Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum ÍR-ingurinn Baldur Fritz Bjarnason er orðinn langmarkahæstur í Olís deild karla í handbolta. Handbolti 10. febrúar 2025 20:16
Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins, hefur tjáð sig um þá ákvörðun fráfarandi stjórnar Handknattleikssambands Íslands að ráða hann ekki sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins. Handbolti 10. febrúar 2025 17:45
Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Það virðist eitt verst geymda leyndarmál handboltans að Viktor Gísli Hallgrímsson gangi í raðir sjálfra Evrópumeistara Barcelona í sumar, og nú er ljóst með hverjum hann mun deila markvarðarstöðunni hjá spænska stórveldinu. Handbolti 10. febrúar 2025 07:34
KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu KA gerði sér góða ferð suður og sótti fimm marka sigur gegn ÍR í sextándu umferð Olís deildar karla. Lokatölur 34-39 í Skógarselinu. Handbolti 9. febrúar 2025 17:41
Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Andri Már Rúnarsson var markahæsti leikmaður Leipzig í 24-23 tapi á útivelli gegn Burgdorf í átjándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Handbolti 9. febrúar 2025 17:27
Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Ásgeir Jónsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar FH, hefur tilkynnt um framboð til varaformanns Handknattleikssambands Íslands. Kosið verður á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. Handbolti 9. febrúar 2025 13:04
Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti formaður Handknattleikssambands Íslands. Hann er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði. Handbolti 9. febrúar 2025 10:47
Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Þýska úrvalsdeildin í handbolta er hafin aftur eftir hlé vegna heimsmeistaramótsins. Þrír leikir fóru fram í dag og Íslendingar tóku þátt í þeim öllum. Handbolti 8. febrúar 2025 21:20
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Fram sigraði Aftureldingu með tveggja marka mun í Olís-deild karla í Úlfarsárdal í dag. Framarar voru sjö mörkum undir í hálfleik en frábær byrjun þeirra í seinni hálfleik lagði grunninn að dramatískum sigri og á endanum fór leikurinn 34-32, heimamönnum í vil. Handbolti 8. febrúar 2025 20:00
„Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Einar Jónsson, þjálfari Fram, var kampakátur í leikslok eftir ótrúlega endurkomu Fram er liðið sigraði Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í dag. Á tímapunkti í leiknum hafði hann litla sem enga trú á að liðið gæti snúið blaðinu við. Handbolti 8. febrúar 2025 19:40
„Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var gott sem orðlaus eftir grátlegt tap Aftureldingar á móti Fram í Olís-deild karla í handbolta í dag. Mosfellingar leiddu með sjö mörkum í hálfleik en glutruðu niður forskotinu og töpuðu leiknum með tveimur mörkum, 34-32. Handbolti 8. febrúar 2025 19:00
Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni ÍBV tryggði sér í dag sæti í úrslitahelgi Powerade-bikarsins í handbolta með dramatískum sigri gegn FH eftir tvríframlengdan leik og vítakeppni. Handbolti 8. febrúar 2025 16:08
Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handknattleiksdeild Hauka hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem félagið gagnrýnir vinnubrögð HSÍ í kjölfar leiks liðsins gegn ÍBV í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins í handbolta. Handbolti 8. febrúar 2025 14:39
Valskonur tóku ÍBV í kennslustund Valur vann afar öruggan ellefu marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Handbolti 8. febrúar 2025 12:54
HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa HK vann eins marks sigur á Haukum í Olís deild karla í handbolta í kvöld. HK vann 30-29 eftir að hafa náð þriggja marka forystu á lokakafla leiksins. Handbolti 7. febrúar 2025 21:55
Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, segir að framkoma forráðamanna HSÍ í garð Dags Sigurðssonar, við þjálfaraleitina fyrir tveimur árum, sé ekkert einsdæmi. Hann nefnir fjölda þjálfara sem hann segir hafa upplifað sams konar framkomu. Handbolti 7. febrúar 2025 08:02
Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ „Þetta risa gluggi til þess að sýna mig og sanna,“ segir handboltamaðurinn Dagur Gautason er óvænt orðinn leikmaður franska stórliðsins Montpellier eftir að hafa slegið í gegn í norsku úrvalsdeildinni með liði Arendal. Handbolti 7. febrúar 2025 07:31
Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Lið Hauka og Fram áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade bikars kvenna í handbolta í kvöld. Grótta var síðan fjórða liðið til að komast þangað. Handbolti 6. febrúar 2025 21:14
Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Aldís Ásta Heimisdóttir og félagar hennar í Skara voru í góðum gír í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 6. febrúar 2025 19:37
Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Kvennalið Vals er komið í undanúrslit Powerade bikarsins í handbolta og tekur því þátt í bikarúrslitavikunni sjöunda árið í röð. Handbolti 6. febrúar 2025 19:28
Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Það verða stór tímamót hjá Handknattleikssambandi Íslands á næsta ársþingi því Guðmundur B. Ólafsson ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður HSÍ. Handbolti 6. febrúar 2025 19:17
Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eða öllu heldur vinnubrögð HSÍ í síðustu þjálfaraleit sambandsins, voru til umræðu í Framlengingunni hjá RÚV þar sem að nýafstaðið HM var gert upp og mátti heyra að sérfræðingar þáttarins, allt fyrrverandi landsliðsmenn, voru ekki sáttir með hvernig staðið var að málum þar. Handbolti 6. febrúar 2025 09:27
Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Á meðal þeirra sem lýst hafa mikilli ánægju sinni með störf Dags Sigurðssonar sem þjálfara króatíska handboltalandsliðsins er króatíski herinn sem sendi honum fallega kveðju. Handbolti 6. febrúar 2025 07:36
Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir og félagar hennar í Aarhus Handbold urðu að sætta sig við tap í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Handbolti 5. febrúar 2025 20:27
Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Valskonur eru staddar út í Vestmannaeyjum þar sem þær áttu að spila bikarleik í kvöld en leiknum var frestað vegna veðurs. Liðið getur þá kannski í staðinn haldið upp á nýjasta samninginn hjá leikmanni liðsins. Handbolti 5. febrúar 2025 20:03
Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Íslendingaliðið Kolstad byrjar vel eftir HM-fríið en liðið sótti tvö stig á útivöll í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 5. febrúar 2025 19:01
Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handknattleikssambandið og körfuknattleikssambandið hafa bæði tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim leikjum sem voru á dagskrá í kvöld, vegna rauðrar viðvörunar frá Veðurstofu Íslands. Handbolti 5. febrúar 2025 15:08
Franska stórliðið staðfestir komu Dags Vinstri hornamaðurinn Dagur Gautason hefur samið við franska stórliðið Montpellier til loka yfirstandandi tímabils. Þetta staðfesti franska félagið núna í morgun. Handbolti 5. febrúar 2025 10:35
Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Króatar virðast í skýjunum með Dag Sigurðsson sem þjálfara handboltalandsliðsins en stæra sig einnig af því að hafa tekist að „afþýða“ ískalda Íslendinginn. Handbolti 5. febrúar 2025 08:32
„Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Stjarnan krækti í stig gegn FH í Krikanum. Gestirnir úr Garðabæ enduðu leikinn frábærlega og náðu að jafna á síðustu mínútunni og leikurinn endaði 29-29. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar var nokkuð sáttur með stigið eftir leik. Sport 4. febrúar 2025 21:50