
Fá meira en hundrað milljarða fyrir fjórtán kvikmyndir og sex þáttaraðir
Matt Stone og Trey Parker hafa gert samkomulag um að fá 900 milljónir dala frá ViacomCBS Inc. á næstu sex árum. Í staðinn þurfa þeir að gera sex nýjar þáttaraðir af teiknimyndaþáttunum South Park og fjórtán kvikmyndir um íbúa bæjarins vinsæla.