef Chelsea vill sleppa við þá skyldu verður liðið að greiða Man. Utd fimm milljónir punda fyrir það eitt að skila honum. Það gerir tæplega 900 milljónir íslenskra króna.
Sama hvað félagið ákveður þá mun það kosta félagið skildinginn. Forráðamenn félagsins hafa ekki enn gert upp hug sinn hvað gera skal.
Leikmaðurinn hefur aðeins skorað tvö mörk í 29 leikjum með Chelsea. Stoðsendingarnar eru þrjár og frammistaðan því ekki í takti við væntingar.