Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 15. apríl 2025 21:00 Samantha Smith kom Blikum á bragðið. Vísir/Diego Íslandsmeistarar Breiðabliks byrjuðu tímabilið í Bestu deild kvenna í fótbolta af krafti og sýndu af hverju því er spáð að þær standi uppi sem meistarar að tímabilinu loknu. Leikurinn fór heldur betur fjörlega af stað því strax á 4. mínútu voru heimakonur búnar að ná forystunni þegar Samantha Rose Smith lyfti boltanum yfir Veru Varis í marki Stjörnunnar og átti það eftir að setja tóninn fyrir það sem koma skyldi í kvöld. Samantha Rose Smith var aftur á ferðinni tólf mínútum seinna þegar hún bætti við sínu öðru marki og öðru marki Breiðabliks. Hún fékk boltann rétt fyrir framan miðjuboga og æddi í átt að marki og lét vaða rétt fyrir utan teig með skoti sem söng í netinu. Á 22. mínútu fékk Breiðablik hornspyrnu sem Agla María Albertsdóttir tók og sendi beint í hættusvæðið þar sem hann féll á endum fyrir Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem þurfti ekki að láta bjóða sér þetta tvisvar og skilaði knettinum í netið. Ekki batnaði þetta fyrir Stjörnuna því fimm mínútum seinna var það Agla María Albertsdóttir á ferðinni og bætti hún við fjórða markinu úr þröngu færi eftir fyrirgjöf frá Kristínu Dís Árnadóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir var mætt aftur eins og gammur í teignum á 31. mínútu og kom Breiðablik í fimm marka forystu þegar rétt rúmur hálftími var liðinn. Útlitið heldur betur orðið svart fyrir gestina úr Garðabæ. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir klóraði aðeins í bakkan fyrir Stjörnuna á 38. mínútu leiksins þegar Stjarnan nýtti sér mistök á miðjunni hjá Breiðablik og sóttu hratt. Andrea Mist Pálsdóttir þræddi þá Úlfu Dís í gegn og kláraði hún færið sitt vel. Sex mörk litu dagsins ljós í stórskemmtilegum fyrri hálfleik og var staðan 5-1 fyrir Breiðablik þegar liðin gengu til búningsklefa í hlé. Seinni hálfleikurinn var mun rólegri en sá fyrri. Það var nokkuð ljóst eftir fjörugan fyrri hálfleik í hvað stefndi og spilaðist leikurinn svolítið eftir því í síðari hálfleiknum. Það kom þó mark í síðari hálfleikinn en varamaðurinn Karitas Tómasdóttir náði að bæta við sjötta markinu við hjá Breiðablik á 77. mínútu og þar við sat. Frábær fimm marka sigur Breiðabliks staðreynd sem byrja titilvörnina á stórkostlegum 6-1 sigri. Atvik leiksins Erfitt að nefna eitthvað eitt atvik kannski en Samantha Rose Smith slökkti svolítið í partýinu á fyrsta korterinu. Leikurinn var svo búinn eftir fyrri hálfleikinn. Stjörnur og skúrkar Samantha Rose Smith og Berglind Björg Þorvaldsdóttir reyndust Stjörnunni erfiðar hér í kvöld. Heiða Ragney Viðarsdóttir var valinn leikmaður leiksins á vellinum en hún var líka frábær á miðjunni í kvöld. DómararnirArnar Þór Stefánsson hélt utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar voru þeir Ronnarong Wongmahadthai og Arnþór Helgi Gíslason. Reyndi ekki mikið á tríóið í kvöld og þeir komust því bara þokkalega auðveldlega í gegnum þennan leik í kvöld.Stemingin og umgjörðHeldur furðulegur leiktími sem laðar ekki endilega fólkið á völlinn. Það var samt ágætlega mætt í Kópavoginn og búið að kveikja upp í grillinu svo það var allt til alls hér.ViðtölNik Chamberlain var sáttur með fagmannlega frammistöðu. „Við komum bara á flugi út í þennan leik“„Við vorum frábærar og með góða stórn á leiknum bæði varnar og sóknarlega. Skoruðum góð mörk en misstum smá agann í restina“ sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í kvöld.„Þetta eru þrjú stig. Að fá frammistöðu eins og þessa og sigur gegn liði eins og Stjörnunni, því Stjarnan er mjög gott lið og hafa átt góðan vetur. Við komum bara á flugi út í þennan leik og vonandi getum við bara haldið því áfram“Góð byrjun í kvöld kom Nik Chamberlain ekkert sérlega á óvart og hrósaði hann stelpunum sínum í kvöld.„Stelpurnar hafa litið vel út. Erfiður leikur gegn Val á föstudaginn en fullt hrós á leikmennina hérna í kvöld, þær voru vel gíraðar alveg frá byrjun og það var bara góð tilfining yfir þessu“Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunnar„Við mættum í raun bara aldrei til leiks“„Þetta var bara erfiður fyrri hálfleikur og við vorum bara undir á öllum sviðum,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunnar eftir tapið í kvöld.„Við mættum í raun bara aldrei til leiks. Blikarnir eru bara með yfirburði frá fyrstu mínútu. Við eigum fáa kafla þar sem við náum að halda einhverju valdi á boltanum. Varnarlega þá bara er pressan léleg og langt á milli okkar þannig þetta var lélegur varnarleikur og í raun fengum við aldrei mómentin í að sækja eitthvað í fyrri hálfleik þannig við vorum bara undir á öllum sviðum“Hvað er hægt að segja inni í hálfleik þegar staðan er 5-1 fyrir Breiðablik?„Ég held þú þurfir ekki að segja mikið við svona leikmannahóp þegar frammistaðan er svona. Leikmenn finna það bara sjálfir. Eina sem við gerðum var bara að þétta raðirnar og falla aðeins til baka á völlinn og reyna að vera skipulagðari og ná því út úr þessu sem við gætum.“„Það var betra skipulag á okkur í seinni hálfleik en að sama skapi þá er tempóið í leiknum náttúrulega mun lægra“ Besta deild kvenna Breiðablik Stjarnan Fótbolti Íslenski boltinn
Íslandsmeistarar Breiðabliks byrjuðu tímabilið í Bestu deild kvenna í fótbolta af krafti og sýndu af hverju því er spáð að þær standi uppi sem meistarar að tímabilinu loknu. Leikurinn fór heldur betur fjörlega af stað því strax á 4. mínútu voru heimakonur búnar að ná forystunni þegar Samantha Rose Smith lyfti boltanum yfir Veru Varis í marki Stjörnunnar og átti það eftir að setja tóninn fyrir það sem koma skyldi í kvöld. Samantha Rose Smith var aftur á ferðinni tólf mínútum seinna þegar hún bætti við sínu öðru marki og öðru marki Breiðabliks. Hún fékk boltann rétt fyrir framan miðjuboga og æddi í átt að marki og lét vaða rétt fyrir utan teig með skoti sem söng í netinu. Á 22. mínútu fékk Breiðablik hornspyrnu sem Agla María Albertsdóttir tók og sendi beint í hættusvæðið þar sem hann féll á endum fyrir Berglindi Björg Þorvaldsdóttur sem þurfti ekki að láta bjóða sér þetta tvisvar og skilaði knettinum í netið. Ekki batnaði þetta fyrir Stjörnuna því fimm mínútum seinna var það Agla María Albertsdóttir á ferðinni og bætti hún við fjórða markinu úr þröngu færi eftir fyrirgjöf frá Kristínu Dís Árnadóttur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir var mætt aftur eins og gammur í teignum á 31. mínútu og kom Breiðablik í fimm marka forystu þegar rétt rúmur hálftími var liðinn. Útlitið heldur betur orðið svart fyrir gestina úr Garðabæ. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir klóraði aðeins í bakkan fyrir Stjörnuna á 38. mínútu leiksins þegar Stjarnan nýtti sér mistök á miðjunni hjá Breiðablik og sóttu hratt. Andrea Mist Pálsdóttir þræddi þá Úlfu Dís í gegn og kláraði hún færið sitt vel. Sex mörk litu dagsins ljós í stórskemmtilegum fyrri hálfleik og var staðan 5-1 fyrir Breiðablik þegar liðin gengu til búningsklefa í hlé. Seinni hálfleikurinn var mun rólegri en sá fyrri. Það var nokkuð ljóst eftir fjörugan fyrri hálfleik í hvað stefndi og spilaðist leikurinn svolítið eftir því í síðari hálfleiknum. Það kom þó mark í síðari hálfleikinn en varamaðurinn Karitas Tómasdóttir náði að bæta við sjötta markinu við hjá Breiðablik á 77. mínútu og þar við sat. Frábær fimm marka sigur Breiðabliks staðreynd sem byrja titilvörnina á stórkostlegum 6-1 sigri. Atvik leiksins Erfitt að nefna eitthvað eitt atvik kannski en Samantha Rose Smith slökkti svolítið í partýinu á fyrsta korterinu. Leikurinn var svo búinn eftir fyrri hálfleikinn. Stjörnur og skúrkar Samantha Rose Smith og Berglind Björg Þorvaldsdóttir reyndust Stjörnunni erfiðar hér í kvöld. Heiða Ragney Viðarsdóttir var valinn leikmaður leiksins á vellinum en hún var líka frábær á miðjunni í kvöld. DómararnirArnar Þór Stefánsson hélt utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar voru þeir Ronnarong Wongmahadthai og Arnþór Helgi Gíslason. Reyndi ekki mikið á tríóið í kvöld og þeir komust því bara þokkalega auðveldlega í gegnum þennan leik í kvöld.Stemingin og umgjörðHeldur furðulegur leiktími sem laðar ekki endilega fólkið á völlinn. Það var samt ágætlega mætt í Kópavoginn og búið að kveikja upp í grillinu svo það var allt til alls hér.ViðtölNik Chamberlain var sáttur með fagmannlega frammistöðu. „Við komum bara á flugi út í þennan leik“„Við vorum frábærar og með góða stórn á leiknum bæði varnar og sóknarlega. Skoruðum góð mörk en misstum smá agann í restina“ sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í kvöld.„Þetta eru þrjú stig. Að fá frammistöðu eins og þessa og sigur gegn liði eins og Stjörnunni, því Stjarnan er mjög gott lið og hafa átt góðan vetur. Við komum bara á flugi út í þennan leik og vonandi getum við bara haldið því áfram“Góð byrjun í kvöld kom Nik Chamberlain ekkert sérlega á óvart og hrósaði hann stelpunum sínum í kvöld.„Stelpurnar hafa litið vel út. Erfiður leikur gegn Val á föstudaginn en fullt hrós á leikmennina hérna í kvöld, þær voru vel gíraðar alveg frá byrjun og það var bara góð tilfining yfir þessu“Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunnar„Við mættum í raun bara aldrei til leiks“„Þetta var bara erfiður fyrri hálfleikur og við vorum bara undir á öllum sviðum,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson þjálfari Stjörnunnar eftir tapið í kvöld.„Við mættum í raun bara aldrei til leiks. Blikarnir eru bara með yfirburði frá fyrstu mínútu. Við eigum fáa kafla þar sem við náum að halda einhverju valdi á boltanum. Varnarlega þá bara er pressan léleg og langt á milli okkar þannig þetta var lélegur varnarleikur og í raun fengum við aldrei mómentin í að sækja eitthvað í fyrri hálfleik þannig við vorum bara undir á öllum sviðum“Hvað er hægt að segja inni í hálfleik þegar staðan er 5-1 fyrir Breiðablik?„Ég held þú þurfir ekki að segja mikið við svona leikmannahóp þegar frammistaðan er svona. Leikmenn finna það bara sjálfir. Eina sem við gerðum var bara að þétta raðirnar og falla aðeins til baka á völlinn og reyna að vera skipulagðari og ná því út úr þessu sem við gætum.“„Það var betra skipulag á okkur í seinni hálfleik en að sama skapi þá er tempóið í leiknum náttúrulega mun lægra“